Vera - 01.02.2004, Side 27

Vera - 01.02.2004, Side 27
/ VIÐTAL segist smátt og smátt hafa öðlast hugrekki til að tala um Guð í slök- uninni og nota bæn þegar það hefur átt við. „Þegar ég er með eina mann- eskju í meðferð spyr ég hvort henni > finnist í lagi að ég nefni Guð. 1 hóp- meðferð segi ég hins vegar: „Guð, samkvæmt skilningi hvers og eins.“ Stundum segi ég líka: „Hvort sem þú trúir á Jesú Krist upprisinn eða ekki þá mun guðstrú þín styrkjast." Yfirleitt er fólk þakklátt fyrir þessa trúarlegu tengingu en einstöku sinnum hef ég fengið mótbárur. Það er reyndar langt síðan að maður sagði síðast við inig að hann vildi ekkert hafa með þennan heilaga anda að gera,“ segir Margrét og hlær. „Ég er auðvitað meðvituð um að þetta getur verið viðkvæmt og hef reynt að finna mína leið. Ég þarf að passa að stuða enga en gefa þeim jafnframt næringu sem hafa þörf fyrir að heyra talað um Guð.“ Hægt að leggja mælikvarða á líðan ^ Frá árinu 2000 hefur Margrét haft aðsetur á Þróunarsetrinu við Eiríks- götu 19 ásamt fleiri hjúkrunarfræð- ingum. Þar hefur hún haft aðstöðu til að veita slökunarmeðferð, m.a. fólki með langvarandi verki sem sumt er komið í hjólastól og hún hefur einnig veitt starfsfólki einstaldings- meðferð við sérstakar aðstæður. ÞAÐ SEM HEFUR VERIÐ GERT í HEILBRIGÐISKERFINU FRAM TIL ÞESSA ER AÐ VEITA BESTU MÖGULEGU ÞJÓNUSTU - HVAÐ SEM HÚN KOSTAR. ÞAÐ SEM HEFUR HINS VEGAR MINNA VERIÐ HUGAÐ AÐ ER AF HVERJU ERUM VIÐSVONA VEIK Þegar Margrét er spurð hvernig hún meti árangur af starfi sínu segist hún smátt og smátt hafa lært að nota huglæga kvarða sem eru eink- um notaðir á verki. „Ég bið fólk að setja verkina á kvarðann 0 til 10, þar sem 10 eru þá mestu verkir sem það getur ímyndað sér. Á sama hátt er hægt að spyrja um kvíða og innri spennu. Svo hef ég notað öfugan kvarða til að spyrja um andlega líð- an. 0 er þá vanlíðan og 10 mesta vellíðan. Á þennan hátt hef ég reynt að gera mér grein fyrir líðan þeirra sem hafa verið hjá mér í einstak- lingsmeðferð. Það er misjafnt hvað tekur langan tíma fyrir fólk að ná ár- angri. Sumt fólk upplifir góða slök- un strax í fyrsta skipti og hefur sagt að kvíði þess hafi minnkað úr 13 niður í 2. Því leið sem sagt svo illa að það hafði sprengt skalann. Það er á slílcum stundum sem ég finn veru- lega að ég hafi gert gagn,“ segir Mar- grét og brosir. „Því miður kemur fyrir að fólki með mikla verki, t.d. stoðkerfis- verki, er ekki trúað. Við heilbrigðis- starfsfólk erum stundum ekki nógu góð í að trúa því sem fólk segir um eigin líðan, kannski vegna þess að við eigum erfitt með að viðurkenna vanmátt okkar. Það kemur nefnilega fyrir að við getum hjálpað miklu minna en við vildum. í langflestum tilfellum getum við þó hjálpað fólki sem á við líkamlega verki að stríða, þökk sé verkjalyfjunum sem hafa verið fundin upp og við notum á réttan hátt. Fólk sem er orðið ör- yrkjar hefur þar að auki oft miklar fjárhagsáhyggjur sem hafa slæm áhrif á líkamlega og andlega líðan. í starfi mínu hef ég umgengist mjög margt fólk sem hefur liðið verulega illa og er alltaf þakklát þegar ég sé að slökunarmeðferðin bætir líðan og jafnvel verki þar sem hún minnkar kvíða og innri spennu.“ Heilbrigðiskerfi í kreppu Að lokum er Margrét spurð hvað henni finnist um þá ákvörðun stjórnenda spítalans að leggja starf hennar niður. „Mér finnst það auð- vitað algjör skandall, “ segir hún en tekur fram að þar sé hún ekki að tala um sjálfa sig heldur þá stefnu að skera niður þjónustu sem snertir sálarlíf fólks. „Starfsfólki eins og fé- vera / 1. tbl. / 2004 / 27

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.