Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 34

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 34
AÐ GETA FARIÐ í NÁM, SAMA Á HVAÐA ALDRI MAÐUR ER, HVAR SEM MAÐUR BÝR, HVERJAR SEM AÐSTÆÐURNAR ERU. NÚ HÖFUM VIÐ TÆKNINA TIL ÞESS AÐ KOMAST YFIR ALLAR ÞESSAR HINDRANIR Ágústsdóttir og það kveikti hjá mér áhugann á frekara námi sem ég hafði raunar alltaf haft á stefnuskránni síðan ég kláraði þann skóla fyrir þrjátíu árum. I>að var þó meira fyrir tilvilj- un að ég ákvað að taka þrjátíu ein- ingar í stjórnunarnámi sem miðar að stjórnun mennta- og menning- arstofnana. Ég tók líka inngang að kynjafræðum í Háskóla íslands núna á haustönninni og þótti afar skemmtilegt. Að hluta til var þetta skemmtileg upprifjun og svo fannst mér það sem bæst hefur við á síð- ustu árum, hinseginfræðin og karla- fræðin, mjög spennandi. Það er nú vandinn með þetta líf að það er svo margt hægt að gera og lífið sífelld uppgötvun. En maður hefur bara þennan stutta tíma og verður auð- vitað að vanda valið, reyna að nýta tímann sem best. Ég er komin yfir fimmtugt og þá skiptir máli að nýta tímann vel og gera það sem gerir líf- ið sem ríkast og hjálpar manni að fá sem mest út úr framtíðinni.“ Og ætlarðu að verða skólastjóri? Þú vilt fá að ráða, er það ekki? „Ég er opin fýrir öllu en nú er ég að vinna við meistaraverkefnið mitt sem fjallar um hlutverk litlu fram- haldsskólanna úti á landi. Þeir eru stórlega vanmetnir því þeir eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í því sem kallað hefur verið byggða- stefna. Landsbyggðarfólk, eins og annað fólk, verður með aukinni menntun hæfara til þess að takast á við þær umfangsmiklu breytingar sem eru að eiga sér stað í atvinnulíf- inu. I tengslum við þetta tók ég kúrsa um nám á netinu, vegna þess að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þeim möguleikum sem ný tækni gefur okkur til þess að sigrast á tíma og rúmi. Að geta farið í nám, sama á hvaða aldri maður er, hvar sem maður býr, hverjar sem aðstæðurn- ar eru. Nú höfum við tæknina til þess að komast yfir allar þessar hindranir. Menntun er lífsgæði. Og þess háttar lífsgæði að mér finnst algert forgangsmál að stjórnvöld hjálpi öllum til þess að nálgast menntun. Mér finnst það ekki hafa verið gert hingað til og mér hefur gramist það. Hér er hleypt á meiri háttar at- vinnubyltingu og fólkið bara skilið eftir til þess að takast á við breyttar aðstæður. Svo verður samfélagið sí- fellt minna aðlaðandi og húsin hrynja í verði en þau sem geta flytja í burtu. Þetta er óþolandi og menntunin er eina svarið við þessu,“ segir Svanfríður, sem er greinilega komin í pólitíska haminn og viðurkennir það fúslega. „Já, það er alltaf sama stjórnsem- in sem blundar í mínu brjósti. Mig langar til þess að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég vil gjarnan að það sem ég er að gera hverju sinni stuðli að því að einhverjir hlutir færist til betri vegar.“ Um fegursta stað á landinu og nautnina í augnablikinu Málefni landsbyggðarinnar eru Svanfríði hugleikin enda heldur hún heimili á tveimur stöðum, bæði í Reykjavík og á Dalvík. En verður hún ekkert tætt af þeim þvælingi á rnilli landshluta? „Ég var það fyrst en síðan komst ég að því að allt er þetta spurning um hugarfar. Það var þegar ég heyrði Auði Eir segja, þegar hún var prest- ur í Þykkvabæ og hélt heimili bæði þar og í Kópavogi, að henni fyndist svo yndislegt að búa á tveimur stöð- < um vegna þess að þá væri hún alltaf að koma heim, á hvorn staðinn sem hún færi! Þetta er svo jákvætt við- horf að það rann upp fyrir mér ljós og núna finnst mér það að búa á tveimur stöðum vera alger forrétt- indi. Alltaf á leiðinni heim.“ Eru ekki ýmis praktísk vandamál sem fylgja því að skilja íbúð eftir mannlausa í fleiri vikur oft á ári? „Það er erfitt að eiga blóm og ekki hægt að eiga gæludýr en auð- vitað komast praktísku hlutirnir all- ir upp í vana. Ég var fljót að læra hverju þarf að henda, hvernig á að kynda og hvernig á að skilja við. Þetta er ákveðið vinnulag og ég hef ákveðið að þetta sé ekkert mál. Um leið og ég kem heim æði ég í það eins og vél að ganga frá öllu á sinn stað en svo er það búið og þá er eins og maður hafi aldrei farið í burtu.“ Það þarf ekki að tala lengi við Svanfríði til þess að komast að því að henni er ákaflega hlýtt til heima- byggðar sinnar á Dalvík og hún er mjög stolt af Svarfaðardalnum sem hún segir að sé fallegasti staður á landinu. „Auðvitað er fegurð afstæð en í þessu efni get ég vísað til Jónasar frá Hriflu sem sagði í sinni landafræði- bók að Svarfaðardalur væri talinn fegursti dalur á íslandi. Og það eru býsna margir sem standa í þeirri meiningu - ýmis rök sem hníga í þá átt!“ segir Svanfríður og hlær. „En bæði Dalvík og Svarfaðar- dalurinn eru frábærir staðir að búa á. Ekki aðeins á ég þar mína fjöl- skyldu og marga rnína bestu vini heldur er þar líka svo blómlegt menningarlíf, mikið tónlistarlíf og fólk kann svo sannarlega að skemmta sér. Ég tek t.d. þátt í að skipuleggja menningarhátíð sem haldin er árlega; svarfdælskur mars, sem er tvírætt heiti því bæði er há- tíðin haldin í mars og svo dönsum við mars eða tökum marsinn eins og sagt er. Þá er líka haldið heims- meistaramót í brús en þetta hvort tveggja, að taka marsinn og spila brús, hefur lifað lengur í Svarfaðar- 34 / 1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.