Vera - 01.02.2004, Qupperneq 49

Vera - 01.02.2004, Qupperneq 49
og auðvitað eigum við að láta þá borga, bæði flugstöðvar og annað. Ég bara - sko, af því hvernig þú talaðir, hélt ég að þú værir að tala, - já, ég segi það bara, - ég hélt að þú værir að tala um hóruhús, - og þú skilur það, að maður getur ekki bendlað nafn sitt við hóruhús. Auðvitað ekki, sagði Bergur Bergsson, það varst þú sem nefndir hóruhús. Mér hefði aldrei dottið slíkt í hug. Ég hélt að þú hefðir fengið einhverja fáránlega hug- mynd og værir orðinn eitthvað skrítinn, sagði Jói rokkari og reyndi nú aftur að kveikja i Bjarna frá Vogi, en það tókst ekki að sinni. Nei, sagði Beggi Begga ofurrólega, því Beggi Begga var ákaflega rólegur maður. Nei, ég hef fengið góða hug- mynd, sagði hann og rétti upp vísifingur vinstri handar af því að hann hélt á vindli í hægra hendi. Ég hef fengið góða hugmynd. Ha ha ha - ha ha ha - hló Jói rokkari eða réttara sagt Jó- hannes Jónsson fulltrúi í Fjármagni hf í Reykjavík og púaði, því nú hafði honum afturtekist að kveikja í Bjarna frá Vogi. Þú segir nokkuð, sagði hann og skoðaði vindilinn í hendi sér og sagði íbygginn: Já, þú varst að tala um þennan karl sem fékk mynd af sér á vindlakassa um síðustu aldamót, hvað segirðu aftur að hann hafi heitið - já, það er hérna á kassalokinu, hvernig læt ég - já, þetta gátu íslendingar í gamla daga, þeir gátu fengið vindlategund kennda við sig, og þetta eru ágætis vindlar. Hvað ættum við ekki að geta núna? Á þessum framfaratímum? Glæsihús Reykjavíkur, sagði Beggi Begga. The Big Show- house of the North, það er orðið. Beggi Begga fór harla glaður út frá Jóhannesi Jóns- syni fulltrúa í Fjármagni hf, því Jóhannes hafði lofað að leggja þetta fyrir stjórnarfund. En þótt sá stjórn- arfundur gengi að óskum, var björninn ekki unninn, því stjórnarmenn Fjármagns hf vildu hafa vaðiðfyrir neðan sig og vita fyrir víst að þeir ættu aðstoð ríkisins vísa (og bank- anna), ef ekki gengi allt að óskum. Beggi Begga hélt nú til ýmissa fjármálamanna borgar- innar, en einkum bankastjóra hinna ýmsu banka þessa mikla bankalands. Þeir tóku flestir máli hans líklega og voru sammála Begga um það að þetta væri góð hugmynd. En þeir sögðu jafnframt, að hér þyrfti að mörgu að hyggja og skoða þyrfti málið grandgæfilega niður f kjölinn og fara í saumana á því, einsog fjármálamenn og stjórnmálaspek- ingar eru vanir að tala, og sögðu að þetta gæti orðið við- kvæmt mál, einkum ef ameríska varnarliðið kæmi við sögu, þar gæti oltið á afstöðu þingsins eða að minnsta kosti stjórnmálaflokkanna, þannig að Beggi Begga fór að þreytast og var að því kominn að gefast upp, þegar hon- um hugkvæmdist að fara og tala við Metúsalem Natans- son sem gaf út unglingablaðið Natan Metúsalemsson og var nú kominn í sjónvarpið með unglingaþætti, enda tal- inn hafa mjög gott samband við æskufólk. Er ekki að orð- lengja það að Metúsalem Natansson sýndi málefninu und- ireins mikinn skilning. Það sýndi sig fljótlega, að þegar Metúsalem var búinn að birta nokkrar fagurlega orðaðar greinar á því máli sem unglingar skildu í blaði sínu um það, að byggja þyrfti það sem hann kallaði Glæsihús Reykjavíkur I Vatnsmýrinni, voru flestir unglingar Reykja- víkurborgar komnir á þessa skoðun, sem þeir sáu að hlaut að vera góð skoðun, úr því að hún var álitin vera það í blaðinu þeirra, og í sumum skólum fóru nemendurnir jafnvel að safna undirskriftum undir áskorun til forráða- manna æskulýðsmála Reykjavíkur að styðja málið, svo hér mætti rísa The Big Show-house, einsog það var nú oftast kallað í blaðinu þeirra, og þegar Beggi Begga orðaði hug- myndina aftur við bankastjórana og bankaráðsmennina, að nokkrum tíma liðnum, var komið allt annað og betra hljóð í strokkana. Sumir voru nú jafnvel reiðubúnir að lána allmikið fé til byggingarinnar, - það þyrfti aðeins að fá leyfi borgaryfirvalda til að slíkt hús mætti rísa af grunni íVatns- mýrinni. Og Metúsalem ritstjóri sagði við Begga dag nokkurn, þegar hann ræddi við hann af mikilli bjartsýni: Ég er búinn að semja lag um húsið, því nú er ég farinn að fíla þetta svo vel, - og ég held að það væri hægt að láta syngja það þegar húsið verður opnað. Já, það blés óneitanlega byrlega. Glæsihús Islands eða norðursins, „The Big Show-house", var nú loks í sjónmáli, einsog stjórnmálamennirnir segja. Féð vartil reiðu og ekk- ert eftir nema stofna hlutafélag og fá samþykki borgar- ráðs. En þá kom babb í bátinn. Skyndilega og öllum að óvörum risu upp kerlingar. Þær kölluðu sig Lýðveldiskonurnar og þóttust allar vera fæddar 1944 eða á lýðveldisárinu, einsog þær kölluðu það, en enginn rannsóknarblaðamaður hafði dáð í sér til að kanna hvort eitthvað væri hæft í því. Þessar kerl- ingar hófu lævíslegan áróður gegn hugmyndinni. Og þær gengu lengra í ósvífni sinni en nokkurn hefði órað fyrir. Þær sögðu berum orðum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, því allsstaðar gátu þær troðið sér inn: Það er hóruhús sem þessir karlahlunkar eru að tala um. Og svo klifuðu þær á því, að í þetta hóruhús ætluðu karl- arnir að setja dætur þeirra o.s.frv. o.s.frv. Beggi Begga geystist á milli allra blaðanna og fékk loforð hjá hverjum einasta ritstjóra, að þessar kerlingar skyldu ekki fá neitt af þessu kjaftæði sínu birt framar. En allt kom fyrir ekki. Þær komust samt í blöðin með klækjum og bolabrögðum og væri það efni í langa sögu um slægð kvenna. Hvernig sem reynt var að taka þær í karphúsið með háði og spotti og sýna fram á að þær misskildu þetta allt saman, héldu þær áfram undirróðursstarfsemi sinni og fullyrtu jafnt og þétt að hér ætti að fara að teyma þjóðina á villigötur, þarna væri karlaveldið í allri sinni dýrð, allt gamlar lummur sem sumir hefðu nú haldið að enginn hlustaði lengur á nú á dögum, og þess vegna urðu menn kannski heldur seinir að bregða nógu hart við um leið og þær hófu árásir sínar. Það var til einskis, þótt færustu menn legðu sig fram, eng- inn gat komið vitinu fyrir kerlingarnar, og þegar þær fóru að ógna þingmönnunum og segja að þeir skyldu bara vara sig, þeir herrar, þá urðu allir flokkar hræddir um að missa atkvæði þeirra sem fylgdu kerlingunum, hvort sem atkvæðið hét nú í munni stjórnmálamanns lýðveldiskyn- slóðin, ungmennafélagskynslóðin eða aldamótakynslóðin. Og þar fór sá draumur, það glæsihús Reykjavíkur, The Big Show-house of the North, - allt fyrir gauragang í nokkrum kerlingum... Ja - svei þessum kerlingum. Þær kunna ekki að meta góða hugmynd. X

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.