Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 57

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 57
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Menning, umgjörð og umhyggja Verkefnið „Culture, custom and caring - men's and women's possibilities to parental leave" eða Menning, um- gjörð og umhyggja - möguleikar karia og kvenna til foreldra- orlofs er Evrópuverkefni sem hefur staðið yfir í rúmt ár. Jafn- réttisstofa fékk styrk úr jafnréttisáætlun ESB til að vinna þetta verkefni. Því er nú að Ijúka. Markmið og tilgangur verkefnisins var að skoða samspil kynjahlutverka, menning- ar og siðvenja, laga og reglugerða, og hvernig þessir þættir hindra eða auka möguleika kvenna og karla til að vinna saman að uppeldi barna sinna. Sérstaklega var horft til fæð- ingar- og foreldraorlofsreglna og nýtingu mæðra og feðra á þeim réttindum sem í hverju landi bjóðast. Verkefnið samanstendur af tveimur meginhlutum. Ann- ars vegar er það rannsóknaskýrsla sem byggir m.a. á viðtöl- um við unga foreldra og vinnuveitendur feðranna og hins vegar er það heimildamynd sem einnig byggir á viðtölum Þátttakendur í verkefninu eru frá fjórum löndum; Spáni, Þýskalandi, Noregi og íslandi. Jafnréttisstofa hefur leitt verkefnið fyrir hönd íslands. íslenskar samstarfsstofnanir voru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum sem sá um rannsóknaþátt verkefnisins og Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri sem er matsaðili verkefnisins Þá sáu Samver hf. og Margrét Jónasdóttir um gerð heimildamyndar fyrir sjónvarp um sama efni. Gert er ráð fyrir að myndin verði sýnd á sjónvarpsstöðvum þátttökulandanna og vonandi sem víðast í Evrópu. Verkefninu lýkur formlega með málþingi sem haldið verður á Akureyri 5. mars þar sem m.a. heimildamyndin verður frumsýnd og verkefnið, tilurð þess, vinnuferli og markmið verður rætt. Hringferð um landið Nokkur röskun varð á starfi Jafnréttisstofu á síðasta ári. Mar- grét María Sigurðardóttir var skipuð nýr framkvæmdastjóri stofunnar í nóvemþer 2003. Samhliða þessu urðu einnig breytingar í starfshópnum. Þetta voru meginástæður þess að ekkert varð úr fyrirhugaðri hringferð um landið með námskeiðin Jafnter betra og Jafnt er meira um jafnréttisstarf í sveitarfélögum annars vegar og í fyrirtækjum og stofnun- um hins vegar. Gert er ráð fyrir því að hefja þessa hringferð nú á þessu vori en auk þess býður Jafnréttisstofa upp á sér- hönnuð námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ef þess er óskað. Nýr sérfræðingur á Jafnréttisstofu Jafnréttisstofu bættist liðsauki í mars en þá hóf Ingunn H. Bjarnadóttir störf sem nýr sérfræðingur. Hún kemur í stað Katrínar B. Ríkarðsdóttur sem var ráðin jafnréttisráðgjafi Ak- ureyrarbæjar í nóvember síðastliðnum. Ingunn er landfræð- ingur að mennt, lauk meistaraprófi frá háskólanum í Cork á írlandi og starfaði áður á Byggðastofnun og Byggðarann- sóknastofnun (slands. Ingunn hóf sína ráðningu á Jafnrétt- isstofu með töku fæðingarorlofs í desember 2003. Skráðu þig á: www.vefskoli.is • gagnvirk verkefni • myndir og orðaforði • lesa • málfræði • skrifa • spjall • hlusta • krossgátur Námskeið í boði á vorönn 2004 • Stig 1 • Stig 4 • Stig 2 • Stig 5 • Stig 3 • Ritun Byrjendanámskeið - 6 vikur: 10.000kr. Framhaldsnámskeið -10 vikur: 15.500kr. Nánari upplýsingar? • Upplýsingar á íslensku og ensku: www.vefskoli.is • Námsflokkar Reykjavíkur, sími: 551 2992 • Senda póst: gigja@mennta.net Önnur námskeið og fjarnám á heilbrigðissviði: www.namsflokkar.is, nfr@namsflokkar.is Viltulæra íslensku sem erlent mál á netinu? vera / 1. tbl. / 2004 / 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.