Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 52

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 52
Úlfhildur Dagsdóttir / KVIKMYNDIR I Af epíkum » Ég verð að byrja á því að játa að mér fannst Trója ekkert voðalega skemmtileg. Ekki af því hún hafi verið strákamynd með klisjuhlutverk- um fyrir konur heldur af því hún tók sjálfa sig allt of hátíðlega. Við skulum hafa þetta alveg á hreinu (fyrir þau sem hafa ekki lesið pistl- ana mína áður): mér finnst gaman að strákamyndum. Mér finnst hasarmyndir yfirfullar af testosteróni skemmtilegar. Og þetta er ekki bara af því mér finnst gaman að horfa á sæta stráka. * En þá að Tróju. Gunnar Hersveinn bendir á í pistli í Morg- unblaðinu 27. maí sl. að kvenhlutverkin séu óttalegar klisj- ur og reyndar karlhlutverkin líka. Gunnar tekur sérstaklega til hvað hlutverk Akkilesar (Brad Pitt) hafi verið gert halló, en versta útreið hafi þó aðaldaman fengið: „Helena hin fagra er litlaus persónuleiki í kvikmyndinni sem stjórnast af duttlungum. Enginn botn fæst í það hvað það er sem heillar París." Hann dregur þá ályktun að „höfundar kvik- myndarinnar hafa engan áhuga á Helenu, Brísesi og Andrómökku." Allt er þetta satt og rétt, en þessi umræða - Gunnar er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt þessi atriði - vakti mig til umhugsunar um hlutverk kvenna í álika eþísk- um myndum almennt og um vaxandi vinsældir þessara epísku mynda og þá sérstaklega þessa tilteknu tegund epískra mynda, hetju og karlhormóna. Því vandamálið með konurnar var ekki eitthvað sem Trója fann upp, Lord ofthe Rings átti líka við hann að etja, Gladiator barðist við þetta á sínum tíma og væntanlega hafa bæði Artúr kon- ungur og Alexander mikli sitt um málið fram að færa (en kvikmyndir um báða þessa eru væntanlegar). Álfkonur - stillimyndir fegurðar Við skulum byrja á Lord of the Rings. Þar höfum við tvær álfameyjar og eina prinsessu. Vitað er að höfundum myndanna var umhugað um að gera kvenhlutverkin veigameiri. Þetta kemur best út með álfkonurnar, því hlut- 52 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.