Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 15
réttisnefndinni. Aðalatriðið væri að málefni þeirra séu viðurkennd og unnið að þeim af fullri einurð. Að öðru leyti gætu hóparnir unnið hver á sín- um vettvangi en að samvinna á milli þeirra væri af hinu góða og að mikil- vægt væri að betur sé á þá hlustað en nú ergert. Á málþingið kom gestur frá Dan- mörku, Hanna Zidaeh, sem er jafn- réttisráðgjafi innflytjenda í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að pólitískur vilji til að vinna að jafnrétti allra sé til staðar og sagði að stærstu mistök borgaryfirvalda þar í borg hefðu verið að viðurkenna ekki að mismunun gagnvart innflytjendum væri til stað- ar. Fólki af erlendum uppruna væri því ekki mismunað viljandi, á kerfis- bundinn hátt, þau væru bara fórnar- lömb óbeins misréttis og skorts á pólitískum vilja. Til að yfirvinna þá þröskulda sem eru milli Dana og inn- flytjenda taldi Hanna mikilvægast að koma á fræðslu. Fjölbreytileiki og fjölmenning Umræða um mikilvægi þess að styðja fjölbreytileika og fjölmenningu sam- félagsins er víða komin lengra en hér á landi enda jókst fjöldi innflytjenda MIKILVÆGT ER AÐ HAFA í HUGA AÐ MEÐ MINNIHLUTAHÓPI ER EKKI ÁTT VIÐ FJÖLDA HELDUR VÖLD EN SKILGREINING Á ORÐINU ER: HÓP UR FÓLKS SEM HEFUR Á EINHVERN HÁTT SKERT RÉTTINDI, SKERTAN AÐGANG AÐ SAMFÉLAGINU OG BÝR VIÐ FÉLAGSLEGT MISRÉTTI hér mun seinna en í nágrannalöndun- um. Talið er að áhrifa tilskipana Evr- ópusambandsins gegn mismunun gæti i aðildarlöndum þess en í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna er einnig lagt bann við mismun- un á grundvelli þess sem greinir fólk að, það sama gerir Amsterdamsátt- málinn frá 1996. Jafnræðisregla ís- lensku stjórnarskrárinnar leggur líka bann við allri mismunun en á mál- þinginu benti fulltrúi Öryrkjabanda- lagsins á að í nýlegri framkvæmdaá- ætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum væri ekki minnst á fatlaða. í Svíþjóð sé hins vegar unnið markvisst að þeim málum samkvæmt áætlun sem nefnist Agenda 22. ( Háskóla íslands var sú stefna mörkuð fyrir nokkrum árum að jafn- réttisnefndin skyldi beita sér fyrir fleiri málum en jafnrétti kynjanna. Hafa málefni samkynhneigðra og fatlaðra verið tekin sérstaklega fyrir og unnið að athugun á aðstöðu og aðbúnaði erlendra stúdenta. Jafnréttisnefnd Hí gaf út bæklinginn Mismunur og marg- breytileiki til að skýra stefnu sína og lesa má um árangur starfsins í nýrri skýrslu á heimasíðu nefndarinnar. Þegar Femínistafélag (slands var stofnað fyrir rúmu ári var ákveðið að vinna að málefnum kvenna sem til- heyra minnihlutahópum og var fjöl- breytileikahópur stofnaður í því skyni. Ekki tókst þó að koma starfi hans al- mennilega af stað og var hann lagður niður á aðalfundi félagsins í maí sl. Ekki er þar með sagt að Femínistafé- lagið vilji ekki vinna að málefnum þessara hópa, staðreyndin er líklega sú að leiðin er ekki endilega að fulltrú- ar hópanna séu saman í hópi heldur þarf að laða þá til starfa og taka mál- efni þeirra upp innan félagsins. Jafnrétti allra er verðugt og spenn- andi verkefni sannra jafnréttissinna og þar, eins og annars staðar, hlýtur fjölbreytileikinn að auðga. vera / 3. tbl. / 2004 / 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.