Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 17
/ JAFNRÉTTI
ÞAÐ HEFUR MARGOFT VERIÐ RÆTT UM AÐ
KONUR OG STELPUR SKORTI KVENKYNS FYR-
IRMYNDIR, TIL DÆMIS í STJÓRNUNARSTÖÐ-
UM. ÞEGAR VIÐ HORFUM TIL KVENNA SEM
ERU ÖRYRKJAR EN ERU JAFNFRAMT í MIKIL-
VÆGUM STÖÐUM í SAMFÉLAGINU ER STAÐAN
AUÐVITAÐ ENN VERRI, FYRIRMYNDIRNAR
ERUNÁNASTENGAR
Kvennahópur Öryrkjabandalagsins
Önnur augljós tenging baráttu öryrkja við femínisma er sú
að fjölmargar konur eru öryrkjar. Hingað til hefur Öryrkja-
bandalagið ekki beitt sér með skipulegum hætti fyrir sér-
stökum málefnum kvenna en breyting er fyrirhuguð í
þeim efnum.
„Kvennahópur verður formlega stofnaður innan Ör-
yrkjabandalagsins í haust. Undirbúningur er í fullum gangi
og bandalagið hefur beðið aðildarfélög um að hvetja kon-
ur til þátttöku. Það er stundum rætt um það að konur sem
eru öryrkjar séu í raun tvöfaldur minnihlutahópur, bæði
konur og öryrkjar. Bandalagið samanstendur af fólki úr
mjög ólíkum áttum sem við fyrstu sýn virðist kannski eiga
fátt sameiginlegt. Innan hvers aðildarfélags er sameining-
argrundvöllurinn sterkari, þar hittist fólk sem er með sama
sjúkdóm eða sömu fötlun. Innan Öryrkjabandalagsins
leiða hinsvegar ólíkir einstaklingar, með ólíka sjúkdóma
eða fatlanir saman krafta sína. I kvennahópnum er gert ráð
fyrir að konur með geðfatlanir, blindar og í hjólastól, svo
einhver dæmi séu nefnd, geti borið saman bækur sínar og
styrkt hver aðra. Með stofnun kvennahópsins erum við að
búa til samstarfsvettvang fyrir þennan mjög svo ólíka hóp
kvenna sem starfar innan bandalagsins. Þegar allt kemur
til alls er ýmislegt sem við hljótum að eiga sameiginlegt.
Það eru ákveðin mál sem brenna á konum sem eru öryrkj-
ar. Eitt af þeim er æsku- og fegurðardýrkun samfélagsins.
þannig eru þær rændar möguleikanum á að sinna hinu
viðtekna kvenhlutverki. Viðhorfum af þessu tagi er brýnt
að breyta og það eitt og sér verður ærið verkefni. Kvenna-
hópurinn á að vera vettvangur fyrir konur til að koma
saman og bera saman bækur sínar. Hlutverk hans á einnig
að vera að finna hvaða málefni það eru sem brenna á kon-
um innan Öryrkjabandalagsins og hvar það er sem skóinn
kreppir í baráttunni að þeirra mati."
Þorum, getum, viljum
Steinunn nefnir einnig annað mál sem mjög hefur brunn-
ið á kvennahreyfingunni í gegnum árin en það er skortur á
fyrirmyndum í þjóðfélaginu. „Það hefur margoft verið rætt
um að konur og stelpur skorti kvenkyns fyrirmyndir, til
dæmis í stjórnunarstöðum. Þegar við horfum til kvenna
sem eru öryrkjar en eru jafnframt í mikilvægum stöðum í
samfélaginu er staðan auðvitað enn verri, fyrirmyndirnar
eru nánast engar. Eins eru þær myndir sem dregnar eru
upp af fötluðum í fjölmiðlum og afþreyingarefni mjög ein-
hæfar, fólk með fötlun er sýnt sem hjálparþurfi og óvirkir
þiggjendur. Við þurfum virkilega að gera heiminum grein
fyrir því að öryrkjar eru gerendur í sínu lífi en ekki þolend-
ur."
Steinunn nefnir að hún telji reyndar ekki vanþörf á því
að stofna einnig karlahóp. Á sama hátt og útlits- og fegð-
FÓLK ER FARIÐ AÐ ÞORA AÐ KOMA ÚT ÚR SKÁPNUM SEM ÖRYRKJAR EF SVO MÁ SEGJA. FYRIR ÞAU
SEM EKKI HAFA SYNILEGA FÖTLUN ER SVO AUÐVELT AÐ SKILGREINA SIG SEM EITTHVAÐ ANNAÐ
EN ÖRYRKJA OG SLEPPA ÞVÍ AÐ SÝNA SAMSTÖÐU OG BERJAST SEM HEILSTÆÐUR HÓPUR
Fötluðum konum finnst þær oft passa illa inn í viðtekna
staðla. Eins og femínistar hafa verið dugleg að benda á
geta staðalmyndir af þessu tagi haft afar mikil áhrif á mót-
<$ un sjálfsmyndar og það hvernig einstaklingar og hópar
upplifa stöðu sína í samfélaginu."
Talið berst að hinum hefðbundnu kynhlutverkum og
staðalmyndum samfélagsins sem Steinunn Þóra telur að
séu enn í fullu fjöri og komi sérstaklega illa við konur sem
eru öryrkjar. „Sumir vilja meina að æðsta hlutverk kvenna
sé að vera mæður og móðurhlutverkið er oft tengt sjálfs-
myndarsköpun kvenna. Fatlaðar konur eru hinsvegar oft
álitnar vanhæfari en aðrar konur til að verða mæður og
urðarstaðlar séu heftandi fyrir konur hljóti krafan um hinn
sanna karlmann að standa körlum innan Öryrkjabanda-
lagsins fyrir þrifum. Það séu ýmis mál sem snúa að körlum,
karlmennsku og fötlun sem þyrfti að taka til skoðunar.
Umræðan opnast
En hvað með viðhorfm í þjóðfélaginu til jafnréttisbaráttu
öryrkja? Hefur málaflokkurinn fengið nægilega athygli að
mati Steinunnar?
„Staða öryrkja í þjóðfélaginu er að mörgu leyti að
batna. Ýmis réttindamál hafa náð fram að ganga á síðast-
liðnum árum, ekki sist hvað varðar kjör öryrkja þó þau séu 4