Vera - 01.02.2004, Page 57

Vera - 01.02.2004, Page 57
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Menning, umgjörð og umhyggja Verkefnið „Culture, custom and caring - men's and women's possibilities to parental leave" eða Menning, um- gjörð og umhyggja - möguleikar karia og kvenna til foreldra- orlofs er Evrópuverkefni sem hefur staðið yfir í rúmt ár. Jafn- réttisstofa fékk styrk úr jafnréttisáætlun ESB til að vinna þetta verkefni. Því er nú að Ijúka. Markmið og tilgangur verkefnisins var að skoða samspil kynjahlutverka, menning- ar og siðvenja, laga og reglugerða, og hvernig þessir þættir hindra eða auka möguleika kvenna og karla til að vinna saman að uppeldi barna sinna. Sérstaklega var horft til fæð- ingar- og foreldraorlofsreglna og nýtingu mæðra og feðra á þeim réttindum sem í hverju landi bjóðast. Verkefnið samanstendur af tveimur meginhlutum. Ann- ars vegar er það rannsóknaskýrsla sem byggir m.a. á viðtöl- um við unga foreldra og vinnuveitendur feðranna og hins vegar er það heimildamynd sem einnig byggir á viðtölum Þátttakendur í verkefninu eru frá fjórum löndum; Spáni, Þýskalandi, Noregi og íslandi. Jafnréttisstofa hefur leitt verkefnið fyrir hönd íslands. íslenskar samstarfsstofnanir voru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum sem sá um rannsóknaþátt verkefnisins og Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri sem er matsaðili verkefnisins Þá sáu Samver hf. og Margrét Jónasdóttir um gerð heimildamyndar fyrir sjónvarp um sama efni. Gert er ráð fyrir að myndin verði sýnd á sjónvarpsstöðvum þátttökulandanna og vonandi sem víðast í Evrópu. Verkefninu lýkur formlega með málþingi sem haldið verður á Akureyri 5. mars þar sem m.a. heimildamyndin verður frumsýnd og verkefnið, tilurð þess, vinnuferli og markmið verður rætt. Hringferð um landið Nokkur röskun varð á starfi Jafnréttisstofu á síðasta ári. Mar- grét María Sigurðardóttir var skipuð nýr framkvæmdastjóri stofunnar í nóvemþer 2003. Samhliða þessu urðu einnig breytingar í starfshópnum. Þetta voru meginástæður þess að ekkert varð úr fyrirhugaðri hringferð um landið með námskeiðin Jafnter betra og Jafnt er meira um jafnréttisstarf í sveitarfélögum annars vegar og í fyrirtækjum og stofnun- um hins vegar. Gert er ráð fyrir því að hefja þessa hringferð nú á þessu vori en auk þess býður Jafnréttisstofa upp á sér- hönnuð námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ef þess er óskað. Nýr sérfræðingur á Jafnréttisstofu Jafnréttisstofu bættist liðsauki í mars en þá hóf Ingunn H. Bjarnadóttir störf sem nýr sérfræðingur. Hún kemur í stað Katrínar B. Ríkarðsdóttur sem var ráðin jafnréttisráðgjafi Ak- ureyrarbæjar í nóvember síðastliðnum. Ingunn er landfræð- ingur að mennt, lauk meistaraprófi frá háskólanum í Cork á írlandi og starfaði áður á Byggðastofnun og Byggðarann- sóknastofnun (slands. Ingunn hóf sína ráðningu á Jafnrétt- isstofu með töku fæðingarorlofs í desember 2003. Skráðu þig á: www.vefskoli.is • gagnvirk verkefni • myndir og orðaforði • lesa • málfræði • skrifa • spjall • hlusta • krossgátur Námskeið í boði á vorönn 2004 • Stig 1 • Stig 4 • Stig 2 • Stig 5 • Stig 3 • Ritun Byrjendanámskeið - 6 vikur: 10.000kr. Framhaldsnámskeið -10 vikur: 15.500kr. Nánari upplýsingar? • Upplýsingar á íslensku og ensku: www.vefskoli.is • Námsflokkar Reykjavíkur, sími: 551 2992 • Senda póst: gigja@mennta.net Önnur námskeið og fjarnám á heilbrigðissviði: www.namsflokkar.is, nfr@namsflokkar.is Viltulæra íslensku sem erlent mál á netinu? vera / 1. tbl. / 2004 / 57

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.