Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 42

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 42
/ BÆKUR Anna Berglind Þorsteinsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir nemendur á 3. ári í uppeldis- og menntunarfræði við H.í. Álitamál um kynlíf unglings - umfjöllun um bókina Dilemmas of Desire »„Ekki vera tepra en ekki vera dræsa heldur". Þetta eru skilaboðin sem unglingsstúlkur fá frá kynlífsvæddu samfé- laginu. í kvikmyndum, tímaritum og tónlistarmyndböndum eru stúlkur hlutgerðar sem tæki til að uppfylla langanir ann- arra en ekki sem manneskjur með eigin viðurkenndar kyn- ferðislegar tilfinningar og þrár. 4- Um höfundinn og bókina Deborah L. Tolman er fræðimaður við miðstöð kvenna- rannsókna við Wellesley háskóla í Bandaríkjunum. Hún er þroskasálfræðingur og hefur sérhæft sig í kynferðismál- efnum unglinga, og þá sérstaklega stúlkna. Undanfarin ár hefur hún unnið að fyrstu rannsókn sinnar tegundar á við- horfum stúlkna til kynhegðunar og hvernig þær líta á sig sem kynverur. í bók sinni Dilemmas ofDesire - Teenage Girls Talk about Sexuaiity, (Cambridge: Harvard University Press) greinir Tolman frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem byggist á persónulegum viðtölum við 31 stúlku á aldrinum 15-18 ára. Þær voru af mismunandi kynþáttum og höfðu mis- munandi reynslu af kynlífstengdum upplifunum. Hún hafði meðal annars áhuga á að vita hvort munur væri á viðhorfum stúlkna sem bjuggu í úthverfum eða borgar- kjarna og valdi stúlkur í rannsóknina samkvæmt því. HJÁ EINHVERJUM GEKK ÞAÐ SVO LANGT AÐ ÞÆR HÖFÐU SAMFARIR ÁN ÞESS AÐ VILJA ÞAÐ OG VISSU VARLA HVORT ÞEIM HEFÐI VERIÐ NAUÐGAÐ. MARGAR ÞEIRRA HÖFÐU HELDUR EKKI ÁTTAÐ SIG Á HVERSU FÁRÁNLEGT ÞAÐ VÆRI AÐ GERA SÉR UPP FULLNÆGINGU AÐEINS TIL AÐÞÓKNAST ÖÐRUM Bókin er skrifuð á aðgengilegan hátt. Mikið vitnað í frá- sagnir stúlknanna og þar af leiðandi hægt að lifa sig inn í reynsluheim þeirra. Höfundur vitnar einnig oft í fræði máli sínu til stuðnings, til dæmis margar þekktar fræðikonur á sviðum kvennafræða svo sem Carol Gilligan og bell hooks. Vertu sexý og ögrandi en ekki sofa hjá Rauður þráður í gegnum bókina er gagnrýni á hið ómeð- vitaða viðhorf samfélagsins til drengja og stúlkna sem kynvera. Þar er litið á kynhvöt stráka sem sjálfsagðan og eðlilegan þátt í þroska þeirra meðan stúlkur fá þau skila- boð að kynhvöt þeirra sé óæskileg og eigi ekki rétt á sér. Feður hvetja syni sína til að vera kynferðislega virka með- an þeir líta dætur sínar verndaraugum og telja kynlíf þeirra óæskilegt. Stúlkur eiga að vera kynþokkafullar og ögrandi og fylgja þannig staðalímyndum nútímans en mega samt ekki líta á sig sem kynverur. Eftir viðtölin fann Tolman visst munstur meðal stúlkn- anna og skiptust þær að mestu leyti í þrjá flokka. Stúlkurn- ar sem falla í fyrsta flokkinn voru annað hvort alveg lokað- ar fyrir kynferðislegum löngunum sínum eða ringlaðar og óvissar um þær. Þær höfðu ekki hugsað mikið um kynlífs- mál og þrátt fyrir að hafa öðlast kynlífsreynslu litu þær frekar á sig sem áhorfanda en þátttakanda í kynlífsathöfn- um. Viðhorf þeirra virðast vera mótuð af íhaldssömum hefðum samfélagsins. ( öðrum flokki fannst stúlkunum þessar tilfinningar hættulegar og óæskilegar en voru samt sem áður forvitn- ar um kynferðislegar langanir sínar og viðurkenndu þær. í tilraun til að afneita tilfinningum sínum reyndu stúlkurnar að gleyma þeim, létu aðrar langanir ná yfirhöndinni og forðuðust aðstæður sem gætu leitt til kynferðislegrar hegðunar af þeirra hálfu. Síðasti flokkurinn samanstóð af stúlkum sem höfðu kynferðislegar langanir og óttuðust yfirleitt ekki að fara eftir þeim jafnvel þó þær væru að ögra með því gömlum gildum. Þeim fannst þær hafa rétt á sínum þrám, voru virk- ir þátttakendur í kynlífi og óhræddar við að koma fram með kröfur og skoðanir því tengdu, ásamt því að gera sér grein fyrir viðhorfum samfélagsins til kynferðishegðunar 42 / 1. tbl./2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.