Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 47

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 47
/ SMÁSAGA lengur vera neinn Jói rokkari, heldur virðulegur borgari í höfuðborg [slands, Reykjavík. Svo hann sagði einfaldlega: Það getur oltið á milljónum, nei tugum milljóna, hvað er ég að segja, hundruðum milljóna. Nú? sagði Jóhannes Jónsson (sem greinilega var Jó- hannes Jónsson, en ekki neinn helvítis rokkari með skank- ana út í allar áttir), en Beggi heyrði að tónninn hafði breyst. Þetta var allt annar tónn, að sönnu virðulegur, en í senn vinalegurog -jæja, sleppum því. Ég þarf að tala við þig um þetta, sagði Beggi Begga. Já, komdu til mín á skrifstofuna á morgun, sagði Jó- hannes Jónsson og var fremur áhugasamur í röddinni en hitt. Sannarlega virðulegur, sþurði ekkert hvers eðlis þetta væri, en samt vottur af áhuga í röddinni. Komdu til mín á skrifstofuna, sagði hann. Daginn eftir sat Beggi Begga í djúpum hægindastól einsog þeim sem viðskiptavinum er boðið að sökkva sér í á sumum skrifstofum, en bak við skrif- borðið situr maður í hærri stól til að láta viðmælanda finna, að hann þurfi ekki að láta sig dreyma um að fara að fitja upp á einhverjum nýjungum. Og Bergur Bergsson varð í svipinn ósköp lítill, þegar hann var sestur í þennan stól og hugsaði til þeirrar nýjungar sem hann ætlaði að fara að fitja upp á, því hvað var nýjung í augum íslenskra arftaka Hallgríms Péturssonar, Skúla fógeta og Jóns Sig- urðssonar (sem aldrei leit á aðra en Ingibjörgu, að því er landinn ímyndar sér, svo fögur sem hún var nú, eftir myndum að dæma), - já hvað var nýjung, ef ekki þessi hugmynd nýja tímans, að stofna glæsihús á Islandi? Jóhannes Jónsson sagði bak við skrifborðið sitt: Jæja, gamli vinur (já hann var kumpánlegur og það hleypti á ný kjarki í Begga Begga), þú varst með einhverja góða hugmynd? Það þarf ekki að taka það fram, að þegar Jóhannes Jónsson sagði „góða hugmynd", þá átti hann við hug- mynd sem væri arðbær, þjóðfélagslega arðbær, einsog hann mundi vafalaust fremur orða það á því fjárhagslega tungumáli sem svo reyndir menn kunna. Beggi Begga sagði Já, en Jóhannes Jónsson tók upp vindlakassa og bauð gömlum skólafélaga sínum vindil. Beggi Begga tók við vindlinum sem var stór og af þjóð- legustu gerð með nafni og mynd Bjarna frá Vogi á bréf- bandinu sem var utanum miðju hans, og sagði um leið og vinur hans frá fyrri tíð kveikti í vindlinum: Hugsaðu þér, Jói, hvað Island var nú mikið land á al- þjóðavísu áður en við fæddumst. Þarna höfum við til dæmis vindla með mynd af Bjarna frá Vogi, og hann var uppi á síðustu öld, - og rak ekki einu sinni neitt fyrirtæki. Jói rokkari leit á vindlakassann sem hann var að leggja frá sér og sá þar mynd af manni og undir henni stóð Bjarni frá Vogi. Hann hafði aldrei heyrt þess manns getið fyrr og ekki athugað hvaða vindla hann var að bjóða, því sann- leikurinn var sá að forstjórinn hafði gaukað þessum vindlakassa að honum fyrir nokkrum dögum af sérstöku tilefni. Jóhannes Jónsson, virðulegur borgari í Reykjavík, hafði þó að sjálfsögðu vit á því að segja: Já, hann Bjarni frá Vogi. Og síðan, um leið og hann kveikti í vindli sínum: Já, þú ætlaðir að segja mér frá hugmynd. Beggi Begga var ekkert að flýta sér, því hann vissi (og það hafði honum verið sagt í skóla), að flas er ekki til fagnaðar, síst ef menn sitja í lágum sessi einsog hann sat nú. Já, sagði hann, ég hef fengið hugmynd sem ég held að þú hljótir að skilja, einsog þú hefur fylgst vel með timan- um og starfað að málefnum útlendra ferðamanna, en þetta er nú svona allt ómótað ennþá og svolítið mál að segja frá því. Þú manst eftir því, þegar við vorum að fara á böllin í gamla daga. Hvort ég man, sagði Jói rokkari. Þú manst eftir Vetrargarðinum? Ha ha! hló Jói rokkari. Ha ha! hló Beggi Begga. Manstu þegar þú varst rekinn út? sagði Beggi Begga. Já, helvítis kellingin, sagði Jói rokkari og gleymdi alveg að vera Jóhannes Jónsson, virðulegur borgari. En þið genguð nú nokkuð langt, þú og hún Ragga, þegar þið dönsuðuð rokkið. Það var einsog þið ætluðuð að fara að hefja samfarir þarna á miðju gólfi. Allt fólkið var farið að horfa á ykkur og hætt að dansa. Það var von að þið væruð rekin út. Jóhannes Jónsson saug að sér reykinn úr Bjarna frá Vogi og ekki gott að sjá á andliti hans hvort hann vildi lengur vera Jói rokkari. Maður var svolítið villtur á þessum tíma, sagði hann. Rokkið var nú einu sinni svona. Þetta var villt þarna útfrá. Og maður var á þeim aldri. Það var auðheyrt og auðséð, að Jói rokkari vildi vera virðulegur, en þó var einsog einhver vafi, - eitthvað dreymandi í svip hans af því að hafa verið minntur á það að einu sinni hafði hann verið í sviðsljósinu, - þó það kynni svo sem að vera af umdeilanlegu tilefni. Já, sagði Beggi Begga, - og allar þessar stelpur, sem voru til í tuskið þegar þær voru búnar að dansa „Rock around the Clock''... Og „Love me tender", maður, greip Jói rokkari fram í, og læddist nú ofurlítið saknaðarbros fram á varirnar. Það var nú eitt besta vangalagið. Já, allt var gott sem kom frá Elvis Presley, sagði Beggi Begga og hló svolítið til að lyfta samræðunum lítið eitt upp á svið léttleikans. En Jói rokkari horfði dreymandi á myndina af Elvis Presley sem hékk á veggnum fyrir framan hann, og nú fann hann að það var alveg óþarfi, sem hann hafði stundum gert, að vera að skammast sín fyrir þessa mynd, því hvað var að þvi að hafa mynd af sjálfum rokkkónginum á vegg hjá sér? Höfðu (slendingar ekki áður haft mynd af kúgara sínum, Danakonungi, uppi á vegg hjá sér? Ekki hafði Elvis Presley kúgað okkur. Gat ein- hver haldið því fram? Já, og svo var það Little Richard, villtastur af öllum, sá sem inn- leiddi öskrið, læddi Beggi út úr sér, en Jói heyrði það ekki - eða að minnsta kosti rétt einsog úrfjarska. Hann vera / 1. tbl. / 2004 / 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.