Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 3
+ NORÐURLANDARÁÐ fyrir að samþykkja að skora á aðildarlönd sín að vinna gegn klámi á almannafæri og hrinda af stað herferð gegn því að klámblöð og -myndbönd séu til sýnis í verslunum. Kynvæðing opinberra staða og klámvæð- ing fjöldamenningar var þema sumarfundar ráðsins og var samþykkt að hvetja til baráttu gegn klámi á al- mannafæri. Vonandi munu íslensk stjórnvöld ekki láta sitt eftir liggja í herferðinni. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR fyrir auglýsingaherferð þar sem bent er á að miðaldra fólk sé ekki síðri vinnukraftur en þau sem yngri eru. Nýlegar rannsóknir sýna að starfsfólk sem komið er yfir fimmtugt er hraustara og ábyggilegra en hin yngri og hafa oft mikla starfsánægju. Ekki veitir af að vinna gegn æskudýrkuninni í samfélaginu. SKÁKSAMBAND ÍSLANDS fyrir að kjósa Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem for- mann Skáksambandsins en það er í fyrsta skipti sem kona stýrir þessu 80 ára gamla sambandi þar sem karlar hafa verið einráðir. VERA óskar Guðfríði Lilju til hamingju. RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS fyrir að brjóta endurtekið gegn eigin jafnréttisáætlun þar sem kveðið er á um að jafna skuli hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum ríkisstjórnarinnar, og skipa síðan ítrekað hreinar karlanefndir þegar taka þarf á „stóru" þjóðfélagsmálunum. Fyrst var það fjöl- miðlanefndin margfræga og síðan fimm karla starfs- hópur um þjóðaratkvæðagreiðslu. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS fyrir að mismuna kynjunum svo mjög í styrkveiting- um í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Gífurlegur munur er á verðlaunafé sem sigurliðið í karlaflokki fær miðað við sigurliðið í kvennaflokki. Munurinn er svo mikill að karlaliðið sem fellur úr úrvalsdeildinni fær 200.000 kr. hærri styrk en sigurliðið í kvennadeildinni. ÍSLENSKIR BANKAR fyrir þann mikla launamun sem er á kynjunum innan bankakerfisins og kom fram í nýlegri launakönnun. Konurnar, sem eru meirihluti starfsmanna bankanna, hafa bara rúmlega 60% af launum karlanna. Karlarnir raða sér í betur launuðu störfin á toppnum. Hvaða gildismat skyldi ráða því? Fjölbreytnin auögar Barátta mannkynsins við að koma á jöfnuði hefur verið löng og ströng og hún er síður en svo á enda. Ef við lítum á heim- inn í heild er ójöfnuðurinn hróplegur og mikið verk að vinna en ef við horfum á okkar litla land má segja að verkefnið sé viðráðanlegra. Jafnrétti fyrir alla er þemaefni þessa blaðs og tengist umræðu í samfélaginu um að víkka út umræðuna um jafnrétti þannig að hún vísi ekki bara til kynjajafnréttis. Jafn- rétti á að ríkja milli allra hópa í samfélaginu, samkvæmt stjórnarskrá (slands og það er verðugt verkefni að fylgja þeirri hugsun. Fyrir 25 - 30 árum var mikið rætt um jafnrétti fatlaðra og þátt- töku þeirra í samfélaginu og voru fulltrúar þeirra sýnileg á vettvangi baráttunnar. Þannig var það t.d. á stóru Norrænu kvennaráðstefnunum Nordisk Forum, 1988 og 1994. Fatlaðar konur voru með í íslenska hópnum og hittu konur fá hinum Norðurlöndunum til skrafs og ráðagerða. Þær lögðu áherslu á að þær væru ekki fötlunin, heldur manneskjur sem vildu fá að taka þátt í lífinu eins og við hin. Samfélagið lærði að horfa á manneskjuna á bak við líkamlega eða andlega fötlun og þeim áfanga má ekki týna niður í samkeppnisanda þeirrar einstak- lingshyggju sem nú ríkir. Sama barátta hefur átt sér stað meðal samkynhneigðra sem stofnuðu ekki baráttusamtök hér á landi fyrr en árið 1978, þrjátíu árum seinna en samkynhneigt fólk á hinum Norður- löndunum. Það tók tíma fyrir samfélagið að læra að líta á manneskjuna en ekki kynhneigðina og vinna gegn fordóm- um sem komu víða fram, t.d. varðandi atvinnu, húsnæðismál o.fl. Enn finnst mörgum samkynhneigðum erfitt að þola þöggun og dulda fordóma en víst er að nú er mun auðveld- ara að lifa sem opin, samkynhneigð manneskja heldur en fyr- ir tíu eða fimmtán árum. Nýlegar skoðanakannanir sýna að fordómar gagnvart samkynhneigðum eru á undanhaldi hér á landi þar sem mikill meirihluti vill að samkynhneigt fólk fái að gifta sig. Málefni innflytjenda er nýjasti málaflokkurinn því það er svo stutt síðan þeim fjölgaði verulega. Um 10.000 manns hafa sest að hér á landi og fengið dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eða giftinga. Þessir nýju íbúar auðga mjög menningu okkar og fjölbreytileika en stjórnvöld verða að aðstoða þau til fullr- ar þátttöku í samfélaginu með því að bjóða ókeypis nám í ís- lensku. Við höfum séð marga útlendinga verða gefandi sam- félagsþegna sem hafa auðgað mannlífið í stað þess að vera mállaus vinnudýr í þeim störfum sem (slendingar vilja ekki lengur vinna. Vonandi berum við gæfu til að gefa sem flest- um þann möguleika. Það einsleita samfélag gagnkynhneigðrar kjarnafjölskyldu með norrænt yfirbragð, sem hér ríkti nær alla síðustu öld, hef- ur breyst og þær breytingar munu efla samfélag okkar og dýpka ef okkur tekst að laða fram það jákvæða sem þær hafa í för með sér. Ef við gerum það hins vegar ekki er nokkuð víst að mörg ný vandamál munu skapast - vandamál sem eru óhjákvæmileg afleiðing fordóma og skeytingarleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.