Vera - 01.02.2004, Qupperneq 10

Vera - 01.02.2004, Qupperneq 10
/ SKYNDIMYND 7’3‘i \ y)W. í' io 'í ‘ X' f.'X ' t Þrjar »Þrjár Maríur nefnist leikrit sem nú er sýnt á Litla sviði Borgarleikhúss- ins í samstarfi Strengjaleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Verkið er einleikur um leikkonuna Maju sem er að æfa hlutverk Maríu Stúart í sam- nefndu leikriti eftir Schiller og búa sig undir að leika Maríu Callas í kvik- mynd. Sjálf var hún skírð María eftir Maríu Magdalenu. Um leið og við skyggnumst með augum Maju inn í heim þessara þriggja María verðum við vitni að sálarstríði hennar sjálfrar og djúpum tiivistarvanda. Maja á von á barni með giftum manni en kona mannsins er alvarlega veik og hefur Maja því ekki sagt honum fá ástandi sínu. Með eina hlutverkið í leiknum fer Kristjana Skúladóttir en hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla (slands árið 2001 og hefur síðan leikið m.a. í Rómeó og Júlíu hjá Vestur- Iporti og með Dansleikhúsi með ekka í Borgarleikhúsinu. iMessíana Tómasdóttir, eigandi Strengjaleikhússins, fékk Sigurbjörgu Þrastardóttur til að skrifa leikrit um þetta efni en þetta er fyrsta leikverk hennar í fullri lengd. Hún réð líka j til sín leikstjórann Catrionu Macphie en þær Messíana hafa |áður starfað saman. Catriona er kennari og leikstjóri við leiklistardeild Ohio Northern háskólans í Bandaríkjunum, I auk þess að veita listamiðstöð háskólans forstöðu. Hún hef- ur m.a. leikstýrt mörgum sýningum um konur. Sjálf sér Messíana um hönnun leikmyndar og búninga en mikil áhersla er lögð á sjónræna þáttinn í sýningunni og leikmynd og búningar unnin í Ijósnæm efni. Kjartan Ólafs-1 son semur tónlist og um lýsingu sér David Walters. í verkinu er vitnað í leikverk Schillers um Maríu Stúart og I Ijóð hennar, einnig er vitnað í Maríuguðspjallið, sem er hluti Gnostísku guðspjallanna, og söng Maríu Callas, en tónverkl Kjartans er m.a. byggt á upptökum af söng hennar og úr I þeim unninn hluti af sjálfstæðu tónverki. Markmið sýning-1 arinnar er að sýna tengsl þriggja merkra kvenna úr mann- kynssögunni við hver aðra og við nútímann og fjalla um I hinar eilífu tilvistarspurningar kvenna allra tíma. K 10/ 1. tbl. /2004/vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.