Vera - 01.02.2004, Síða 32

Vera - 01.02.2004, Síða 32
4* Ég hafði heldur aldrei komið inn í þetta hús áður, vissi ekki einu sinni hvar klósettið var og skildi satt að segja í fyrstu ekki mikið í því hvað var að gerast. Samt talaði ég nú tvisvar og í bæði skiptin um sjávar- útveg. Ég man að það þótti fremur einkennilegt að einhver stelpa utan af landi kæmi og réðist inn á þetta áhrifasvið karlanna." Manstu eftir því hvernig fólkið í þinginu kom þér fyrir sjónir? Og hvernig það tók þér? „Það var einn maður sem var sérstaklega almennilegur við mig og frá þeirri stundu varð mér líka mjög hlýtt til hans. Þetta var Gvendur jaki. Áður hafði ég bara upplifað hann úr fjarlægð sem stóran og ábúðarmikinn verkalýðsleiðtoga, svo það kom mér þægilega á óvart hvað hann var yndislegur gagnvart mér. Hann lét sig varða hvað ég var að gera og það skiptir máli þegar maður er að koma ungur og mjór og óreyndur inn á Alþingi í fyrsta sinn. Flestir höfðu nóg með sjálfa sig og engan tíma aflögu til þess að skipta sér af því sem einhver vara- þingmannspísl hafði fram að færa. Það skil ég líka vel núna, vegna þess að á Alþingi er vinnuálagið mikið og látlaus áreiti á fólk sem þar starfar. Það vildi svo skemmtilega til að nokkrum árum seinna, þegar ég var farin að vinna í fjármálaráðuneyt- inu, þá hitti ég Gvend aftur og við kynntumst vel. Hann og Elín kona hans komu seinna norður og voru sem þingmaður. Eftir ráðuneytis- tímann fór Svanfríður aftur heim á Dalvík þar sem hún starfaði við kennslu og sat í bæjarstjórn en skrapp þó í leiðinni til Bretlands í endurmenntun. Inn á þing fór hún síðan 1995 og þar sat hún þar til hún ákvað að gefa ekki kost á sér í framboð fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. En hvernig voru svo þessi átta ár í þinginu? „Það er mjög lærdómsríkt að vera alþingismaður,“ segir Svan- fríður. „Maður þarf að setja sig inn í ýmis mál sem manni hafði aldrei dottið í hug að maður þyrfti að hafa afskipti af. Ég er svo heppin að mér þykir ótrúlega margt áhugavert og ég hef svo gaman af því að læra. Öll þau mál sem ég þurfti að fást við fundust mér áhugaverð um leið og ég var byrjuð að rýna í þau. Ég naut vinnu minnar þessi átta ár.“ Um karlahefðirnar í þinginu Svanfríður er spurð um eitthvað sem hún varð fyrir vonbrigðum með á árum sínum á Alþingi og hún svarar að vinnutíminn þar hafi alltaf farið í taugarnar á sér. „Að þessu leyti eru eldgamlar karlahefðir ennþá við lýði í þinginu. Eitt sinn störfuðu þar bara karlar sem komu hvaðanæva af landinu, flestir bændur og þeir þurftu að komast heim í tilhleypingar fyrir jólin, sauðburðinn á vorin og vera heima við réttir og sláturtíðina á haustin. Þess vegna miðaðist vinnu- KARLAR HÖFÐU ALLTAF GETAÐ GENGIÐ INN í ÞETTA LEIKRIT SEM ER SKRIF- AÐ AF KÖRLUM FYRIR KARLA OG DOTTIÐ í AÐ HEGÐA SÉR EINS OG HINIR. KONUR PÖSSUÐU HINS VEGAR UPP Á AÐ VITA ALLTAF UPP Á HÁR ALLT UM MÁLEFNIN OG ÞÆR HAFA BREYTT HEILMIKLU TIL BATNAÐAR hjá okkur í nokkra daga. Það var frábær tími og þá mynduðust sterk vináttutengsl sem héldu þar til hann dó.“ í fjármálaráðuneytinu starfaði Svanfríður sem aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, þáver- andi fjármálaráðherra, á árununr 1988-1991. Hún segir að það hafí verið merkileg upplifun að kynnast þeirri hlið stjórnmálanna og komið til góða síðar þegar hún fór að starfa tíminn í þinginu við þeirra þarfir. Það pirraði mig að þingið gengur ennþá eftir þessu skipulagi sem ger- ir það að verkum að fríin eru löng en vinnutíminn þess á nrilli er að sama skapi oft óheyrilega langur. Það er djöflast í törnum eins og all- ir séu að flýta sér heim til bústarf- anna og fólki er boðið upp á það að vaka fram eftir öllum nóttum. Mér fannst þetta ekki boðlegt og var mjög óánægð með þetta skipu- lag á vinnunni. Ég sárvorkenndi líka því unga fólki sem vann þarna og var enn með lítil börn. Ég prísaði mig sæla að mínir strákar voru þó konrnir vel á legg. En eins og mál- unr er háttað er þetta hreinlega fjöl- skyldufjandsamlegt starf.“ Hefur ekki konrið til tals að breyta þessu? „Það hefur enn ekki fengið nægi- legan hljómgrunn. Þeir senr ráða virðast ekki hafa áhuga á því. Þingið hefur þó verið að nútímavæðast, til dænris hefur aðbúnaður þing- manna og starfsfólks batnað nrikið en þetta vinnulag hefur verið ótrú- lega lífseigt. Eins og nrenn geti ekki komið sér á annað spor. Á hinum Norðurlöndunum, sem við hneigj- unrst oft til að miða okkur við, hef- ur þetta breyst og þar er tekið tillit til þess að þingnrenn eru líka fjöl- skyldufólk. Ég bind þó vonir við að það hafi áhrif að konunr hefur fjölg- að á þingi og karlar eru líka að verða meðvitaðri feður. Fólk vill ekki lengur þurfa að velja milli íjölskyld- unnar og vinnunnar." Hefurðu á tilfinningunni að þú hafir komið einhverju til leiðar? Að vera þín á þinginu hafi skipt nráli? „Já, ég held að það lrafi til að mynda skipt máli að ég tók þátt í unrræðu sem var ekki hefðbundin kvennaunrræða. Ég gerði nrig gild- andi á karlasviðunum, svo sem sjáv- arútvegsmálunr, atvinnunrálunr og efnahagsmálum. Ég starfaði mjög mikið í þessunr málaflokkunr og mér var treyst fyrir þeinr af hálfu samverkamanna nrinna í þing- flokknum.“ Þegar Svanfríður er spurð að því hvort hún hafi aldrei fundið að síð- ur væri á hana hlustað vegna kyn- ferðis hennar, þá hugsar hún sig lengi unr áður en hún svarar. t „Ég stend í þeirri trú að það hafi verið tekið fullt mark á nrér í þeinr málunr sem ég var að vinna í. Og væri ekki lakari baráttumaður en hver annar. Nú var ég oft á tíðunr eina konan senr tók þátt í unrræð- unni unr þessi nrál en ég held að ég lrafi alveg notið sannmælis. Hitt er annað mál að það eru ákveðnar hefðir í umræðunni líka - konur tala meira um félagsmálin meðan karlar tala meira unr atvinnunrálin. Ég staðhæfi það að konur hafa haft nrjög jákvæð áhrif á unrræðuna í 32/ l.tbl. /2004/vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.