Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 33
þinginu. Þær tala að jafnaði minna
en karlar en þær eru málefnalegri og
betur undirbúnar. Þær fara ekki
upp í ræðustól bara til þess að fara
upp í ræðustól eins og maður hefur
stundum á tilfmningunni með
suma þingmenn karlkyns sem fyrir
löngu hafa sagt sitt síðasta orð en
fara samt og segja það í þriðja skipti.
Það líðst heldur elcki lengur að
skiptast á glósum og útúrsnúning-
um í stað þess að tala málefnalega.
Karlar höfðu alltaf getað gengið inn
í þetta leikrit sem er skrifað af körl-
um fyrir karla og dottið í að hegða
sér eins og hinir. Konur pössuðu
hins vegar upp á að vita alltaf upp á
hár allt um málefnin og þær hafa
breytt heilmiklu til batnaðar.
Er þetta kannski ástæðan fyrir
þeim staðhæfingum sumra fjöl-
miðlamanna að það sé svo erfitt að
fá konur í viðtöl - þurfa þær
kannski að undirbúa sig svona vel
fyrir allt að þær treysta sér ekki að
koma inn í umræðu með skömm-
um fyrirvara?
„Að konur neiti viðtölum æ ofan
í æ held ég að sé fullkomið bull.
Eina ástæðan fyrir því að konur
sjást minna í fjölmiðlum en karlar,
er að þær eru ekki beðnar eins oft
og þeir. Sjálf tók ég þessum orðrómi
sem ögrun og ég mæti alltaf ef ég
mögulega get í viðtöl - alveg sama
hve fyrirvarinn er skammur. Ég
held að margar konur hafi tekið þá
afstöðu og það sýnir að það er eitt-
hvað annað sem veldur því að
sjaldnar er talað við konur. Þeir sem
eru að taka viðtöl eru oftar karlar.
Kannski hafa karlar meira gaman af
því að tala við karla, ég veit það
ekki. Kannski skapast þetta af því að
formenn flokkanna og fólk í valda-
stöðum eru yfirleitt karlar og
kannski er auðveldara að muna eft-
ir nöfnurn þeirra. En núna eftir að
Kvennaslóðir urðu til er engin af-
sökun eftir. Við þurfum samt að
halda áfram að vera duglegar að
trana okkur fram.
Mér fannst mjög gott framtak
hjá kvenkennurunum í Háskólan-
um í Reykjavík - þegar það kont í
ljós hversu fáar konur sitja í stjórn
fyrirtækja á íslandi - að auglýsa
bara að þær væru vel menntaðar,
klárar konur og alveg tilbúnar að
taka sæti í stjórnun fyrirtækja! Ég
auglýsi líka hér með að ég er alveg
tilbúin að taka sæti í stjórn fyrirtæk-
is. En þannig gengur það víst ekki
fyrir sig. Enn láta menn stjórnast af
gamaldags valda- og vanahugsun í
þessum efnum.“
Um leiðindin viðað
vera í stjórnarandstöðu
Þú ákvaðst að hætta í þinginu. Var
kominn leiði í þig strax?
„Ég dreg enga dul á að mér finnst
hundleiðinlegt að vera í stjórnar-
andstöðu. Ég er þannig gerð að ef ég
horfi á eitthvað mál, horfi ég á það
með því hugarfari að finna á því
lausn. Þegar maður er í stjórnar-
andstöðu er það hins vegar ekki
endilega hin rétta afstaða. Hlutverk
stjórnarandstöðunnar er gagnrýnið
aðhald og þó að ég hafi svikalaust
sinnt því hlutverki þá finnst mér
hitt miklu eftirsóknarverðara. Ég vil
taka þátt í að leysa mál, koma þeim
áfram, ljúka þeim. Ég fæ fullt af
hugmyndum sjálf og mér finnst það
ófrjótt ströggl að vera alltaf í nei-
kvæðum stellingum gagnrýninnar.
Ég hugsa að ég hefði dáið ef ég hefði
þurft að sitja þriðja kjörtímabilið í
stjórnarandstöðu. Það samrýmist
ekki mínum karakter."
Oft koma upp heiftúðugar deilur
milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Fólkið rífst og rífst, en svo situr það
skömmu seinna skellihlæjandi hlið
við hlið og býður hvert öðru Tópas.
Ristir reiðin aldrei dýpra en þetta?
„Þingmenn eru fólk og auðvitað
er þetta einstaklingsbundið. Sum
eru þannig að ég gat tekist á við þau
málefnalega og verið hundrað pró-
sent ósammála þeim en það hafði
engin áhrif á að viðkomandi var
manneskja sem ég vildi umgangast
áfram. Hins vegar var stundum
erfitt að halda aftur af reiðinni þeg-
ar deilt var við manneskju sem
maður þoldi ekki. Flokksbönd og
skoðanir skipta þannig ekki öllu
máli heldur manneskjur. I þinginu
eignaðist ég góða vini jöfnum
höndum úr mínum flokki og öðr-
um. Sem betur fer verður alltaf á
vegi manns frábært fólk sem gaman
er að vera með og að þessum vin-
áttuböndum bý ég um ókomna
framtíð.“
Er ekkert sárt að segja skilið við
þingið?
„Ég held áfram tengslum við vini
mína í þinginu og ég verð eflaust
aldrei laus úr pólitíkinni. Hitt er
annað mál að mér fannst tímabært
að hætta og ég er ánægð með að
hafa tekið þá ákvörðun þar sem mér
finnst margir þingmenn sitja of
lengi. Þeir hanga áfram þó að þeir
hafi fyrir löngu sagt sitt síðasta orð
og ekki bætt neinu við árum saman
- ríghalda í stólana sína alveg út yfir
gröf og dauða. Ég var nokkurn veg-
inn með það á hreinu að þannig
vildi ég ekki verða.“
Þegar þú ákvaðst að hætta,
varstu strax búin að sjá fyrir þér
hvað þú ætlaðir að fara að gera?
„Ég hafði sótt eitt námskeið í
framhaldsdeild Kennaraháskólans
vera / 1. tbl. / 2004 / 33