Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 15
klúbbarnir ekki lengur þurfa að standa í alls kyns pappírsvinnu vegna at- vinnuleyfa fyrir stúlkur frá Eystrasalts- löndunum og Austur-Evrópu, sem er stærstur hluti dansaranna. Hann virðist hafa trú á því að þær muni streyma yfir landamærin um leið og aðild landa þeirra að Evrópusambandinu verður orðin að veruleika og sækjast eftir því að koma til íslands til starfa. í því sambandi er vert að heyra hvað melludólgurinn sem viðtal var við í Mannlífi hefur að segja um stúlkur frá löndum utan EES svæðisins: „Ef hingað kæmu stelpur frá Eystrasalts- löndunum þá væru þær með dólga úti og jafnvel mafíuna á bakinu, eins og við sjáum í kvikmyndunum." Það kom einmitt fram í viðtali í VERU (2/2001) við stúlkur frá Lettlandi sem störfuðu hér við nektardans. Þær þurftu að greiða umboðsmönnum sínum í Lett- landi 50.000 íslenskar krónur á mánuði af launum sem þær skröpuðu saman með því að tæla menn í einkadans, fyr- ir annað fengu þær ekki greitt. Ef starfsemi af þessu tagi flokkast ekki undir mansal væri gaman að vita hver skilgreiningin á atvinnu af þessu tagi er. Nektardansstaðirnir og einka- dansinn Á fund Femínistafélagsins á Sólon mættu einnig Þórólfur Árnason borg- arstjóri og Jónas Hallsson aðstoðar yf- irlögrelguþjónn í Reykjavík og var einkum rætt við þá um framkvæmd lögreglusamþykktar Reykjavíkur um bann við einkadansi. í máli Jónasar kom fram að lögreglan hafi átt í basli með að fá eigendur staðanna til að fara eftir lögreglusamþykktinni og taka niður skilrúmin þar sem einka- dansinn fór fram. (staðinn sé nú komið uþp annars konar fyrirkomulag þar sem tveir menn borgi meira fyrir að horfa á tvær stelpur dansa og sá dans fari fram á afmörkuðu svæði. Jónas sagði að lögreglan kæmi reglulega til eftirlits á staðina en taldi jafnframt að einkadans væri enn stundaður á stöð- unum í dulargervi. Lögreglan hefði hins vegar ekki séð slíkt athæfi með eigin augum og hefði þvi ekki getað kært það. Á fundinum upþlýsti Kristín Ólafsdóttir jafnréttisfulltrúi í Kópavogi að í janúar eða febrúar myndi sams- konar lögreglusamþykkt ganga í gildi DANSMEYJARNAR VORU TILBÚNAR TIL AÐ HITTA VIÐKOMANDI EFT- IR LOKUN ÁN ÞESS AÐ SLÍKT FÆRI í GEGNUM BARINN. ÞAÐ MYNDI K0STA 50-70.000 KRÓNUR FYRIR N0KKRAR KLUKKUSTUNDIR 0G KAUPANDI VÆNDISINS ÞURFTI SJÁLFUR AÐ ÚTVEGA HÚSNÆÐIÐ Mynd: Þórdís Ágústsdóttir þar í bæ, en eins og vitað er hefur Kóþavogur verið eina bæjarfélagið undanfarin misseri þar sem einkadans er enn leyfður. í tengslum við þá umræðu sem átt hefur sér stað um starfsemi nektar- dansstaða er fróðlegt að lesa umsögn eldri manns sem birtist í umfjöllun timaritsins VIÐ (1/2004) um vændi á Akureyri. Fram kemur að þrjú ár séu liðin síðan hann hætti að stunda súlu- staðina og að fjárhagur hans hafi aldrei borið þess bætur. Hann segir: „Fyrir einmana eldri mann sem aldrei hafði vaðið í kvenfólki voru þessir staðir Ifk- astir paradís. Ég held að það megi helst líkja þessu við fíkn. Þarna eyddi ég miklu af tíma mínum og öllum pen- ingunum mínum. Stelpurnar þekktu mig orðið og sóttu mikið í að setjast og sþjalla. Til þess að það mætti þurfti ég að kaupa handa þeim áfengi á upp- sprengdu verði en jafnvel það dugði ekki til. Eftir smá tíma fóru þær að fá illt auga og þá keypti ég einkadans til þess að forða þeim frá því að lenda í vandræðum. Vændi sem slíkt var ekki stundað inni á stöðunum en þar var hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Eina skilyrðið var að þjónustan yrði veitt utan staðanna. Þúsundkall- arnir fuku en það skipti mig ekki máli því ég var kynferðislega fullnægður ( fyrsta skipti á ævinni." vera / 1. tbl./2004 / 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.