Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 24
W.O.M.E.N. in lceland rætt við Anh-Dao Tran formann Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Islandi »Nýlega voru stofnuð samtök kvenna af erlendum uppruna og veitir Anh-Dao Tran þeim forstöðu. Anh-Dao er kennsluráðgjafi sem sinnir víetnömskum nemendum í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Hún er fædd í Nha-Trang í Víetnam og flutti hingað til lands árið 1984 með manni sínum sem hún kynntist þegar hún stundaði BA- nám við Dartmouth háskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum en hún hefur einnig MA- gráðu frá Columbia há- skólanum í New York. Hún er í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands og Alþjóðahússins. * „Uppruna félagsins má rekja til þess að árið 2002 bauð Norðurlandaráð þremur konum af erlendum uppruna að fara fyrir hönd (slands á vinnufund í Ósló og var ég ein þeirra," segir Anh-Dao. „Þar unnum við að tillögu til Norð- urlandaráðs um bætta aðstöðu kvenna af erlendum upp- runa. Ári síðar var ég aftur boðuð á ráðstefnu, að þessu sinni undir yfirskriftinni „Fjölmenning og jafnrétti kynj- anna á Norðurlöndum," sem haldin var í Malmö í Svfþjóð [sjá: Vera 3.tbl.2003] og fóru þá alls 12 konur og einn karl af erlendum uppruna, auk sex innlendra kvenna, og upp- úr þeirri ráðstefnu var ákveðið að stofna félagið hér. í stjórn félagsins eru fimm konur frá jafnmörgum löndum: Analou Perez frá Filippseyjum, Amal Tamimi frá Palestínu, Tatjana Latinovic frá Júgóslavíu og Dragana Zastanikovic frá Póllandi, auk mín." „Félaginu er ætlað að vera vettvangur allra fullorðinna kvenna af erlendum uppruna. Móðurmál þeirra munu skipta tugum. Ljóst er að allt efni sem félagið sendir frá sér þarf því að þýða yfir á ógrynni tungumála en sex tungu- mál nægja til að byrja með: pólska, serbneska, víetnamska, rússneska, thailenska og Tagalog (opinbert mál á Filipps- eyjum). Þær konur sem nú þegar eru gengnar í félagið, 70- 80 talsins frá tuttugu löndum, fá það hlutverk að hafa samband við sem flestar konur til að láta þær vita af félaginu, en vandinn verður að hafa uppi á konum sem e.t.v. þekkja enga og koma frá málsvæðum þar sem ekki eru töluð nein af fyrrgreindum tungumálum. Þá er bæði erfitt að nálgast þær og hafa samskipti við þær. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Auk tengslamyndunar meðal kvennanna sjálfra er mik- ilvægt fyrir hið nýstofnaða félag að vera í náinni samvinnu við önnur samtök og stofnanir, bæði til þess að koma þeim mannauði sem býr í félagsmönnum á framfæri og til að fá stuðning til þess að dafna í samfélaginu. Menntun, atvinna og ofbeldi gegn konum Tilgangur félagsins er að vera hagsmunahópur og mál- svari. Markmið félagsins eru mörg en þau málefni sem sett hafa verið í forgang eru menntun, atvinna og ofbeldi gegn konum. f stuttu máli má segja að félagið vilji tryggja að konur af erlendum uppruna öðlist jafnrétti á við aðrar ís- lenskar konur (og karlal). ( því felst m.a. jafnrétti til náms, upplýsinga og launa. Einnig er mikilvægt að sú menntun sem konurnar hafa aflað sér sé viðurkennd og þær geti fengið störf við hæfi. (slenskukennsla fari ekki fram eftir langan vinnudag og á eigin kostnað, heldur sé réttur kvennanna til einkalífs virtur og komið til móts við lág- launafólk sem á erfitt með að standa straum af námi og barnagæslu eftir að vinnutíma lýkur." Fleimasíða félagsins hefur yfirskriftina W.O.M.E.N. (sem er skammstöfun fyrir Women Of Multicultural Ethnicity Network) og verður miðstöð upplýsinga um málefni kvenna af erlendum uppruna. Margar þeirra búa á lands- byggðinni og því má nærri geta að heimasíðan verður helsti tengiliðurinn við félagið. Einnig hittast konurnar í húsnæði Kvenréttindafélags (slands á Hallveigarstöðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Þá er nýstofnaður hópur á Akureyri sem mun halda fundi. 24/ 1. tbl. /2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.