Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 36

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 36
Lana Kolbrún Eddudóttir / TÓNLIST „ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MALIER TONNINN I MANNI SJÁLFUM OG HVAÐ VERÐUR ÚR HONUM" JÓRUNN VIÐAR i ÚTVARPSVIÐTALI VID LKE 3. JÚNl 1999 Heiðurstónskáldið Jórunn »Þann 14. janúar 2004 fékk tónskáldið og píanóleikarinn Jórunn Viðar sérstök heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún er vel að þeim komin, verk langrar og gifturíkrar starfsævi tala sínu máli, hvort sem litið er á glæstan einleiksferil píanistans, farsæla áratugi kennarans í Söngskólanum eða öll tónverk tón- skáldsins stór og smá sem auðgað hafa íslenskt tónlistarlíf. Jórunn Viðar er elsta núlifandi tónskáldkona íslendinga, fædd 1918, og fyrsta íslenska konan sem gerði tónsmíðar að ævistarfi. Sjáif er hún hógvær og treg til að kalla sig tónskáld. Margir þekkja söguna af litlu stúlkunni á Laufásveginum sem varð að klæða sig uppá í fínasta kjólinn sinn og greiða Ijósa hárið vel og vandlega svo að mamma vildi taka hana í píanótíma. Mamma var Katrín Viðar píanókennari og litla stúlkan var Jórunn sem lék Heims um ból hjálparlaust á pí- anóið þegar hún var þriggja ára og vildi snemma læra meira. Að loknu námi í píanóleik hjá Páli ísólfssyni og Árna Kristjánssyni hélt Jórunn til Þýskalands og settist á skóla- bekk í Hochschule fur musik í Berlín. Þegar seinni heims- styrjöldin var að skella á sigldi Jórunn aftur heim til íslands og giftist æskuástinni, skólafélaganum Lárusi Fjeldsted sem átti heima hinumegin viðTjörnina. Þeim fæddist son- urinn Lárus. Örlögin báru ungu hjónin til Ameríku og þar hélt Jórunn áfram að læra. Hún fékk inngöngu í hinn virta tónlistarháskóla Julliard School of Music og nú bættust tónsmíðarnar við píanóleikinn. Heim komin frá Bandaríkjunum setti Jórunn Viðar strax mark sitt á íslenskt tónlistarlíf og það með glæsibrag, vígði Austurbæjarbíó sem tónleikasal í nóvember 1947 með miklum einleikstónleikum. Tónskáldaferillinn hófst um svipað leyti, hún samdi ballettinn Eld fyrir nývígt Þjóðleik- hús árið 1950 og tónlistina við kvikmynd Óskars Gíslason- ar, Síðasta bæinn í dalnum, það sama ár. Hún gekk ÍTón- skáldafélag (slands á sjötta áratugnum, var fyrsta konan í því félagi og sú eina næstu tvo áratugina. Meðfram tón- verkasmíð og píanóleik bættust dæturnar tvær í hópinn, HEIM KOMIN FRÁ BANDARÍKJUNUM SETTIJÓRUNN VIÐAR STRAX MARK SITT Á ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF 0G ÞAÐ MEÐ GLÆSIBRAG, VÍGÐI AUSTURBÆJARBÍÓ SEM TÓNLEIKASAL í NÓVEMBER 1947 MEÐ MIKLUM EINLEIKSTÓNLEIKUM. TÓNSKÁLDAFERILLINN HÓFST UM SVIPAÐ LEYTI, HÚN SAMDI BALLETTINN ELD FYRIR NÝVÍGT ÞJÓÐLEIKHÚS ÁRIÐ 1950 0G TÓNLISTINA VIÐ KVIKMYND ÓSKARS GÍSLASONAR, SÍÐASTA BÆINN í DALNUM, ÞAÐ SAMA ÁR Katrín læknir og Lovísa sellóleikari. í lok sjötta áratugarins lá leiðin svo til Vínarborgar þar sem Jórunn dvaldi tvo vet- ur við framhaldsnám í píanóleik. Draumkennd Ijóðræna þrungin hinum þjóðlega tóni Konsertpíanistinn Jórunn Viðar lék margoft einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands og kvaddi hljómsveitina með eigin píanókonserti, Sláttu, árið 1977. í honum skiptast á þungstígir vikivakar og draumkennd Ijóðræna þrungin hinum þjóðlega tóni sem leikur svo gjarnan í höndum tónskáldsins Jórunnar Viðar. Slátta er fáanleg á geisladiski (Smekkleysa 2000) í nýlegri hljóðritun með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Sinfóníuhljómsveit (slands en Steinunn Birna var á sínum tíma „viðflettingur" hjá Jór- unni, fletti nótnablöðunum þegar Jórunn frumflutti konsertinn. Á sama geisladiski er einnig að finna Tilbrigði við gamalt íslenskt kvæðalag, Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur og íslenska svítu. Nöfnin bera með sér hinn þjóðlega arf sem Jórunni er svo hugleikinn. Þó að píanóið sé hljóðfæri Jórunnar Viðar hefur hún ekki samið neinn aragrúa af pianólögum. Þess í stað eru það sönglögin sem standa hjarta hennar næst en það er nú einu sinni svo að til þess að geta fellt lag að Ijóði, svo vel fari, er gott að vera góður píanisti. Jórunn Viðar kenndi lengi við Söngskólann, fylgdi öllum söngnemendum Þur- íðar Pálsdóttur frænku sinnar og mörgum til viðbótar. Það þarf því ekki að koma á óvart að kjarninn í tónskáldinu Jór- unni birtist i sönglögum hennar. Knappt form sem hentar henni fullkomlega. Sönglagadiskurinn Únglingurinn í skóginum (Smekkleysa 1998) er góður útgangspunktur fyrir þau sem vilja kynnast tónlist Jórunnar Viðar. Þar er að finna 20 sönglög við Ijóð eftir ýmis samtímaskáld, m.a. Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr og jafnöldru Jórunnar Jakobínu Sigurðardóttur, en einhvers- staðar sagði Jórunn að sér hefði þótt gaman að setja lög við Ijóð Halldórs Laxness. Hún hafði gaman af ódælum skáldum eins og Halldóri og Steini Steinarr. 36/ 1. tbl. /2004 /vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.