Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 26
Líðan fólks hefur áhrif á heilsu þess
rætt við Margréti Hákonardóttur hjúkrunarfræðing
» Niðurskurður á framlagi ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur komið víða
við og er skemmst að minnast þess að kvennahreyfingin mótmælti harðlega fyrir-
hugaðri skerðingu á starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Mörg önnur al-
varleg dæmi um niðurskurð hafa komið fram og virðist sem þjónusta muni víða
minnka, einkum sú sem er óáþreifanleg og byggist ekki á lyfjagjöf eða aðgerðum
heldur þáttum sem hafa áhrif á andlega líðan. Starf Margrétar Hákonardóttur
hjúkrunarfræðings var lagt niður í kjölfar niðurskurðarins en starfið sem hún hef-
ur þróað í 11 ár er dæmigert fyrir hin mjúku gildi. Það felst í því að leiða fólk í
djúpslökun á ýmsum deildum spítalans en sú aðferð þykir hafa góð áhrif á líðan
fólks og hefur Margrét fundið mælanlegan árangur í aukinni vellíðan og minni
kvíða hjá sjúklingum.
ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
Margrét hefur unnið við hjúkrun
frá því hún lauk námi við Hjúkrun-
arskóla íslands 1978 og segir að
áhugi sinn hafi alltaf beinst að and-
Iegri líðan manneskjunnar. Að
loknu námi vann hún á barnageð-
deild og barnadeildinni við Hring-
braut. Hún prófaði að vinna á slysa-
deild en vann síðan á Kleppi í fimm
ár, bæði á móttökudeild og endur-
hæfingardeild. „Þá var ég
búin að eignast tvö börn og
fékk pláss fyrir þau á barna-
heimilinu við Kleppsspítala sem ég
var mjög ánægð með,” segir hún.
Síðan tók ævintýramennskan við
og Margrét flutti með fjölskylduna í
eitt ár til Salzburg í Austurríki þar
sem hún vann á hjúkrunardeild.
Það var árin 1989 og 1990, einmitt
þegar hræringarnar voru hvað
mestar í Austur-Evrópu og Berlín-
armúrinn féll. Þegar heim kom hóf
hún störf á nýrri deild, 11E, sem er
krabbameins- og blóðsjúkdóma-
deild á Landspítalanum og árið
1993 bætti hún við sig námi í geð-
hjúkrun við Háskóla íslands.
Að komast
í tengsl við kjarna sinn
Þegar Margrét er beðin að segja frá
þróun starfsins sem nú hefur verið
ákveðið að leggja niður, rifjar hún
upp að haustið 1991 hafi henni boð-
ist að vera í hópi hjúkrunarfræð-
inga, lækna og annars fagfólks sem
lærði klíníska dáleiðslu hjá Jakobi
Jónassyni geðlækni í þrjá vetur.
„Jakob kenndi okkur slökunarað-
ferð sem við gátum notað í starfi
okkar til þess að bæta líðan sjúk-
linga. Hún byggist á því að hjálpa
fólki að slaka á líkamanum, virkja
ímyndunaraflið á jákvæðan hátt og
gefa mikið af jákvæðum sefjunum.
Þessi aðferð opnaði mér nýjar dyr
því hún tengist áhuga mínum á líð-
an manneskjunnar. Mér fannst að í
djúpslökuninni kæmist ég í beint
samband við Guð en ég trúi því að í
kjarna hverrar manneskju búi kraft-
ur sem mikilvægt er að komast í
tengsl við. Það var einmitt það sem
mér fannst gerast með þessari að-
ferð. Ég fékk strax mjög góð við-
brögð frá sjúklingunum sem fannst
að þeim liði betur og það hvatti mig
áfram. Sumarið 1993 talaði ég inn á
slökunarspólu sem margir tóku feg-
inshendi eftir að hafa verið í slökun
hjá mér. Fimm árum síðar bjó ég
svo til aðra spólu og nota þar bæn-
ina svolítið en það finnst mörgum
gott. Frá 1993 hef ég líka kynnt að-
ferðina með fyrirlestrum og verk-
legri kennslu við hjúkrunarfræði-
deild HÍ.“
Margrét byrjaði að nota aðferð-
ina með krabbameinssjúklingum og
aðstandendunr þeirra þegar hún
vann á 11E og fékk leyfi til að leiða
líka hópslökun á taugalækninga-
deild. Síðan bættist hjartaskurð-
deildin við og haustið 1996 hafði
slökunarmeðferðin spurst svo vel út
að hún var ráðin til að sinna henni í
fullu starfi, fyrst með tímabundinni
ráðningu þar til hún fékk framtíðar-
ráðningu vorið 1998. Eftir það hefur
hún sinnt fleiri deildum - sjúkling-
um, aðstandendum og starfsfólki,
með einstaklingsmeðferð við rúm
sjúklinga eða hópmeðferð. í tvö ár
vann hún með svokölluðum verkja-
hópi sem í voru konur með langvar-
andi verki þar sem blandast saman
veikindi af líkamlegum, andlegum
og tilfinningalegum toga. Eftir með-
ferðina töluðu konurnar um betri
almenna líðan, sérstaklega tilfinn-
ingalega. Hún stuðlaði líka að því,
ásamt tveimur öðrum hjúkrunar-
fræðingum, að tónlistarrás var
komið inn í hljóðkerfi Landspítal-
ans við Hringbraut. Þar geta sjúk-
lingar hlustað á rólega tónlist og
Ijórum sinnum á sólarhring eru
leiknar slökunarspólur, m.a. hennar
spóla.
Margrét hefur alltaf verið trúuð
og bænin verið henni eiginleg. Hún
26/ 1. tbl. / 2004 / vera