Vera - 01.02.2004, Page 54

Vera - 01.02.2004, Page 54
Úlfhildur Dagsdóttir / KVIKMYNDIR Álfadrottning, Englandsdrottning eða bara ósköp venjuleg (leikjkona? »Sírenan kallar, er fyrirsögnin á viðtali við Cate Blanchett sem birtist í Vogue, febrúar 2004. í viðtalinu er mikil áhersla lögð á það hvað leikkonan-sé svöl og afslöppuð og fullkomlega laus við stjörnustæla. Myndasyrpan sem fylgir leggur áherslu á þetta; við sjáum leikkonuna í ferskjubleikum silkikjól, gylltum og silfruð- um háum hælum og með gula gúmmíhanska, standandi við vask fullan af grun- samlega hreinu uppvaski. Á annarri mynd er hún enn í eldhúsinu, nú íklædd stutt- um gráum kjól, svörtum hælum og með ofnvettlinga á höndunum: með annarri reisir hún pönnu á loft og virðist albúin til að slást. * Það sem vekur athygli við þetta allt saman er hið sígilda yfirbragð sem stílistinn hefur búið leikkonunni, en hún er til dæmis í svörtum sokkabuxum á báðum myndum (einu sinni algert nónó með Ijósum fötum, og einfald- lega ekki lengur í tísku í dag), hárið er hæfi- lega úfið og svipurinn dálítið fjarlægur, upp- hafinn. Hún minnir í raun heilmikið á ákveðnar ímyndir fyrri ára, þær sem sýndu leikkonurnar sem dularfullar, fjarlægar, óhöndlanlegar. ( viðtalinu er svo lögð áhersla á það hversu óútreiknanleg Cate Blanchett sé. Hún heldur sjálfri sér og einkalífi sínu utan við sviðsljósið eftir mætti, en mun vera gift leik- stjóra og saman eru þau að fara að setja upp leiksýningu í Sydney, en þau eru bæði áströlsk. Þau eiga eitt barn og þegar viðtalið er tekið er annað á leiðinni. The Missing Og nú er komin fram ný mynd sem Vogue spáir að muni vekja meiri athygli á leikkon- unni og rjúfa þann huliðsblæ sem hún hefur hjúpað sjálfa sig innan dægurmálapressunn- ar. Það er myndin The Missing (2003) sem hefur þegar vakið heilmikla athygli enda er hér á ferðinni leikstjóri sem þykir lofa afskap- lega góðu, Ron Howard, sem er þekktastur fyrir Óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind. I myndinni, sem er einskonar vestri, leikur Blanchett unga konu sem á í stirðu sambandi við föður sinn en verður samt að kalla á hann til aðstoðar þegar dóttur hennar er rænt. Tommy Lee Jones leikur föðurinn og það sem ég hef séð úr myndinni Iftur vel út. í inngangi viðtalsins spyr Vogue lesandann: Það er engin spurning um að Cate Blanchett er hæfileikarík leikkona, en hversu margar myndir fyrir utan Elizabeth og Lord of the Rings hefur þú í raun og veru séð? Ég gat ekki annað en tekið þessari áskorun og velt svolítið fyrir mér þeim myndum hennar sem ég þekki. Eiizabeth og Galadriel Ég sá Cate Blanchett fyrst i Elizabeth (1998), eins og svo margir. Þar lék hún þessa sögu- frægu drottningu af innsæi sem gat ekki annað en hrifið; hún var bæði svöl, drottn- ingarleg og viðkvæm, stundum allt í senn. Hún bar myndina uppi og hélt algerlega sínu innanum fjölda sterkra leikara. Það þurfti því ekki að koma á óvart að sem Galadriel var hún ógleymanleg. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hin fáu og smáu kven- hlutverkin í Hringadróttinssögu (2001- 2003) sem Jackson gerði þó sitt besta til að auka við, en með leikkonu eins og Blanchett í hlutverki hinnar göldróttu álfadrottningar virðist hlutur kvenna ekki lengur eins lítill. Hún náði að skapa persónu sem setur mark sitt á allar myndirnar og í minningunni virð- ist hlutverk hennar hafa verið mun meira en það í raunninni var. Saklaus stúlka, miðill og léttlynd ástkona En hvað gerði hún í millitíðinni? Myndina The Talented Mr. Ripley (1999) en þar leik- ur hún lítið hlutverk ríkrar stúlku sem fellur fyrir Ripley, á fölskum forsendum að sjálf- sögðu, með afdrifaríkum afleiðingum. Þarna býður Blanchett okkur upp á frekar saklausa stúlku sem er fullkomlega ómeðvituð um hlutverk sitt innan atburðarásarinnar. Svo sá ég hana ekki fyrr en í The Gift (2000) eftir Sam Raimi sem ég hef fjallað stuttlega um hér í Veru. Þar leikur hún miðil í suðurríkjun- um og er í leit að morðingja. Sérstakt andlit hennar er mikið i mynd og hún þolir það vel og ber myndina upþi með, að því er virðist, nokkuð átakalausum eða eiginlega kyrrlát- um leik. Ekki alls fyrir löngu sá ég svo á vídeó myndina Bandits (2001) og þar er hún enn í furðulega ólíklegu hlutverki sem fremur létt- lynd ástkona og félagi bankaræningja. í þeirri mynd sýndi Cate að hún hefur líka hæfileika sem grínleikkona, en almennt hef- ur hún þó haldið sig við drama. Meira hef ég ekki séð, en af öðrum myndum má nefna Charlotte Gray (2001) og Veronica Guerin (2003), og svo er hún væntanleg sem Kathar- ine Hepburn í The Aviator (2004). Og afhverju ákvað hún að taka þátt í Hringadróttinssögu? Hún varð svo hrifin af álfaeyrunum að hún bara varð að fá að prufa. Svo fékk hún að eiga eyrun. 54 / 1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.