Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 14

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 14
Elísabet Þorgeirsdóttir » Varla dregur nokkur það lengur í efa að vændi sé stundað á íslandi. Um það hafa verið skrifaðar skýrslur á vegum opinberra aðila og nefndir settar í málið. Lít- ið bólar þó á aðgerðum til að stemma stigu við vandamálinu og virðist þar skorta talsvert á raunverulegan vilja. Við búum í litlu landi og ef vilji væri fyrir hendi af hálfu hins opinbera að gera átak í því að vinna gegn vændi væri örugglega hægt að ná verulegum árangri. Þar þyrfti að byrja á að breyta lögum en flestir eru sammála um að núgildandi lög séu orðin úrelt. ísland er nú eitt Norðurlandanna með það ákvæði í almennum hegningarlögum að vændiskonan sé sek og þykir flestum nauð- synlegt að því verði breytt. Hins vegar eru skiptari skoðanir um hvort gera eigi vændiskaupandann sekan eins og gert hefur verið í Svíþjóð og fleiri lönd íhuga að leiða í lög hjá sér. * Ljóst er að hér á landi hefur ekki verið mörkuð skýr stefna um það hvernig á að taka á vændi þó skrifaðar hafi verið skýrslur þar um. Lögregla hefur t.d. ekki fengið nægilegt fé til að sinna eftirlits- skyldu sinni en samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að hafa milligöngu um vændi annarra og stuðla að inn- flutningi fólks til vændisstarfa. Af samtölum við þau sem best þekkja til kemur fram að sú vændisstarf- semi sem mest hefur færst í vöxt und- anfarin misseri er stunduð af erlendum vændiskonum sem koma til landsins fyrir milligöngu íslenskra manna sem taka að sér að útvega þeim viðskiptavini gegn prósentum. Algengt er að þeir noti netið til að koma á viðskiptum, auglýsi t.d. á stefnumótavefsíðum, og einnig er nafnspjöldum dreift á skemmtistöðum þar sem gefin eru upp gsm númer. Þessir milligöngumenn virðast ekki óttast að vera staðnir að verki við iðju sína en samkvæmt 227. gr. hegningarlaganna getur það varðað allt að átta ára fangelsi að útvega, hýsa eða flytja inn fólk til vændisstarfa. í tímaritinu Mannlífi (4/2003) er rætt við mann sem segist vera einn af 10-15 mönnum í Reykjavík sem hafi þennan starfa og lætur vel af viðskiptunum enda hafði stúlka á hans vegum afgreitt sex kúnna daginn sem hann hitti blaða- mann á föstudagskvöldi. Hann segir: „Þessir menn starfa fyrir almenning en síðan eru aðrir sem stunda það ein- göngu að flytja inn stúlkur fyrir „lokaða" hringinn. Þeir sem starfa í þessum hring útvega stelpur fyrir háttsetta menn og jafnvel fyrirtæki. Stundum er það þannig að þeir útvega stelpur fyrir ráð- stefnur eða fundi hjá íslenskum fyrir- tækjum." Dólgurinn segist m.a. láta dreifa nafnspjöldum fyrir sig á skemmti- stöðum en segir jafnframt: „Ég hef ekki gerst svo kræfur að fara með nafnspjöld á hótelin en það eru aðilar sem gera það." Mansalogvændi íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í sam- starfi Norðurlandanna og Eystrasalts- landanna um vinnu gegn mansali, sem er viðurkennt alþjóðlegt vandamál og fer fremur vaxandi en hitt, en ekki verð- ur vart mikilla aðgerða til að stemma stigu við mansali hér á landi. Innflutn- ingur á nektardönsurum fer enn fram með leyfi Vinnumálastofnunar en Island er eina landið í Evrópu sem gefur nekt- ardönsurum atvinnuleyfi. Vitað er að auðvelt er að kaupa vændi í tengslum við nektardansstaðina og má m.a. lesa um það í skýrslu sem Jafnréttisnefnd Reykjavíkur lét gera sl. sumar og var unnin af Drífu Snædal. Hún vísar til heimildamanna sem sóttu nektardans- staði á höfuðborgarsvæðinu í ágúst 2003 og áttu auðvelt með að semja við stúlkurnar um vændi. Þar segir: „... allar sem rætt var við voru tilbúnar til að hitta viðkomandi eftir klukkan 5-6 um morguninn með vændissölu í huga. Viðkomandi þurfti aðeins að gefa þeim upp símanúmerið sitt og þær myndu hafa samband. I sumum tilvikum bentu dansmeyjarnar heimildamönnum á að hafa samband við barinn um öll við- skipti inni á staðnum.... í öðrum tilvikum voru dansmeyjarnar tilbúnar til að hitta viðkomandi eftir lokun án þess að slíkt færi í gegnum barinn. Það myndi kosta 50-70.000 krónur fyrir nokkrar klukku- stundir og kaupandi vændisins þurfti sjálfur að útvega húsnæðið." Á opnum fundi Femínistafélags (s- lands í janúar sl. sagði talsmaður nætur- klúbbsins Bóhem, Gústaf Níelsson, og gætti nokkurs sigurhróss í röddinni, að fundarfólk mætti vita það að eftir stækkun Evrópusambandsins í maí 2005, þegar ellefu ný lönd ganga í bandalagið, myndi næturklúbbastarf- semi á íslandi eflast mjög. Þar átti Gúst- af við að vegna ákvæða um frjálsan flutning fólks innan EES svæðisins muni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.