Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 48

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 48
 / GLÆSIHÚS NORÐURSINS horfði dreymandi á Elvis og blés út úr sér Bjarna frá Vogi. Beggi Begga, sem var kominn af fátækum foreldrum og upp vaxinn í stórum systkinahópi á Grímsstaðaholtinu, hafði alloft komið í Vetrargarðinn á æskuárum sínum, enda stutt að fara, og þar hafði hann horft á þegar Jói rokkari og Ragga upphófu sinn kynferðisdans á miðju dansgólfinu. Beggi sá þetta allt fyrir sér og þeið átekta, þar sem hann sat andspænis gömlum kunningja sínum og ætlaði að kynna honum góða hugmynd. Hann horfði á Jó- hannes Jónsson og sá, að hann var farinn að láta sig dreyma. Það vantaði bara, að staðurinn væri glæsilegri, sagði Beggi Begga, þetta var einsog gamalt fjós. En nú hef ég fengið góða hugmynd. Já? sagði Jói rokkari, sem var í svipinn hættur að vera Jó- hannes Jónsson fulltrúi og sá sjálfan sig í sviðsljósinu. Við þurfum að byggja glæsihús í Vatnsmýrinni, gera skemmtihús á heimsmælikvarða úr fjósinu sem kallað var Vetrargarðurinn, þegar við vorum strákar, sagði Beggi Begga. Mér hefur nú einmitt stundum dottið það sama í hug, sagði Jóhannes Jónsson, sem síst vildi viðurkenna fyrir Begga Begga, að hann hefði ekki sjálfur fengið góðar hug- myndir. En það er bara orðið svo mikið af hótelum í seinni tíð, sagði hann, Hótel Saga, Hótel Esja, Hótel Holt, og fleiri eru í byggingu... Ég er ekki að hugsa um svoleiðis hótel, sagði Beggi og sagði það rólega til að dylja óþolinmæði sína gagnvart skilningstregðu kunningja síns. Ég er að hugsa um glæsi- lega skemmtistaði, „show" og þessháttar, auðvitað nektar- dans eins og nú er farinn að tíðkast hér, glæsilegar striptís- ur, eitthvað sem hægt er að bjóða upp á nú á tímum, bjóða útlendingum, þú skilur um hvað ég er að tala. Við erum svo miklir sveitamenn hér á íslandi, menn eru enn að stunda rollubúskap og tala um jafnvægi í byggð landsins, en þetta er að þreytast, það er að koma svolítill stórborg- arbragur á Reykjavík, það verður ekki langt þangað til við erum þúnir að fá vopnaða lögreglu einsog allar þjóðir sem ekki kafna undir nafni, en það vantar bara kórónuna á það enn sem komið er, að við séum gildir meðal þjóðanna. Út- lendingar finna þetta, við erum frumstæð þjóð í þeirra augum, þeir fá ekki hér það sem þeir geta fengið í erlend- um stórborgum, - það vantar alveg hér, en nú er tíminn kominn fyrir góða hugmynd, - og arðbæra, - ég vil segja þjóðhagslega arðbæra, - það veistu, það veistu, Jói. Jóhannes Jónsson, fulltrúi í Fjármagni hf og virðulegur borgari, hafði fölnað upp undir ræðunni og var hættur að púa frá sér Bjarna frá Vogi. Hann starði á Berg Bergsson einsog hann vissi ekki hvað halda skyldi. Hann leit snögg- lega á vindilinn, sem nú var að slokkna í, og síðan á mynd- ina af Elvis Presley, og það kom furðusvipur á andlit hans (nákvæmlega einsog Beggi Begga hefði getað búist við). Þú ert þó ekki að tala um hóruhús? spurði hann. Um leið hljómaði A Hard Day's Night úr útvarpstækinu sem hann hafði gleymt að skrúfa fyrir og beið Beggi með svar sitt þangað til Jóhannes Jónsson fulltrúi hafði skrúfað fyrir Bítlana. Hóruhús! sagði Beggi í hneykslunartóni. Hver var að tala um hóruhús? Ég sagði glæsihús! Glæsihús Reykjavíkur. En þú áttir við hóruhús. Þú talaðir þannig. Ég er ekki svo mikill asni að ég skilji ekki um hvað þú hefur verið að tala. Það vantaði nú bara, að við færum að reisa hóruhús fyrir kanana á Vellinum. Ertu orðinn vitlaus? Hvað væri svo sem að því? hraut út úr Begga Begga, og átti þá ekki við hvað væri að því, þó að hann kynni að vera orðinn vitlaus, heldur hvað væri að því að reisa hóruhús fyrir kanana á Vellinum, því það hálfvegis fauk í hann. Hvað var Jói rokkari að æsa sig? Maður gæti haldið að þér væri alvara, sagði Jóhannes Jónsson fulltrúi, og var nú hættur að púa. Ég vona bara að þú sért ekki alveg að tapa þér! Það var kominn hneykslunarsvipur á Jóhannes Jónsson. Það nær þá ekki lengra, sagði Beggi og sýndi á sér farar- snið, en ég var ekki að tala um neitt hóruhús handa kön- um. Annars vissi ég ekki að þú værir á móti varnarliðinu, bætti hann við í nokkrum gremjutóni, en reyndi þó að hafa hemil á þykkju sinni. Það sljákkaði í Jóhannesi við þessi orð. Hann sagði: Ég er það ekki, - alls ekki, - síður en svo...en... Ég var bara að hugsa um ferðafólk allsstaðar að úr heim- inum, sagði Beggi Begga, og lét á sér heyra að hann teldi sig hafa orðið fyrir ósanngjörnum viðtökum. Ég hélt nú einmitt að þú kynnir að hafa áhuga á því, þar sem það er nú hlutverk þitt hjá Fjármagni hf að annast fyrirgreiðslu við ferðamenn, - já og kynna land og þjóð. Og ég held nú að varnarliðið í Keflavík mætti eins borga hlut í glæsihúsi, þar sem ferðamenn (og þeir líka) fengju að sjá fallegar ís- lenskar stúlkur, sem ég segi að séu fallegustu stúlkur í heimi, - já, heimurinn sæi þá að þeir eru ekki hér til að verja einhverja skrælingja. Og er ekki verið að tala um að við eigum að láta herinn borga? Nú varð stutt þögn og vandræðaleg. Ég hef kannski misskilið þig, Beggi, sagði Jóhannes Jónsson, og ætlaði að draga að sér góðan reyk til að jafna sig eftir æsinginn, en þá var dautt í Bjarna frá Vogi. Ég hef sko ekkert á móti varnarliðinu og Keflavíkurvelli, það veistu vel, en auðvitað eru þeir hér líka til að verja sjálfa sig 48/ 1. tbl. /2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.