Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 6
■y1* ■ Mynd: Ragnheiður NAFN: GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR ALDUR: 45 ÁRA STARF: BÓKMENNTAFRÆÐINGUR ÁHUGAMÁL: BÓKMENNTIR, ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA HVE LENGI ÁSKRIFANDI: FRÁ UPPHAFI HVERNIG FINNST ÞÉR VERA? Æ SKEMMTILEGRA BLAÐ ríkur stýrði vinnunni við orðstöðulykilinn og tók því þátt í þessu skemmtilega fræðasamfélagi. Þau eiga 10 ára gaml- an son, Ingólf. „Ég hef unnið af og til sem stundakennari við íslensku- deildina og kennt bókmenntir lærdóms- og upplýsinga- aldar," segir Guðrún. „En fyrir nokkrum árum hóf ég vinnu við þróunarverkefni á Landsbókasafni - Háskólabókasafni sem nefnist Sagnanetið og sá ég, ásamt fleirum, um að semja lýsingar á handritum sem voru síðan mynduð og sett á vef safnsins. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem lýsingar á handritum voru settar á netið. íframhaldi af því var ég ráðin að verkefninu sem ég vinn að núna við Árnastofnun." 4 Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur vinnur á Árna- stofnun við að lýsa íslenskum handritum, en þessar lýsing- ar verða síðar settar á netið. Verkefnið er samstarfsverkefni stofnunarinnar og Árnastofnunar í Höfn og verður mikill fengur að því þegar verkinu er lokið og hægt að nálgast stafrænar myndir og lýsingar á handritunum á vefnum. Guðrún segist vera dæmigert borgarbarn sem gekk í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent 1979. Hún var óviss um framtíðina, vildi stefna á raungreinar og prófaði nám í hjúkrun. Hún segir að líklega hafi þetta verið tilraun til uppreisnar en faðir hennar var íslenskufræðingur og kennari. Fyrir tilstuðlan foreldranna hóf hún þó nám í ensku og fann að húmanísk fræði áttu betur við hana en raungreinar. Eftir einn vetur í ensku gekkst hún við sínum eigin genum og lærði íslenskfræði og bókmenntirog hef- ur kunnað Ijómandi vel við sig sem fræðimaður á því sviði. Skemmtilegt fræðasamfélag „Eftir BA-próf hélt ég áfram á cand. mag. - stig og skrifaði lokaritgerð um lausavísnagerð frá upphafi og fram á daga Páls Ólafssonar. I' framhaldi af því bauðst mér vinna hjá út- gáfufyrirtækinu Svörtu á hvítu árið 1987 sem þá vann að útgáfu á Sturlungu. Það var á við háskóla að vinna með þeim góða hópi sem vann hjá fyrirtækinu við útgáfu forn- bókmennta. Þessi hópur vann síðan að útgáfu orðstöðu- lykils yfir íslendingasögur sem Mál og menning gaf út. Við héldum áfram að starfa saman sem sjálfstætt starfandi fræðimenn og mynduðum fræðasamfélag sem við kölluð- um Stafaholt. Hópurinn sá einnig um útgáfu á Heims- kringlu fyrir Mál og menningu. Þetta var magnaður tími með miklum vinnuþjörkum og hugmyndasmiðum," segir Guðrún og bætir við að hluti af hópnum hafi einnig unnið að gagnabanka yfir (slendingasögurnar sem geymdur er hjá Orðabók Háskólans og verður vonandi settur á netið. Þess má geta að hópurinn fékk viðurkenningu Hagþenkis árið 1996 fyrir orðstöðulykilinn. Guðrún kynntist manni sfnum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, þegar hún var f íslenskunáminu. Þau voru þó hvorki skólafélagar né hann kennari hennar en Ei- Raddir ómenntaðs fólks þurfa að heyrast Þegar Guðrún er spurð um áhugamál fyrir utan vinnuna nefnir hún íþróttir og útiveru. Hún fer í sund á hverjum morgni í Vesturbæjarlaugina og stundar hádegisleikfimi í Háskólanum. Á sumrin ferfjölskyldan saman í gönguferðir úti í náttúrunni. „Það er alveg sérstakt samfélag í Vestur- b .jarlauginni sem nefnist Vinir Dóra. Dóri stjórnar leikfimi fyrir sundlaugargesti af svo mikilli röggsemi og gleði að helstu fýlupokar treystast ekki í laugina á þeim tíma sem Dóri ræður ríkjum." Um jafnréttisbaráttuna og lestur VERU segir Guðrún: „Ég styð alla jafnréttisbaráttu því ég veit að karlmenn eru settir skör hærra en konur. Ég geri mér þó grein fyrir því að ómenntaðir karlar eru oft jafn illa settir og ómenntaðar konur, þó svo að jafnréttið og jafnréttisumræðan nái kannski sfst til slfkra kvenna. Hver skýringin er veit ég ekki. Hins vegar skil ég vel að þessu fólki sárni stundum umræð- an um jafnréttismál sem er leidd af menntuðu fólki. Ég vildi gjarnan að ómenntað fólk tjáði sig oftar um sín mál því við þurfum að heyra þeirra sjónarmið." Guðrún hefur keypt VERU frá upphafi en um tíma leiddist henni umræðan í blaðinu og var að hugsa um að segja því upp. Þá sagðist eiginmaðurinn gerast áskrifandi í staðinn svo hún hætti við. „Mæðrahyggjan sem var svo áberandi í blaðinu var mér ekki að skapi. Það hafði þó ekk- ert með það að gera að við hjónin vorum barnlaus á þeim tíma, mér leiddist þetta bara og fannst líka of mikið um palladóma og einsýni í málflutningi. Núna finnst mér blað- ið mun fjölbreyttara og skemmtilegra. Mér finnst mál- flutningur Femínistafélagsins reyndar stundum fara út í þennan einstrengingshátt. Vissulega eru konur oft niður- lægðar í dag en ég tel betra að leggja málstaðnum lið með því að fara í saumana á hlutunum og kanna hvað fyrir and- stæðingnum vakir, í stað þess að ráðast að honum með of- forsi. Sjálf hef ég raunar átt erfitt með að selja sál mína ákveðnum stjórnmálaflokki og viðurkenni að ég er ótta- legur stofukommi og stofufemínisti. Ég myndi kannski líta öðruvisi á málin ef ég stæði í baráttunni sjálf," segir Guð- rún að lokum. 6/1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.