Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Arnar Gíslason ræðir við femínistana í Ottar í Noregi Horekunde? Dírfe* b»Un [f trtiS«;cn tmtt tt cm micfi Hn« ml u auvv fc* »sM« r»« kmeM*. o pl unbp mwpsilábff I ileflli|fu S*i4lic*frUn kki kf*cfh*ilfl rr k'mfru ftfmáfkl niyitlil* Keftkc |4bhk*n ml rtJlf ( bflkyiu bg<fkm(fH Krlnilnaltwr bgrrkunilciif! Horekunde? VIÐ VILDUM VEKJA ATHYGLI Á ÞVÍAÐ EINN AF HVERJUM ÁTTA KÖRLUM KJÓSA AÐ KAUPAKONUR OG BEITA ÞÆR ÞANNIG OF- BELDI. ÞEIR ERUí ENGU FRÁBRUGÐNIR ÖÐRUM KÖRL- UM, UTAN ÞESS AÐ ÞEIR VELJA AÐ GERAST VÆNDISKAUP- ENDUR. ÞETTA GÆTI VERIÐ PABBI ÞINN, EIGINMAÐUR, SAMSTARFSFÉ- LAGI EÐA FOR- SÆTISRÁÐ- HERRANN »Um þessar mundir er til umræðu í Noregi að breyta vændislöggjöfinni þannig að kaup á vændi verði refsiverð. Femínistarnir í félaginu Ottar ákváðu að vekja athygli almennings á málinu og bjuggu til plaköt með myndum af nokkrum af helstu framá(karl)mönnum í norskum stjórnmálum. Á hverju plakati var mynd af einum stjórnmálamanni með svartri rönd fyrir augunum og á þeim stóð: „Vændiskaupandi? Líklegast ekki. En rúm 13% norskra karla eru, eða hafa verið, vændiskaupendur. Og hver sem er gæti verið viðskiptavinur." Þetta var þeirra innlegg í umræðuna um breytingar á lögum um vændi í Noregi, sem enn eru í skoðun, og voru viðbrögðin afar misjöfn. 4» Ottar var stofnað árið 1991 og er félagið nefnt í höfuðið á Elise Ottesen Jensen sem kallaði sig Ottar og barðist m.a. fyrir réttindum kvenna til fóstureyðinga á fyrri hluta síð- ustu aldar. Ottar á sér því hálfgerða samsvörun í hinum ís- lensku Bríetum. Ane Sto, sem er í Ottar í Ósló, hefur verið í félaginu í eilefu ár. Ane minnist þess að hafa rætt jafnréttismál við vinkon- ur sínar þegar hún var 14 ára. Með árunum fjaraði áhugi vinkvennanna út en áhugi hennar óx og nokkrum árum seinna gekk hún í Ottar. „Mikilvægasta baráttumál femínista í mínum huga er kynbundið ofbeldi, hvort sem um ræðir nauðganir, heimilisofbeldi, klám, vændi eða annað. Þarna er mesta hættan gagnvart lífi og heilsu kvenna, sem og mannlegri reisn almennt. Við höfum náð langt að mörgu leyti en á hverjum degi, í auglýsingum, í kvikmyndum, í klámblöðunum á bensínstöðvunum, í augnaráði starfsfélaga okkar þegar þeir tala um að fá sér að ríða, erum við minntar á að konur séu annars flokks. Þess vegna fórum við í þessa herferð." Herferðin Fyrir sex árum fóru femínistarnir í Ottar í sviþaða herferð þegar þær Ijósmynduðu viðskiptavini fyrir utan vændis- hús og bjuggu til plaköt með myndunum þar sem þess var krafist að ábyrgðin væri færð yfir á þá. Þegar þær töldu tímabært að reyna að koma umræðunni af stað á ný kom þeim í hug að nota stjórnmálamennina. „Við ásökuðum þá ekki um að hafa keypt vændi, við veltum bara upp spurningunni. Við vildum vekja athygli á þvi að einn af hverjum átta körlum kjósa að kaupa konur og beita þær þannig ofbeldi. Þeir eru f engu frábrugðnir öðrum körlum, utan þess að þeir velja að gerast vændis- kaupendur. Þetta gæti verið pabbi þinn, eiginmaður, sam- starfsfélagi eða forsætisráðherrann. Þar að auki vildum við benda á að vændi er ekki bara kvennamál. Aðeins lítið hlutfall kvenna stundar vændi og fyrir flestar þeirra er þetta ekki spurning um val heldur nauðsyn. Viðskiptavinirnir hafa valið og staðreyndin er að á milli 10-80% karla, eftir því til hvaða lands er litið, kjósa að kaupa konur. Valdið er í höndum karlkyns stjórnmála- manna og þeir bera ábyrgð fyrir hönd kynbræðra sinna að binda endi á þetta ástand. Svo lengi sem þeir neita að tala um viðskiptavinina og láta sem það séu aðeins vændis- konur og melludólgar í bransanum, þá eru þeir að halda hlífiskildi yfir kaupendunum. Og hver veit hversu margir þeirra sem við birtum myndir af hafa sjálfir keypt vændi?" Viðbrögð fólksins Viðbrögðin voru afar misjöfn: „Við fórum út í þessa herferð til að fá viðbrögð og skapa umræðu, og auðvitað brást töluvert af fólki ókvæða við. Stjórnmálamennirnir voru reiðir og særðir, fjölmiðlamir hötuðu okkur og viðbrögðin frá öðrum femínistum og fólkinu í landinu voru æði mis- jc .,. Annar hópur femínista, Kvinnefronten, gagnrýndu okkur og sögðu að við værum bara að reyna að komast í fjölmiðlana og að málefnið skipti okkur minna máli. En við fengum líka góð viðbrögð og fengum nokkra nýja með- limi sem kunnu vel við þessar áherslur okkar. Þá viku sem herferðin stóð yfir fengum við töluvert af bæði fjandsam- legum og uppörvandi bréfum svo segja má að viðbrögðin hafi verið á alla vegu. Ég tel þetta hafa gengið upp hjá okkur og að boðskap- urinn hafi komist til skila. Fólk fór að fylgjast meira með umræðunni og hún varð jafnframt heitari. En eins og við var að búast þá erum við á ný orðnar illvígustu og ófríð- ustu konurnar í Noregi! Sem stendur er ekki ólöglegt að stunda vændi eða kaupa vændi. Það er ólöglegt að hafa milligöngu um vændi og að leigja út aðstöðu fyrir vændi, auk þess sem ólöglegt er að kaupa vændi af börnum yngri en 18 ára. Núna er umræðan um að gera kaup á vændi refsiverð í fullum gangi og norskar kannanir benda til að rétt rúmur helmingur kvenna sé fylgjandi slíkum breytingum en að- eins um þriðjungur karla. Ríkisstjórnin mun leggja sínartil- lögur fram í haust og talið er að þar verði ekki mælt með breytingum. En við munum halda baráttunni áfram!" Eins og fleiri femínistar telur Ane ekki vera eðlismun á fyrirbærum eins og klámi, nektardansi og vændi, heldur sé frekar um stigsmun að ræða: „Munurinn er ekki eins mikill og oft er talað um og þessi fyrirbæri tengjast öll innbyrðis. Ofbeldi gegn konum verður ekki til í tómarúmi, ímynd konunnar sem kynlífsleikfangs er sköpuð og henni við- haldið í klámi, fjölmiðlum og víðar. Þetta snýst allt um kon- una sem markaðsvöru, klám er einfaldlega auglýsingin fyr- 22/ 1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.