Vera - 01.02.2004, Page 13

Vera - 01.02.2004, Page 13
Mér finnst það sárt. Ef það væri nú svo að mér hefði veru- lega orðið á í messunni þá gæti ég sagt sem svo að líklega væri þetta ekkert starf fyrir mig. Ég er ekki löglærð og jafnréttislögin eru vandmeðfarin. En nú er búið að stað- festa að það var kærunefndinni og þeim sem með henni unnu sem skjátlaðist. Þeirra túlkun á jafnréttislögunum var í ósamræmi við túlkun Hæstaréttar en mín var samhljóða. Þegar ég lít yfir þessi þrjú ár á Jafnréttisstofu þá er ég ánægð með það starf sem við unnum. Þetta var samhent- ur og góður hópur, okkur fannst gaman í vinnunni og við unnum af hugsjón. Veganestið sem við fengum var ekki beisið. Umræðan í kringum lokun Skrifstofu jafnréttismála og staðsetningu stofunnar á Akureyri hafði verið neikvæð og hávær. Samstarfsaðilar okkar á höfuðborgarsvæðinu tóku okkur ekki allir opnum örmum, það var mikil tor- tryggni í upphafi. Á því voru auðvitað ánægjulegar undan- tekningar og mjög fljótlega höfðum við unnið traust flestra. En jafnréttismálin þurfa á því að halda að öll þau sem að þeim starfa standi saman og svo tekur tíma að byggja upp nýja stofnun. Heldur þú að Jafnréttisstofa hafi beðið hnekki vegna þessa máls? Ef svo er hvernig finnst þér hægt að bæta það? Við vorum í raun bara rétt að ná byr í seglin og afar mikil- vægt starf framundan með formennsku okkar í norræna samstarfinu þegar kapteininum var kippt úr brúnni (eða drottningunni úr búinu). Og það var vont, fyrir mig, fyrir annað starfsfólk stofunnar og fyrir málefnið. I kjölfarið ákvað Katrín Björg Ríkarðsdóttir að flytja sig um set. Þessi litli og samrýmdi starfshópur missti því tvær lykilkonur á örstuttum tíma. Það kemur alltaf maður eða kona í annars stað... en Jafnréttisstofa hefur orðið fyrir áfalli sem tekur tíma að vinna sig út úr. Þú spyrð hvernig sé hægt að bæta það. Ég hef alltaf tröllatrú á að ræða mál af einlægni og í botn. Ég fór ítrekað fram á það við ráðuneytið frá þvf að kærunefndin birti álit sitt í júlí 2002 að við settumst niður, öll sem að málinu komum, og ræddum hvers vegna þessi staða væri komin upp og hvað væri hægt að gera til að vinna sem best úr henni. Það var ekki vilji fyrir því. Ef ég hefði eitthvað um málið að segja núna þá mundi ég fara fram á fund, heilan dag, þar sem málin yrðu rædd frá öllum sjónarhornum og hreinsað út. í framhaldi af því má svo leggja upp stefnu- mörkun fyrir framtíðina þar sem ráðherra, ráðuneyti og stofan geta verið samstíga og vita hvar þau hafa hvert annað. Kærumál eru ekki nema lítið brot af því sem Jafnréttis- stofa sinnir. Hún gegnir mikilvægu hlutverki sem fræðslu-, ráðgjafar- og upplýsingastofnun, sem miðstöð jafnréttis- mála á fslandi og gagnvart umheiminum. Það væri því afar óréttlátt ef eitt snúið kærumál næði að skaða hana til frambúðar. Hvað með þig? Hvað ætlar þú nú að fara að gera? Hvað verður um alla þá miklu þekkingu sem þú hefur aflað þér í jafnréttismálum þau þrjú ár sem þú stýrðir Jafnréttisstofu? Ég hef starfað að jafnréttismálum í 20 ár. Vissulega afl- aði ég mér viðbótarþekkingar þessi þrjú ár... en hún var ekki síður á sviði stjórnsýslu og laga. Það sem kom mér mest á óvart af því sem ég lærði í þessu starfi var hversu oft er farið með mikilvæg og viðkvæm mál af lítilli vand- virkni og vanþekkingu í stjórnkerfinu. Ég er svolítill perfeksjónisti og verð seint alveg ánægð. Það getur verið veikleiki en ákveðin vandvirkni verður að vera í faglegu starfi og stjórnun. Hvað fer ég að gera? Ég hef mikla og góða yfirsýn yfir málaflokkinn í heild sinni, hérlendis og erlendis. Það er synd að geta ekki nýtt þá þekkingu í þágu opinþera jafn- réttisstarfsins en öll þekking og reynsla nýtist að einhverju leyti, hvað sem kona tekur sér fyrir hendur. Ég er í pólitík og ég er ekki hætt baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og réttlátara samfélagi þótt ég skipti um vettvang. Nóg eru verkefnin! Ég er ævintýra- og hugsjónamanneskja, bjart- sýn og stundum svolítið bláeyg. Ég er sannfærð um að þegar einar dyr lokast opnast aðrar hundrað. Mig langar að skrifa og kenna. Mig langar að ferðast og sé fyrir mér að geta sinnt ýmsum verkefnum út um heim. Og verið í sveit- inni minni að rækta mína innri og ytri garða. Ég hef kennt sjálfstyrkingu og draumavinnu í hjáverkum árum saman og það, ásamt því að grúska og skrifa, er líklega það skemmtilegasta sem ég geri. Þó finnst mér öll verkefni sem ég hef sinnt í gegnum tíðina hafa verið skemmtileg á sinn hátt. Ég stend á tímamótum. Við vitum aldrei ævina okkar fyrr en öll er en þessi atburðarás undanfarið hefur ýtt dug- lega við mér og ég hef lofað sjálfri mér því að snúa mér að verkefnum og lífsstíl sem gefur mér og mínum nánustu næringu og gleði. Ég á svo marga góða vini sem ég hef vanrækt allt of mikið í kaþphlaupinu. Ég hef verið eins og Pési kanína: „Of seint, of seint, mér liggur slík ósköp á, aldrei ég tefja má.. of seint..." Hvað er eiginlega að okkur? Ég vil miklu frekar vera Lísa í Undralandi. Ég varð fimmtug í janúar, hef notið þess að vera móðir í tvo áratugi en nú er dóttir mín fullorðin og flytur að heiman í leit að sínum æv- intýrum. Ég fór í framhaldsnám fyrir nokkrum árum í femínískri trúarheimspeki. Skoðaði sérstaklega fornsög- urnar okkar og kvæðin í leit að minnum um hina týndu menningu Vananna þar sem jafnvægi kynja, tengsl við náttúruna, ást og friður voru grunnþættir. Ég gæti vel hugsað mér að grúska meira í því. Ég er enn dálítill hippi í mér og trúi á draumana mina um betri heim þótt stundum verði vonin veik í öllu brjálæðinu. X

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.