Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 10
/ SKYNDIMYND 7’3‘i \ y)W. í' io 'í ‘ X' f.'X ' t Þrjar »Þrjár Maríur nefnist leikrit sem nú er sýnt á Litla sviði Borgarleikhúss- ins í samstarfi Strengjaleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Verkið er einleikur um leikkonuna Maju sem er að æfa hlutverk Maríu Stúart í sam- nefndu leikriti eftir Schiller og búa sig undir að leika Maríu Callas í kvik- mynd. Sjálf var hún skírð María eftir Maríu Magdalenu. Um leið og við skyggnumst með augum Maju inn í heim þessara þriggja María verðum við vitni að sálarstríði hennar sjálfrar og djúpum tiivistarvanda. Maja á von á barni með giftum manni en kona mannsins er alvarlega veik og hefur Maja því ekki sagt honum fá ástandi sínu. Með eina hlutverkið í leiknum fer Kristjana Skúladóttir en hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla (slands árið 2001 og hefur síðan leikið m.a. í Rómeó og Júlíu hjá Vestur- Iporti og með Dansleikhúsi með ekka í Borgarleikhúsinu. iMessíana Tómasdóttir, eigandi Strengjaleikhússins, fékk Sigurbjörgu Þrastardóttur til að skrifa leikrit um þetta efni en þetta er fyrsta leikverk hennar í fullri lengd. Hún réð líka j til sín leikstjórann Catrionu Macphie en þær Messíana hafa |áður starfað saman. Catriona er kennari og leikstjóri við leiklistardeild Ohio Northern háskólans í Bandaríkjunum, I auk þess að veita listamiðstöð háskólans forstöðu. Hún hef- ur m.a. leikstýrt mörgum sýningum um konur. Sjálf sér Messíana um hönnun leikmyndar og búninga en mikil áhersla er lögð á sjónræna þáttinn í sýningunni og leikmynd og búningar unnin í Ijósnæm efni. Kjartan Ólafs-1 son semur tónlist og um lýsingu sér David Walters. í verkinu er vitnað í leikverk Schillers um Maríu Stúart og I Ijóð hennar, einnig er vitnað í Maríuguðspjallið, sem er hluti Gnostísku guðspjallanna, og söng Maríu Callas, en tónverkl Kjartans er m.a. byggt á upptökum af söng hennar og úr I þeim unninn hluti af sjálfstæðu tónverki. Markmið sýning-1 arinnar er að sýna tengsl þriggja merkra kvenna úr mann- kynssögunni við hver aðra og við nútímann og fjalla um I hinar eilífu tilvistarspurningar kvenna allra tíma. K 10/ 1. tbl. /2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.