Vera - 01.02.2004, Page 19

Vera - 01.02.2004, Page 19
ósamræmi er á milli þess sem fólk er að gera og þess sem það vill gera, þá reynir fólk að minnka ósamræmið. Hjá þeim sem eru í vændi er það gert með því að reyna að líta jákvæðari augum á gjörðir sínar, þetta sé bara eitthvað sem þurfi að gera. Fólk sem er komið úr vændi og getur séð hegðun sína í dálítilli fjarlægð sér þetta svolítið öðrum augum. Það reynir síður að réttlæta hegðun sína og er sjaldnast stolt af henni." Einn viðmælandi Bryndísar notaði orðið „pokahórur" um stúlkur sem hægt er að kaupa fyrir eiturlyf. Þetta hugtak speglar kannski virðingarleysið í garð stúlknanna og að þær séu orðnar neysluvara fyrir þá sem eiga eiturlyf og peninga. Þessi viðmælandi sagði vímuefnasala nota orðið sín á milli til að benda hver öðrum á þær stelpur sem lík- legt er að bíti á agnið, poka með fíkniefnum. „Það að tala um stelpurnar sem pokahórur er ein leið til að fría sig ábyrgð og gefur til kynna nokkra fyrirlitningu á þeim stelpum sem þetta gera. Stelpurnar eru bara svona, þær eru bara pokahórur, og við megum al- veg nýta okkur það. Þannig virðist afstaðan vera." Strákar í vændi? í spurningakönnuninni kemur fram að 1% stúlkna og 3,1% stráka á aldrinum 16-19 ára hafi þegið greiða eða greiðslu fyrir kynmök. Þessi munur, að strákar á þessum aldri séu um þrefalt líklegri en stelpur til að selja lík- ama sinn, er þvert á hugmyndir okkar flestra. Vert er að hafa í huga að allir framhalds- skólanemar landsins voru í úrtakinu, auk þess sem svipaðar niðurstöður fengust úr samskonar rannsókn sem Rannsóknir & greining gerðu meðal ungs fólk utan fram- haldsskóla. En hver er skýringin á þessum mun? „Þetta kemur nokkuð á óvart. Eins og staða þekkingar á þessu sviði er í dag eru ekki til skýringar á þessu. Til að mynda er erfitt að segja til um hvort þessi munur spegli mishátt hlutfall kynjanna í vændi eða ólíkar skilgreiningar kynjanna á kynlífshegð- un sinni. Vert er að minnast þess að við vit- um í raun ekki nákvæmlega hvernig krakk- arnir túlka spurningarnar. Það er mögulegt að stúlkur sjái hlutina í öðru Ijósi en strákar, að hjá þeim séu mörkin óljósari þegar kemur að því hvort um ástarsamband eða kynlíf gegn greiðslu eða greiða sé að ræða. Samskonar niðurstöður hafa þó komið út úr erlendum rannsóknum, þó fáar slíkar hafi verið gerðar. Svo virðist sem fólk hafi hingað til gefið sér að strákar stundi miklu síður vændi en stúlkur. Þess vegna hafa flestar at- huganir á vændi verið flokkaðar undir frá- vikshegðun kvenna (e. women's del- inquency) og því hefur verið lítið um að kyn- in séu borin saman. Þessar niðurstöður kalla umfram allt á frekari athuganir og á Norður- löndunum virðist hafa verið örlítil vakning hvað þetta varðar." Vændismarkaðurinn á íslandi Þegar talið berst að vændi almennt á íslandi telur Bryndís að markaðurinn hér á landi sé í grundvallaratriðum eins og það sem gengur og gerist erlendis þó birtingarmyndin kunni að vera ögn frábrugðin. „Ef eitthvað er þá er um stigsmun að ræða, ekki eðlismun. Því getum við notað erlendar rannsóknir til að læra af. Það er erfitt að segja til um stærð markaðarins en víst er að það eru peningar í þessu. Það er ýmislegt hægt að gera til að sporna við þróuninni. f mínum huga skiptir mestu máli að við horfum meira til forvarna svo hægt sé að koma í veg fyrir að börn og ungmenni leiðist út í frávikshegðun eins og vímuefnaneyslu og vændi. Athuganir okkar hjá Rannsóknum & greiningu hafa gefið til kynna að eitt af lykilatriðunum í slíkum for- vörnum er aðhald, eftirlit og stuðningur for- eldra. Sé slíkur stuðningur og aðhald til stað- ar minnka líkur á að þau leiðist út í fráviks- hegðun. Slík tengsl eru einnig forsenda þess að fræðsla og gildismat sem foreldrar vilja miðla börnum sínum hafi áhrif. Þannig þurfa fræðsla og stuðningur að fara saman. Þá er einnig líklegra að börn leiti til foreldra sinni eigi þau í einhverjum vanda. Forsenda þess að börnin geti leitað til for- eldranna er að þau séu með í heimi barn- anna, að þau fylgist með þeim og viti hvað er að gerast í lífi þeirra. En því miður þá vita foreldrar oft ekki hvað er á seyði hjá börnum sínum. Það er einnig mikilvægt að huga að bæði refsiramma og forvörnum fyrir full- orðna, bæði í tengslum við kynferðislega misnotkun barna og því að fólk sé að tæla börn í vændi." Breytingar á vændislöggjöfinni Bryndís er ekki viss um hverju breytingar i þá átt að gera kaup á vændi refsiverð myndu skila, þeim gætu fylgt kostir og gallar. „Slíkar lagabreytingar myndu áreiðanlega setja ákveðinn tón fyrir umræðuna en það eru margar hliðar á þessu máli. Lög geta skipt máli en þau bjarga þessu ekki ein og sér. Eins og ég hef kynnt mér málin get ég þó sagt að mér finnst ekki rétt að manneskju sem leiðist út í vændi sé refsað. Sú mann- eskja þarf félagsleg úrræði, ekki refsingu. Það eru niðurstöður minnar rannsóknar." Heimild: Bryndis Björk Ásgeirsdóttir (2003). Vændi meðal ungs fólks á Islandi og féiagsiegt umhverfi þess. Skýrsla gef- in út af Rannsóknum & greiningu ehf. Ég hef verið gerandi í þessu í kringum dópið. Þetta tíðkast orðið. Þá snýst þetta aðallega í kring um dópsala. Þetta er ekkert sjaldgæft. Maður [sem dópsali] veit alveg hvaða „power" maður hefur. Þetta dregur auðvitað fólkið að. Svo gefur maður fólki í nefið og smátt og smátt er maður kominn í góða stöðu til að notfæra sér þetta fólk. Fólk reynir alltaf að komast aftur í þessa stöðu hjá manni. Oftast eru þetta sömu stelpurnar. Það er ofsalega Ijótt að segja þetta en sumar stelpur eru bara pokahórur. (bls. 73-74) Sárfræðingur hjá meðferðar stofnun: Ég hef verið með karlmenn í viðtölum sem hafa lent í þessu. Karlmenn sem hafa virkilega grátið yfir þessu. Hvern- ig þeir hafa selt sig til eldri konu. Ung- ir strákar kannski á aldrinum 16 upp í 22 ára. (bls. 82) 19 ára stelpa sem leiddist út í vímuefnaneyslu: Síðan komu þeir stundum með vini sína með sér heim. Það var svo ógeðs- legt. Vinir þeirra fóru svo eitthvað að spjalla við okkur. Svo þurftum við að sofa hjá þeim, jafnvel hjá þeim öllum. Ef það var mið nótt þá gat maður ekk- ert farið út. Við höfðum ekki um neitt að velja. (bls. 96) Ung kona sem var í skipulögðu vændi: Einn fastakúnninn, um rúmlega fer- tugt, var „viðkunnalegur" svona fyrstu skiptin. Mjög myndarlegur. Maður sem maður myndi vilja þekkja, hann kom þannig fram. Bar af sér góðan þokka og talaði fallegt mál. [...] Svo smám saman, varð hann kölski sjálfur. Ég átti að þykjast vera dóttir hans og hann kallaði mig hennar nafni. Hann lék þetta alveg til enda. Sagði meira að segja: „Þú mátt ekki segja mömmu þinni þetta, mamma þín er að koma, við verðum að drífa okkur". Hann sagði þetta með öllu eins og þetta bara er. Bara leikið sifjaspell, frá a til ö. Þú lofar að segja engum frá, allt þetta var með. (bls. 103)

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.