Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 16
Á að banna kaup á vændi? Það er alveg Ijóst að með tilkomu nektardansstaða á íslandi, sem hófu starfsemi upp úr 1995 og náðu há- marki 2001, opnuðust nýir möguleik- ar fyrir íslenska karlmenn til kaupa á kynlífsþjónustu og því tóku margir fagnandi. Kynlífsmarkaðurinn hefur síðan þróast og er vel skilgreindur í skýrslu Drífu Snædal sem hægt er að nálgast á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Þar kemur fram að löglegur kynlífsiðnaður hér á landi er talinn velta að minnsta kosti 650 milljónum króna á ári. ( skýrslunni fjallar Drífa um framboð á klámi og lýsir umfangi og starfsemi fyrirtækja í kynlífsþjón- ustu, svo sem símaþjónustu, nektar- dansstaða, erótískra nuddstofa og fylgdarþjónustu. Hún telur að hægt nema Sjálfstæðisflokknum. Frumvarpið er nú til meðferðar í allsherjarnefnd og ekki vitað hvort það verður afgreitt þaðan á þessu þingi. Heyrst hefur að helstu rök and- stæðinga frumvarpsins innan nefnd- arinnar séu að ekki megi gera kaup á vændi refsiverð nema salan sé það líka. Þar verði sem sé að vera jafnræði og annað hvort báðir aðilar að teljast sekir eða báðir saklausir. Það að aflétta sekt af sölu á vændi hefur þó ekki verið talið vandamál á hinum Norðurlöndunum þar sem það er þvert á móti talið nauðsynlegt til að vernda vændisfólk og auðvelda því að gera lögreglu viðvart ef brotið er á því. ( því sambandi má benda á ummæli vændiskonu sem tjáði sig í umfjöllun Mannlífs „Ég tek mikinn VIÐ HÖFUM ENGIN TÖK Á AÐ FANGELSA ALLA ÞÁ SEM KAUPA SÉR KYNLÍFSÞJÓNUSTU EN ÉG ER VISS UM AÐ ÞAÐ HEFÐI ÁHRIF Á MENN EF ÞEIR ÞYRFTU AÐ MÆTA NIÐUR í HÉRAÐSDÓM 0G BORGA SEKTIR FYRIR AÐ HAFA KEYPT SÉR VÆNDI sé að nálgast vændi á þessum stöð- um en einnig í gegnum auglýsingar á netinu og í dagblöðum. í nokkur ár hefur Kolbrún Hall- dórsdóttir lagt fram frumvarp til breytinga á almennum hegningar- lögum þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð. (frumvarpinu er jafn- framt lagt til að sektinni verði aflétt af vændisfólkinu, eins og gert hefur ver- ið á öllum Norðurlöndunum. Frum- varpið hefur alltaf verið fellt en sl. haust komst aukinn þungi í málið með víðtækari samstöðu um flutning þess frá konum úr öllum flokkum séns því ég er kannski að fara að hitta mann sem lemur mig i klessu eða nauðgar mér. Ég get ekki leitað til lögreglunnar út af slíkum málum þannig að ég er algjörlega varnar- laus." ( Svíþjóð hefur verið ólöglegt að kaupa vændi síðan 1999 og er já- kvæður árangur þess talinn ótvíræð- ur. ( Noregi og Finnlandi er nú til at- hugunar að fara að dæmi Svía, sömu- leiðis í Rússlandi og tillögur um það hafa einnig komið fram á vettvangi Evrópusambandsins. Forsendur laga- setningarinnar í Svíþjóð er sá skiln- ingur stjórnvalda að vændiskonan og vændiskaupandinn séu ekki á jafn- réttisgrundvelli, eins og fram kom í máli Margaretu Winberg fyrrverandi jafnréttisráðherra Svíþjóðar á fundi hér á landi sl. haust. Hún sagði að yfir- leitt hafi konan ekki valið sér þessa iðju heldur leiðst út í hana en kaup- andinn ekki neyðst til að kaupa kynlíf. Mannslíkaminn eigi ekki að vera sölu- vara, eins og hver önnur efnisleg gæði, heldur verði að vera skýr mun- ur þar á. Margareta sagði ennfremur að vegna áhrifa laganna væri minna um götuvændi í Svíþjóð og að þeir sem stunda mansal sneiði nú í aukn- um mæli hjá landinu vegna löggjaf- arinnar. Ekki lítill árangur það! Sólveig Pétursdóttir þáverandi dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis eftir að skýrslan Vændi og félagslegt umhverfi þess kom út fyrri hluta ársins 2001. Nefnd- in skilaði skýrslu í apríl 2002, sem hægt er að nálgast á vef ráðuneytis- ins, og þar eru lagðar fram ýmsar til- lögur til úrbóta. VERA spurðist fyrir um það í dómsmálaráðuneytinu hvort verið væri að vinna eftir tillög- um nefndarinnar en var sagt að svo væri ekki. Einnig var lögreglumaður spurður hvað honum fyndist um skýrslu nefndarinnar og sagði hann Ijóst að enginn vilji væri til þess hjá stjórnvöldum að framkvæma það sem þar er lagt til, að minnsta kosti hafi ekkert verið gert til að fjölga lögreglufólki til að sinna þessum mál- um. Lögreglumaðurinn sagðist hlynnt- ur því að gera kaup á vændi refsiverð ef refsirammanum yrði breytt frá þvf sem lagt er til í frumvarpinu og frem- ur beitt sektum en fangelsi. „Við höf- um engin tök á að fangelsa alla þá sem kaupa sér kynlífsþjónustu en ég er viss um að það hefði áhrif á menn ef þeir þyrftu að mæta niður í héraðs- dóm og borga sektir fyrir að hafa keypt sér vændi. Þeir myndu örugg- lega hugsa sig um tvisvar áður en þeir gerðu það aftur." VERA lagði spurningar fyrir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um hvað ráðuneytið hygðist gera til að vinna gegn vændi og hvort von væri á tillögum frá þeim um lagabreyting- ar hvað varðar vændi. Svör við þeim spurningum höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.