Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 52

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 52
Martha Árnadóttir / ALÞINGISVAKTIN Hvað hafast þær að nýju konurnar á Alþingi? »Þrjár nýjar konur tóku sæti á Alþingi eftir kosningarnar í fyrravor. Þær eru Anna Kristín Gunnarsdóttir fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, Katrín Júlíusdóttir fyrir Samfylkinguna i Suðvesturkjördæmi og Dagný Jóns- dóttir fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Alþingisvaktin fór á stúfana og leitaði frétta af þeim stöllum. Hvað hafa þær haft fram að færa á Alþingi? Hafa þær lagt fram einhverjar fyrirspurnir? Já, það kom á daginn að samtals hafa þær lagt fram nítján fyrirspurnir; Anna Kristín sex, Dagný eina og Katrín tólf. Fyrirspurnir í þinginu eru mikilvægt tæki þingmanna til að leita upplýsinga hjá framkvæmdavaldinu. Fyrirspurnir endurspegla vel hugðarefni þingmannsins sem leggur þær fram. Með þetta í huga flettum við þingskjölum og kíktum á fyrirspurnir þeirra Önnu Kristínar, Dagnýjar og Katrínar. Byrjum á Önnu Kristínu. Fyrsta fyrirspurn hennar var til landbúnaðarráðherra um útflutning á lambakjöti. Fyrir þau sem ekki vita þá líta fyrir- spurnir þingmanna til ráðherra svona út: Til landbúnaðarráðherra um útflutning lambakjöts. Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. 1. Flve miklu fé hefur verið varið úr ríkissjóði til markaðs- setningar á íslensku lambakjöti sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum, og hvernig hefur því fé verið ráðstafað? 2. Flvernig hefur verðþróun á íslensku lambakjöti erlendis verið sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum? 3. Flvert hefur skilaverð til bænda fyrir íslenskt lambakjöt verið á erlendum mörkuðum sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum? Skriflegt svar óskast. Eins og sjá má er orðalagið afar formlegt og tiltekið í smá- atriðum hvað þingmaðurinn vill fá að vita. En það var fleira sem Anna Kristín vildi fá að vita. • Til landbúnaðarráðherra. Eitt og annað um sauðfjár búskap, heimaslátrun og framleiðslu sauðfjárafurða. • Til landbúnaðarráðherra. Flvenær er von á fjármagni til reiðhallarinnar á Blönduósi? • Til heilbrigðisráðherra. Um úrlausn málefna heilabil aðra og aðstandenda þeirra. • Til forsætisráðherra. Flvert er hlutfall matvæla í fram færslukostnaði heimilanna? • Til félagsmálaráðherra. Málefni Greiningarstöðvar ríkisins og staða biðlista eftir þjónustu stöðvarinnar. Þetta var það sem Katrín vildi vita: • Til menntamálaráðherra. Fyrirætlanir um fjárveiting artil sjálfstæðra rannsókna við Tækniháskólann. • Til viðskiptaráðherra. Flver er vaxtastefna banka og sparisjóða í málefnum einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar og hver er munurinn þar á? • Til menntamálaráðherra. Um vinnureglur við úthlut- un fjármagns til rannsókna í háskólum með tilliti til heildarstefnumörkunar og jafnræðis. 52 / 1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.