Vera - 01.02.2004, Síða 18

Vera - 01.02.2004, Síða 18
Arnar Gíslason »Á síðasta ári kom út skýrsla um vændi meðal ungs fólks á vegum dómsmálaráðuneytisins og Rannsókna & greiningar. Skýrslan er tvíþætt, bæði er þar að finna niðurstöður spurn- ingalista sem lagður var fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum landsins og einnig niður- stöður viðtalsrannsóknar sem gerð var meðal fólks sem sjálft hafði verið í vændi eða tengst því á annan hátt, sem og fólks með sérþekkingu á hinum ýmsu hliðum vændis. Höfundur skýrslunnar er Bryndís Björk Ásgeirsdóttir félagsfræðingur sem starfar hjá Rannsóknum & greiningu. Hún segir hér frá helstu niðurstöðum skýrslunnar, þýðingu þeirra og veruleikan- um sem blasir við unglingum sem hrærast í þessum heimi. Bryndís telur nokkurn mun vera á fyrir- komulaginu hjá ungum krökkum og hjá fullorðnum. „Hjá fullorðnu fólki er vændi oft skipulagt en hjá krökkunum er þetta öllu tilviljunarkenndara. Hjá krökkum snýst þetta ekki alltaf um peninga og þetta er ekki endilega ein greiðsla í hvert skipti, heldur er oft um að ræða að þau fá að gista hjá einhverjum eða einhver sér þeim fyrir peningum eða eiturlyfjum í ákveðinn tíma og á meðan er þögult samkomulag um að þau sofi saman. Þess vegna getur þetta runnið saman og hugsanlegt er að krakk- arnir líti á þetta sem einskonar millistig, ekki beint ástarsamband en heldur ekki beinlínis vændi." Þrælahald Lýsingar viðmælenda Bryndísar minna um margt á þrælahald og á það sérstaklega við eftir því sem þetta var skipulagðara og EINN VIÐMÆLANDI BRYNDÍSAR NOTAÐI ORÐIÐ „POKAHÓRUR" UM STÚLKUR SEM HÆGT ER AÐ KAUPA FYRIR EITURLYF. ÞETTA HUGTAK SPEGLAR KANNSKI VIRÐINGARLEYSIÐ í GARÐ STÚLKNANNA OG AÐ ÞÆR SÉU ORDNAR NEYSLUVARA FYRIR ÞÁSEM EIGA EITURLYF OG PENINGA reglulegra. Jafnvel þó fólki sé ekki beinlínis haldið föngnu þá er það oft fjötrað á ann- an máta. „Það var misjafnt hvað krakkarnir höfðu skipt oft á greiða eða greiðslu fyrir kynmök. Sum kannski einu sinni eða tvisvar en önnur mun oftar. Ungu krakk- arnir átta sig kannski ekki á þessu strax, þeim verður það kannski fyrst Ijóst þegar þau þurfa að fara að vinna úr sínum mál- um. Þau sem ég talaði við voru flest undir átján og voru sennilega ekki nógu þroskuð til að meta aðstæðurnar. Þau töldu kannski að það að sofa hjá „rétta" fólkinu myndi veita þeim virðingu, en virðingin er ekki raunveruleg. Lífsbaráttan er líka oft mjög hörð hjá þessum krökkum og oft snýst málið um að verða sér úti um gistingu, mat eða eiturlyf. Þau gera bara það sem þau telja sig þurfa að gera til að komast af. Margir þeirra full- orðnu aðila sem eru að tæla krakkana til _________________________ sín vita alveg hvað þeir eru að gera. Þeir virðast v í s v i t a n d i velja krakka sem hafa brotið bak- land því það er auðveldara að notfæra sér aðstæður þeirra. Það eru meira að segja dæmi þess að menn skrái sig í áfengismeðferð til að leita uppi stúlkurtil að selja." Vændi sem neysluvara Stundum má greina það á lýsingum í rann- sókninni að farið sé með krakkana eins og hverja aðra vörutegund. Þau eru keypt, seld og stundum er þeim hent út þegar verið er að „yngja upp". Bryndís segir mis- jafnt hvernig krakkarnir upplifi það að selja sig og hvernig þau takist á við það seinna meir. „Þau sem ég talaði við voru mörg mjög ung og voru kannski ekki mikið að spá í þetta á meðan þau voru að selja sig en kannski skilja þau þetta öðruvísi á öðr- um tímapunkti í lífi sínu. Flest þeirra sem ég talaði við voru að reyna að komast út úr neyslu vímuefna og vændi, eða hvoru- tveggja. Flest þeirra áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en eftir að þau voru hætt í þessu og komin með smá fjarlægð á þetta skeið í lífi sínu. Flestar erlendar rann- sóknir benda líka til þess að töluverðu máli skipti hvort fólk sé ennþá að stunda vændi eða ekki. Þau sem ennþá eru í vændi reyna að líta jákvætt á hlutina og réttlæta að- stæður sínar á hverri stundu. Þegar mikið

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.