Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 31
»Ég er nafna ömmu minnar, Svan-
fríðar Bjarnadóttur. Amma var
mjög öflug kona. Hún var með sjálf-
stæðan fjárhag, gekk í dragt og
reykti Camel,“ segir Svanfríður þeg-
ar hún er beðin að segja af uppruna
sínunr og hvenær hún vaknaði til
þess sem nú væri hægt að kalla
„femíníska vitund".
Þessi sjálfstæða amma ól hana
upp að miklu leyti en Svanfríður er
Dalvíkingur þó að hún hafi líka búið
með annan fótinn á suðvesturhorn-
inu frá barnæsku.
„Yfir höfuð eru konur í minni
fjölskyldu sterkar og öflugar. Ég er
ekki aðeins elsta systir heldur líka
elsta stelpan í stórfjölskyldunni og
það hefur áreiðanlega haft sín áhrif,
ég var snemma stjórnsöm. Það er að
vísu bara kallað frekja ef kona á í
hlut, en ég hef alla tíð verið ákveðin
og snemma var ég tilbúin að axla
ábyrgð.“
Hin unga Svanfríður tók þátt í fé-
lagslífi strax í skóla og var í stjórn
nemendafélagsins enda segist hún
alltaf hafa viljað ráða, og hún glottir
skelmislega við þau orð. Það var ein-
hvern tíma á unglingsárunum sem
Svanfríður las í gömlu Samvinnunni
greinar úr einu af grundvallarritum
jafnréttisbaráttunnar The Feminine
Mystique. Sem kunnugt er skrifar
Betty Friedan þar um úthverfakonur
í Bandaríkjunum en engu að síður
varð ákveðna unglingsstelpan sem
lostin eldingu.
í „Þetta var með ólíkindum," segir
Svanfríður. „En þegar maður tekur
slík andköf yfir einhverju senr mað-
ur les er það venjulega vegna þess að
einhver hefur orðað hugsun eða til-
finningu sent er að brjótast með
manni. Ég var ung kona og kannski
að byrja að uppgötva misrétti kynj-
anna. Samt var ég ekki alin upp við
„hcfðbundna verkaskiptingu" eins
og það er kallað, þar sem þær konur
sem ólu mig upp voru alltaf útivinn-
andi og með sjálfstæðan fjárhag að
einhverju leyti. En þó að ég væri
dugleg stelpa þá skynjaði ég strax
hvernig strákar virtust eiga rneiri
möguleika.
Munurinn á stelpum og strákum
fólst til að mynda í því að við stelp-
urnar sem héldum áfram að mennta
okkur fórum fyrst og fremst í nám
sem var framhald af kvennastörfum
inni á heimilum. Við urðum kenn-
arar, fóstrur eða hjúkrunarfræðing-
ar og festumst í kennslu- og um-
önnunarstörfum. Ennþá er vinnu-
markaðurinn mjög kynskiptur þó
að námsvalið sé sem betur fer orðið
breiðara. Mig langaði kannski að
gera eitthvað annað en það var eins
og manni væri ekki sjálfrátt,“ segir
Svanfríður og hlær. „Ég fór t.d. í
Kennaraskólann án þess að langa til
þess að verða kennari."
Svanfríður tók þó líka stúdents-
próf frá Kennaraskólanum vegna
þess að hana langaði að leggja meiri
rækt við valfögin sín, sem voru sál-
arfræði og félagsfræði. En þegar hún
var tvítug eignaðist hún barn og
ákvað að fresta áformum sínum um
frekara nám. Eftir stutta dvöl er-
lendis með ntanni og barni skildi
hún, flutti heim og fór norður til
Dalvíkur að kenna. Smátt og smátt
kom hún sér upp þeirri fjölskyldu
sem hún á í dag en Svanfríður á þrjá
syni, Pétur, Kristján Eldjárn og
Jónas Tryggva og er gift Jóhanni
Antonssyni.
En hvenær byrjaði hún að skipta
sér af stjórnmálum?
„Ég gekk í Alþýðubandalagið um
leið og ég konr norður til að kenna.
Þetta var bara eitthvað sem maður
gerði á þessum árum. Maður gekk í
pólitískan flokk og gerðist áskrif-
andi að dagblaði í samræmi við það.
Ég fór strax að skipta mér af bæj-
arpólitíkinni og árið 1982, þegar ég
var þrítug, var ég komin í framboð
og leiddi lista Alþýðubandalagsins,
fyrst kvenna til að leiða lista á Dal-
vík.“
Um það að setjast allt í einu á
þing - þrítug rauðsokka
Svanfríður segir að á þeirn tíma sent
hún var ung í bæjarpólitíkinni á
Dalvík hafi þær verið nokkuð marg-
ar konurnar sem þar störfuðu með
henni. Og þær konur séu surnar
ennþá hennar bestu vinkonur og
samverkakonur.
Svanfríður segist hafa fundið að
starf þeirra og sú staðreynd að hún
leiddi listann fyrir Alþýðubandalag-
ið hafi líka hreyft við fleiri konunt.
Þess vegna sé svo mikilvægt að sem
flestar konur starfi í stjórnmálum -
það sé eins og það hafi ákveðin
margfeldisáhrif og fleiri konur fylgi
óhjákvæmilega í kjölfarið. Þá sé ekki
lengur eins sjálfsagt að karlar ráði
lögum og lofum á þessum vettvangi.
Vorið 1984 fór Svanfríður fyrst
inn á þing sem varaþingmaður og
hún segist ekki hafa verið ýkja vel
undirbúin fyrir það. Hún var kenn-
ari, móðir þriggja drengja og líka í
bæjarstjórn.
„En allt í einu kont kallið um að
fara inn á þing í hálfan mánuð. Ég
var óundirbúin og þurfti að byrja á
því að kaupa mér föt vegna þess að
ég var nokkuð klár á því að rauð-
sokku- og hippastandið sem var á
mér á þeim tíma - nteð tilheyrandi
brjóstahaldaraleysi og bleikum
flauelsbuxum - ntyndi ekki alveg
hæfa á vinnustaðnunr Alþingi!
É6 VAR ÓUNDIRBÚIN 06 ÞURFTI AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ KAUPA MÉR FÖT
VE6NA ÞESS AÐ É6 VAR NOKKUÐ KLÁR Á ÞVÍ AÐ RAUÐSOKKU- 06
HIPPASTANDIÐ SEM VAR Á MÉR Á ÞEIM TÍMA - MEÐ TILHEYRANDI
BRJÓSTAHALDARALEYSI 06 BLEIKUM FLAUELSBUXUM - MYNDI EKKI
ALVE6 HÆFA Á VINNUSTAÐNUM ALÞINGI!
vera / 1. tbl. / 2004 / 31