Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Kventett / SKYNDIMYND fyrsti íslenski málmblásarakvintett kvenna ! »Kventett er fyrsti íslenski kvenmálmblásarakvintettinn sem starfað hefur hér á landi. Ekki er hefð fyrir því að konur spili á brasshljóðfæri og því vekur kvin- tettinn athygli hvar sem hann fer. Hópurinn hefur víða komið fram og haldið sjálfstæða tónleika og spilar þá gjarnan tónlist með léttu yfirbragði og jassívafi. Kventett var settur saman í til- efni af ráðstefnu Sambands ís- lenskra lúðrasveita árið 1997 og kallaði sig þá Spice - brass. Hann hefur síðan komið fram víða, á tónleikum, í útvarpi og í sjón- varpi. Vinsælt hefur verið að fá hópinn þar sem konur koma saman og spilaði hann t.d. á 10 ára afmælishátið Kvennalistans, í kvennamessu í Laugardalnum og nú síðastá Evrópuþingi Delta, Kappa, Gamma. Af tónleikum má nefna tónleika á vegum Háskól- ans 2001 og á Listahátíð 2002. Næstu tónleikar hópsins verða í Duus húsi í Reykjanesbæ 14. mars og á Tíbrá í Salnum í Kópa- vogi 20. mars. Karen Sturlaugsson, trompetleikari Með BA próf í stærðfræði og sem trompet - einleikari frá Atlantic Union College í Massachusetts 1978. Hefur kennt og stjórnað lúðrasveitum í Bandaríkjunum og á Islandi og verið meðlimur f Lúðrasveitinni Svani og Stórsveit ríkisútvarpsins. Kennari við Tón- listarskóla Reykjanesbæjar síðan 1988 og er nú einnig aðstoðar- skólastjóri og stjórnar Lúðrasveit TR og Léttsveit TR. Karen hlaut nýlega menningarverðlaun Reykja- nesbæjar, Súluverðlaun. Ásdís Þórðardóttir, trompetleikari Stúdent frá MH 1984. Hóf nám í trompetleik í Tónskóla Sigur- sveins 1981og lauk 8. stigi 1994. Aðalkennari hennar var Ásgeir Steingrímsson. Ásdís hefur kennt hjá Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts síðan 1999 og starfar einnig á Blindrabókasafni fs- lands. Hefur spilað í Lúðrasveit verkalýðsins frá 1983 og var for- maður Sambands íslenska lúðra- sveita 1994-1997. Vilborg Jónsdóttir, básúnuleikari Stúdent frá MH 1984. Blásara- kennarapróf frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1988. Kennara- próf frá KHI 1991. Hefur kennt við Tónmenntaskóla Reykjavikur frá 1991 og verið umsjónar- kennari í Kársnesskóla. Síðan 2001 hefur hún stjórnað sameig- inlegri blásarasveit Tónmennta- skólans og Tónskóla Sigursveins. Hefur spilað í Lúðrasveitinni Svani í 25 ár og verið formaður í sex ár. Formaður Sambands ís- lenskra lúðrasveita frá 1997. Þórhildur Guðmundsdóttir, túbuleikari Stúdent frá MA 1994. Starfar sem grunnskólakennari. Lærði á túbu hjá Roar Kvam og lauk 8. stigi frá Tónmenntaskólanum á Akureyri 1994. Lék með blásarasveit skól- ans og síðar Blásarasveit æsk- unnar og tók þátt í nokkrum mótum erlendis. Hefur starfað í áhugamennsku síðan, verið í Lúðrasveit verkalýðsins frá 1994 og var formaður sveitarinnar vet- urinn 1998-99. Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari Lærði á horn ÍTónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Ib Lanzky-Otto ( Stokkhólmi 1980-1984. Sótti námskeið í hornleik í fimm lönd- um. Lék sem fjórði hornleikari með Vesterás Symfoniorkester 1982-1983 og var lausráðin með ýmsum hljómsveitum í Stokk- hólmi og víðar. Hefur verið fast- ráðin hornleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands frá 1985. Hef- ur leikið í hljómsveit íslensku óp- erunnar, í leikhúsum og með ýmsum kammerhópum. Lilja hefur stjórnað Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts síðan 1997. 8/1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.