Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 51

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 51
í að álíta sjálfa sig hafa völd frá náttúrunnar hendi og að konur séu undirgefnar frá náttúrunnar hendi. Að nafninu til er nauðgun ólögleg en á sama tíma fullkomlega sjálf- sögð. f framhaldi af því ætti okkur ekki að koma á óvart að í sumum klámmyndum eru sýndar konur sem kveljast. En spurning mín er: Ætti ekki heilbrigt samfélag að vilja gera eitthvað í því? Af hverju hefur fólk, karlar og konur, ekki á- hyggjuraf þessu? Þeir sem mótmæla þessu af hægri væng stjórnmálanna [sem í Bandaríkjunum eru trúarhópar] gera það út frá sið- ferðilegri gagnrýni sem veitir enga lausn, vegna þess að þeir styðja að öllu jöfnu yfirráð karla (þó ekki að þessu leyti). Sumir angar femínistahreyfingarinnar vilja halda því fram að auknar vinsældir kláms sé merki um aukið jafnrétti og frelsi í kynlífi. Á sama tíma hefur femínistum sem eru á móti klámi verið ýtt til hliðar í umræðunni. Og meðan þessu vindur fram halda klámjöfrarnir áfram að græða á tá og fingri. Ég held að þetta skýri af hverju konur sem kalla ekki allt ömmu sína, konur sem eru vanar að vinna með þolendum kynferðisofbeldis, eigi svona erfitt með að höndla raun- veruleika klámmyndanna. Hversu erfitt sem það er að horfast í augu við að konum er nauðgað, þá er það alla- vega ennþá álitið glæpur af samfélaginu. Klám aftur á móti er ekki bara samþykkt af fjölda fólks heldur markaðs- sett sem frelsi. Ég þykist ekki tala fyrir hönd kvenna; ég einbeiti mér að körlum. Og ég trúi því að verkefni karla með samvisku sé að skilgreina okkur og kynhegðun okkar sem eitthvað sem stendur fyrir utan þetta samspil kúgunar og undirgefni. Þetta er ekki auðvelt verk, því rétt eins og aðrir erum við afurð samfélagsins og verðum að hafa fyrir því að ganga gegn straumnum. En sem karlmaður hef ég umtals- vert vald yfir aðstæðum mínum og umhverfi. Oft á tíðum hafa konur ekki það vald. Þær eru í mun meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi og þurfa að kljást við karla sem hafa vald yfir þeim. Það klám sem nýtur almennra vin- sælda bætir enn á valdamismuninn. Sem dæmi má nefna þegar kvenkyns háskólanemi fer á framleiddrar afþreyingar og áhrifa hennar á mannlega breytni er flókin og eru félagsfræðingar ekki á einu máli um þau. En séu lagðar saman rannsóknir á körlum sem misþyrma konum og mikið magn af vitnisburði kvenna, eru sterkar líkur á að klám hafi í einhverjum tilvikum áhrif á kynhegðun karla. Klám veldur kannski ekki ofbeldi en er meðsekt um glæpinn. Ef við gætum látið sem svo að það séu bara einstaka af- brigðilegir menn, algerir perrar, sem horfa á svona mynd- ir, þá gætum við borið kennsl á þá og kannski lagað þá. En karlmenn sem horfa á svona myndir eru allstaðar: Karl- menn sem komast aldrei á séns og karlmenn sem vaða í kvenfólki. Karlmenn sem búa einir og karlmenn sem eru giftir. Karlmenn sem ólust upp hjá frjálslyndum foreldrum þar sem klám var ekkert tiltökumál og karlmenn sem ólust upp í trúarofstæki þar sem aldrei var minnst á kynlíf. Ríkir karlmenn og fátækir karlmenn, karlmenn af öllum litar- hætti og trúarbrögðum. Þegar ég gagnrýni klám segir fólk mér oft að slaka nú aðeins á. Það segir að kynlíf sé bara kynlíf og ég eigi að hætta að reyna að gera stórpólitískt mál úr klámi. En klám gerir kynlíf og kyn fólks að pólitísku máli, og sú pólitík er afturhaldssöm og hliðholl feðraveldi. ( klámi eru konur ekki fólk, þær eru þrjú göt og tvær hendur. Konur í klám- myndum eiga sér ekki væntingar eða drauma og hafa ekk- ert gildi umfram það sem núningur handa þeirra og þess- ara þriggja gata gera fyrir getnaðarlim karlmannsins. Eins og með öll pólitísk mál verða baráttuaðferðirnar að byggja á samvinnu og fara fram fyrir opnum tjöldum til þess að bera árangur, fremur en vera á einstaklingsformi í kyrrþey. Klámjöfrarnir vita þetta - sem er ástæða þess að þeir reyna að drepa alla umræðu um klám. Þegar við gagnrýnum klám erum við iðulega ásökuð um að hata frelsi eða vera kynferðislega heftar teprur sem eru hrædd- ar við kynlíf, nema hvorttveggja sé. Klámhundarnir reyna að afvegaleiða alla umræðu um kynlífssiðfræði. Þeirra kynlífssiðfræði er þessi: Allt - og þá eiga þeir við allt - er leyfilegt, og viljugir fullorðnir aðilar eiga að hafa frelsi til að velja. Ég er sammála því að valfrelsi er mikilvægt. En í samfélagi þar sem völdum er ójafnt skipt ÞEGAR KVENKYNS HÁSKÓLANEMI FER Á FUND KENNARA SÍNS TIL AÐ RÆÐA RANNSÓKNARVERKEFNI, KENNARA SEM KVÖLDINU ÁÐUR HEFUR VERIÐ AÐ HORFA Á „GAG FACTOR #10". HVAÐA AUGUM LÍTUR HANN HANA? HVAÐ ER HÚN í HANS AUGUM? EÐA ÞEGAR KONA ÓSKAR EFTIR BANKALÁNI HJÁ ÞJÓNUSTUFULLTRÚA SEM KVÖLDIÐ ÁÐUR HORFÐI Á „TWO IN THE SEAT #3". HVAÐ ER HANN ÞÁ AÐ HUGSA UM? 0G MUN KONA SEM KEMUR FYRIR DÓMSTÓLA VERA DÆMD AF SANNGIRNI HAFI DÓMARINN HORFT KVÖLDINU ÁÐUR Á „S0P0RN0S #4"? fund kennara sínstil að ræða rannsóknarverkefni, kennara sem kvöldinu áður hefur verið að horfa á „Gag Factor #10". Hvaða augum lítur hann hana? Hvað er hún í hans aug- um? Eða þegar kona óskar eftir bankaláni hjá þjónustufull- trúa sem kvöldið áður horfði á „Two in the Seat #3". Hvað er hann þá að hugsa um? Og mun kona sem kemur fyrir dómstóla vera dæmd af sanngirni hafi dómarinn horft kvöldinu áður á „Sopornos #4"? En þá munu einhverjir segja: Hvernig geturðu ályktað að bara vegna þess að karlmenn horfi á svona myndir muni þeir hegða sér grimmdarlega eða af kaldlyndi, í kyn- lífi eða utan þess? Satt er það að tengingin milli fjölda- þýðir „allt er leyfilegt" í raun að „allt er karlmönnum leyfi- legt og sumar konur og börn munu þjást fyrir það." Þó klám sé mjög umdeilt ætti þetta að vera óumdeilan- legt: Að gagnrýna klám jafngildir ekki bælingu. Við ættum að hafa frelsi til að tala um löngun okkar til náinna kynna á jafnréttisgrundvelli og kynlífs sem hafnar kvöl og niður- lægingu. Það er ekki tepruskapur eða ritskoðun. Það er viðleitni til að endurheimta bestu hluta sameiginlegrar mennsku okkar: ástar, umhyggju, samúðar. Að gera það setur ekki höft á neinn. Það segir hinsvegar einfaldlega að konur skipta eins miklu máli og karlar. * Ákveðið var að íslenska ekki helstu blóts- og klámyrði. X vera/3. tbl. /2004/ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.