Vera - 01.02.2004, Page 52

Vera - 01.02.2004, Page 52
Martha Árnadóttir / ALÞINGISVAKTIN Hvað hafast þær að nýju konurnar á Alþingi? »Þrjár nýjar konur tóku sæti á Alþingi eftir kosningarnar í fyrravor. Þær eru Anna Kristín Gunnarsdóttir fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, Katrín Júlíusdóttir fyrir Samfylkinguna i Suðvesturkjördæmi og Dagný Jóns- dóttir fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Alþingisvaktin fór á stúfana og leitaði frétta af þeim stöllum. Hvað hafa þær haft fram að færa á Alþingi? Hafa þær lagt fram einhverjar fyrirspurnir? Já, það kom á daginn að samtals hafa þær lagt fram nítján fyrirspurnir; Anna Kristín sex, Dagný eina og Katrín tólf. Fyrirspurnir í þinginu eru mikilvægt tæki þingmanna til að leita upplýsinga hjá framkvæmdavaldinu. Fyrirspurnir endurspegla vel hugðarefni þingmannsins sem leggur þær fram. Með þetta í huga flettum við þingskjölum og kíktum á fyrirspurnir þeirra Önnu Kristínar, Dagnýjar og Katrínar. Byrjum á Önnu Kristínu. Fyrsta fyrirspurn hennar var til landbúnaðarráðherra um útflutning á lambakjöti. Fyrir þau sem ekki vita þá líta fyrir- spurnir þingmanna til ráðherra svona út: Til landbúnaðarráðherra um útflutning lambakjöts. Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. 1. Flve miklu fé hefur verið varið úr ríkissjóði til markaðs- setningar á íslensku lambakjöti sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum, og hvernig hefur því fé verið ráðstafað? 2. Flvernig hefur verðþróun á íslensku lambakjöti erlendis verið sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum? 3. Flvert hefur skilaverð til bænda fyrir íslenskt lambakjöt verið á erlendum mörkuðum sl. fimm ár, sundurliðað eftir innflutningslöndum? Skriflegt svar óskast. Eins og sjá má er orðalagið afar formlegt og tiltekið í smá- atriðum hvað þingmaðurinn vill fá að vita. En það var fleira sem Anna Kristín vildi fá að vita. • Til landbúnaðarráðherra. Eitt og annað um sauðfjár búskap, heimaslátrun og framleiðslu sauðfjárafurða. • Til landbúnaðarráðherra. Flvenær er von á fjármagni til reiðhallarinnar á Blönduósi? • Til heilbrigðisráðherra. Um úrlausn málefna heilabil aðra og aðstandenda þeirra. • Til forsætisráðherra. Flvert er hlutfall matvæla í fram færslukostnaði heimilanna? • Til félagsmálaráðherra. Málefni Greiningarstöðvar ríkisins og staða biðlista eftir þjónustu stöðvarinnar. Þetta var það sem Katrín vildi vita: • Til menntamálaráðherra. Fyrirætlanir um fjárveiting artil sjálfstæðra rannsókna við Tækniháskólann. • Til viðskiptaráðherra. Flver er vaxtastefna banka og sparisjóða í málefnum einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar og hver er munurinn þar á? • Til menntamálaráðherra. Um vinnureglur við úthlut- un fjármagns til rannsókna í háskólum með tilliti til heildarstefnumörkunar og jafnræðis. 52 / 1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.