Vera - 01.02.2004, Side 8

Vera - 01.02.2004, Side 8
Kventett / SKYNDIMYND fyrsti íslenski málmblásarakvintett kvenna ! »Kventett er fyrsti íslenski kvenmálmblásarakvintettinn sem starfað hefur hér á landi. Ekki er hefð fyrir því að konur spili á brasshljóðfæri og því vekur kvin- tettinn athygli hvar sem hann fer. Hópurinn hefur víða komið fram og haldið sjálfstæða tónleika og spilar þá gjarnan tónlist með léttu yfirbragði og jassívafi. Kventett var settur saman í til- efni af ráðstefnu Sambands ís- lenskra lúðrasveita árið 1997 og kallaði sig þá Spice - brass. Hann hefur síðan komið fram víða, á tónleikum, í útvarpi og í sjón- varpi. Vinsælt hefur verið að fá hópinn þar sem konur koma saman og spilaði hann t.d. á 10 ára afmælishátið Kvennalistans, í kvennamessu í Laugardalnum og nú síðastá Evrópuþingi Delta, Kappa, Gamma. Af tónleikum má nefna tónleika á vegum Háskól- ans 2001 og á Listahátíð 2002. Næstu tónleikar hópsins verða í Duus húsi í Reykjanesbæ 14. mars og á Tíbrá í Salnum í Kópa- vogi 20. mars. Karen Sturlaugsson, trompetleikari Með BA próf í stærðfræði og sem trompet - einleikari frá Atlantic Union College í Massachusetts 1978. Hefur kennt og stjórnað lúðrasveitum í Bandaríkjunum og á Islandi og verið meðlimur f Lúðrasveitinni Svani og Stórsveit ríkisútvarpsins. Kennari við Tón- listarskóla Reykjanesbæjar síðan 1988 og er nú einnig aðstoðar- skólastjóri og stjórnar Lúðrasveit TR og Léttsveit TR. Karen hlaut nýlega menningarverðlaun Reykja- nesbæjar, Súluverðlaun. Ásdís Þórðardóttir, trompetleikari Stúdent frá MH 1984. Hóf nám í trompetleik í Tónskóla Sigur- sveins 1981og lauk 8. stigi 1994. Aðalkennari hennar var Ásgeir Steingrímsson. Ásdís hefur kennt hjá Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts síðan 1999 og starfar einnig á Blindrabókasafni fs- lands. Hefur spilað í Lúðrasveit verkalýðsins frá 1983 og var for- maður Sambands íslenska lúðra- sveita 1994-1997. Vilborg Jónsdóttir, básúnuleikari Stúdent frá MH 1984. Blásara- kennarapróf frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1988. Kennara- próf frá KHI 1991. Hefur kennt við Tónmenntaskóla Reykjavikur frá 1991 og verið umsjónar- kennari í Kársnesskóla. Síðan 2001 hefur hún stjórnað sameig- inlegri blásarasveit Tónmennta- skólans og Tónskóla Sigursveins. Hefur spilað í Lúðrasveitinni Svani í 25 ár og verið formaður í sex ár. Formaður Sambands ís- lenskra lúðrasveita frá 1997. Þórhildur Guðmundsdóttir, túbuleikari Stúdent frá MA 1994. Starfar sem grunnskólakennari. Lærði á túbu hjá Roar Kvam og lauk 8. stigi frá Tónmenntaskólanum á Akureyri 1994. Lék með blásarasveit skól- ans og síðar Blásarasveit æsk- unnar og tók þátt í nokkrum mótum erlendis. Hefur starfað í áhugamennsku síðan, verið í Lúðrasveit verkalýðsins frá 1994 og var formaður sveitarinnar vet- urinn 1998-99. Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari Lærði á horn ÍTónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Ib Lanzky-Otto ( Stokkhólmi 1980-1984. Sótti námskeið í hornleik í fimm lönd- um. Lék sem fjórði hornleikari með Vesterás Symfoniorkester 1982-1983 og var lausráðin með ýmsum hljómsveitum í Stokk- hólmi og víðar. Hefur verið fast- ráðin hornleikari hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands frá 1985. Hef- ur leikið í hljómsveit íslensku óp- erunnar, í leikhúsum og með ýmsum kammerhópum. Lilja hefur stjórnað Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts síðan 1997. 8/1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.