Vera - 01.02.2004, Page 41

Vera - 01.02.2004, Page 41
/ BÆKUR Femínismi i kjölfar Píkutorfunnar Nýlega kom út norræna greinasafnið Femkamp - bang um nordisk fem- inism, útgefandi er sænska forlagið Bang. í tilefni af útgáfunni verða haldnar ráðstenfur um femínisma í höfuðborgum Norðurlandanna og verður ráðstefnan í Reykjavík í Nor- ræna húsinu 8. mars, kl. 19.30. í bókinni er landslag femínismans á Norðurlöndum skoðað, einkum með tilliti til þeirrar vakningar sem varð í kjölfar útkomu Píkutorfunnar sem segja má að hafi markað upphaf- ið að þriðju bylgju femínismans. Greinarhöfundar spyrja ýmissa spurninga: Af hverju notar mjólkur- samsalan Arla Foods naktar konur í auglýsingum sínum á danska mark- aðnum? Af hverju liðu tíu ár áður en finnskir stjórnmálamenn tóku á sívax- andi vanda vegna mansals og vænd- is? Af hverju eru fegurðarsamkeppnir mikilvægar fyrir íslendinga? Af hverju var verkfalli fagfélags fólks sem vinn- ur á vegum sveitarfélaga (meirihluti félagsmanna eru lágt launaðar kon- ur) mætt með slíkri þögn í Svíþjóð? Og hvernig stendur á því að konur í hinu ríka landi Noregi fá lægri laun en konur á hinum Norðurlöndunum? Bókin er seld í helstu bókabúðum. Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum Nýlega gaf Skálholtsútgáfan út ritið Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn kon- um. Ritið er afrakstur af samstarfi kirkna sem eiga aðild að Lútherska heimssambandinu og er skrifað af hópi fólks sem var fengið til að grand- skoða afleiðingar ofbeldis og skipu- leggja aðgerðir til að draga úr ofbeldi gegn konum. t ritinu eru tillögur að því hvernig konur, karlar og trúfélög gætu unnið saman til að sigrast á þeirri synd sem ofbeldi gegn konum er. Það er hugsað sem umræðugrund- völlur fyrir einstaklinga og söfnuði og er framlag Alkirkjuráðsins til Áratugs kirkjunnar gegn ofbeldi, 2001-2010, og áratugs Sameinuðu þjóðanna til friðar og gegn ofbeldi í garð barna. Starfshópur á vegum Þjóðkirkj- unnar sem vinnur gegn ofbeldi sá um að þýða og staðfæra ritið á íslensku og er þess vænst að ritið verði tekið til umræðu í söfnuðum kirkjunnar. Ritið fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og hjá söfnuðunum út um allt land. Yfir 100 lífræn næringarefni 13 Vítamín ■ 16 Steinefni ■ 18 Aminósýrur ■ Snefilefni ■ Prótíni Clorophyll súrefnisgjafi ■ Ríkt af Járni ■ GLA fitusýrum • Beta-carotene • Lofttæmdar umbúðir til að næringarefnin varðveitist betur. • Engin málamiðlun í gæðum eða vinnslu. • Vottað 100% lífrænt. Alþjóða gæðastaðall IS09001. IS014001. Leiðandi í gæðum í 20 ár vegna yfirburða næringargildis Serfræðingar i Lifrænni Næringu Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku. Meiri orka, þrek og vellíðan. Gott fyrir þá sem eru í námi og undir álagi. .— m Fæst í apótekum. Umboð: Celsus, s. 551 5995 vera/ l.tbl./2004/41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.