Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 35
dal en annars staðar á landinu. Við höldum líka málþing um eitthvað af því sem við teljum marka sérstöðu okkar og svo syngja einhverjir af kórunum saman. Þetta er mikið gaman.“ Þegar líður að lokum samtalsins spjöllum við Svanfríður um fram- tíðina. Það má segja að Svanfríður sé kona á tímamótum þar sem nú tekur við nýr kafli í lífi hennar. Hún er ekki frá því að stærsta breytingin hafi orðið nú nýlega þegar yngsti sonurinn fór að heiman. „Maður fyllist undarlegri frelsis- tilfinningu þegar yngsta barnið er farið að heiman. Það var svo ótrú- legt að fyrsta hugsun mín var: „Frá- bært, nú get ég unnið allan sólar- hringinn!“ Auðvitað er þetta dálítið klikkað en mér fannst að ég gæti gert allt sem ég fékk á tilfinninguna að ég gæti ekki þegar strákarnir voru yngri. Samt er ég mjög þakldát fyrir að hafa eignast þá og þeir hafa gefið mér mjög mikið með tilveru sinni.“ Heldurðu að þú eigir kannski það besta eftir? „Það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera í framtíðinni. Eitt af því er að mig langar að skrifa meira. Til dæmis dreymir mig um að taka eitthvað saman um langömmur mínar tvær sem um tíma bjuggu báðar í Grímsey. Einnig ýmislegt sem snertir ömmu mína Svanfríði, svo eitthvað af þekkingu hennar og reynslu, ekki síst tengt mat, komist til skila og varðveitist handa afkomendunum og öðru áhugafólki. Já, ég er ekki frá því að ég eigi það besta eftir. Mér fmnst að mörgu leyti spennandi að eldast. Lífs- reynslan gerir það að verkum að maður skynjar hvað er mikilvægast og lærir að njóta þess. Mér fínnst stundum þegar ég horfi til þess þeg- ar ég var yngri og hélt að lífið væri svo ofboðslega langt og ég hefði svo ótakmarkaðan tíma - þá finnst mér að ég hafi kannski haft tilhneigingu til að sóa tíma mínum, ekki verið nógu markviss. Ég var samt alltaf að gera eitthvað, kenna, stússast í fé- lagsmálum og þegar ég var með strákana litla var ég líka alltaf saum- andi og prjónandi þó að ég væri í vinnu. Ég skil ekki hvernig ég fór að þessu - ég hef líklega aldrei haft tíma til þess að sinna börnunum mínum því einhvers staðar hefur þetta komið niður! Það kom mér þægilega á óvart þegar ég uppgötvaði að með árun- um finnst mér rneiri nautn í ýmsum hlutum vegna þess að ég veit að tíminn sem ég hef er ekki óendan- legur. Augnablikin eru afmörkuð og manni ber að njóta þeirra.“ X ÉG TEK T.D. ÞÁTT í AÐ SKIPULEGGJA MENNINGARHÁTÍÐ SEM HALDIN ER ÁRLEGA; SVARFDÆLSKUR MARS, SEM ER TVÍRÆTT HEITI ÞVÍ BÆÐI ER HÁTÍÐIN HALDIN í MARS OG SVO DÖNSUM VIÐ MARS EÐA TÖKUM MAR- SINN EINSOG SAGTER ♦ unna Nánari upplýsingar og skráning í síma 535 1500 eða á www.kirkjan.is/leikmannaskoli Trúin og sporin tólf Hefst fimmtuddgin 11. mars kl. 20Í00 rÞótt ég fari um dimman dal Sálmur 23 í sögu og samtíð Hefst miðvikudaginn 9. mars kl. 18.00 vera / 1. tbl. / 2004 / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.