Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 41

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 41
/ BÆKUR Femínismi i kjölfar Píkutorfunnar Nýlega kom út norræna greinasafnið Femkamp - bang um nordisk fem- inism, útgefandi er sænska forlagið Bang. í tilefni af útgáfunni verða haldnar ráðstenfur um femínisma í höfuðborgum Norðurlandanna og verður ráðstefnan í Reykjavík í Nor- ræna húsinu 8. mars, kl. 19.30. í bókinni er landslag femínismans á Norðurlöndum skoðað, einkum með tilliti til þeirrar vakningar sem varð í kjölfar útkomu Píkutorfunnar sem segja má að hafi markað upphaf- ið að þriðju bylgju femínismans. Greinarhöfundar spyrja ýmissa spurninga: Af hverju notar mjólkur- samsalan Arla Foods naktar konur í auglýsingum sínum á danska mark- aðnum? Af hverju liðu tíu ár áður en finnskir stjórnmálamenn tóku á sívax- andi vanda vegna mansals og vænd- is? Af hverju eru fegurðarsamkeppnir mikilvægar fyrir íslendinga? Af hverju var verkfalli fagfélags fólks sem vinn- ur á vegum sveitarfélaga (meirihluti félagsmanna eru lágt launaðar kon- ur) mætt með slíkri þögn í Svíþjóð? Og hvernig stendur á því að konur í hinu ríka landi Noregi fá lægri laun en konur á hinum Norðurlöndunum? Bókin er seld í helstu bókabúðum. Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum Nýlega gaf Skálholtsútgáfan út ritið Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn kon- um. Ritið er afrakstur af samstarfi kirkna sem eiga aðild að Lútherska heimssambandinu og er skrifað af hópi fólks sem var fengið til að grand- skoða afleiðingar ofbeldis og skipu- leggja aðgerðir til að draga úr ofbeldi gegn konum. t ritinu eru tillögur að því hvernig konur, karlar og trúfélög gætu unnið saman til að sigrast á þeirri synd sem ofbeldi gegn konum er. Það er hugsað sem umræðugrund- völlur fyrir einstaklinga og söfnuði og er framlag Alkirkjuráðsins til Áratugs kirkjunnar gegn ofbeldi, 2001-2010, og áratugs Sameinuðu þjóðanna til friðar og gegn ofbeldi í garð barna. Starfshópur á vegum Þjóðkirkj- unnar sem vinnur gegn ofbeldi sá um að þýða og staðfæra ritið á íslensku og er þess vænst að ritið verði tekið til umræðu í söfnuðum kirkjunnar. Ritið fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og hjá söfnuðunum út um allt land. Yfir 100 lífræn næringarefni 13 Vítamín ■ 16 Steinefni ■ 18 Aminósýrur ■ Snefilefni ■ Prótíni Clorophyll súrefnisgjafi ■ Ríkt af Járni ■ GLA fitusýrum • Beta-carotene • Lofttæmdar umbúðir til að næringarefnin varðveitist betur. • Engin málamiðlun í gæðum eða vinnslu. • Vottað 100% lífrænt. Alþjóða gæðastaðall IS09001. IS014001. Leiðandi í gæðum í 20 ár vegna yfirburða næringargildis Serfræðingar i Lifrænni Næringu Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku. Meiri orka, þrek og vellíðan. Gott fyrir þá sem eru í námi og undir álagi. .— m Fæst í apótekum. Umboð: Celsus, s. 551 5995 vera/ l.tbl./2004/41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.