Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 26
/ VIÐTAL að þær eru lesbískt par en ekki gagn- kynhneigð hjón. Ekki hvarflar að þeim að sú hafi verið raunin á meðan Jóhanna lá á sjúkrahúsi, sem hún hef- ur gert níu eða tíu sinnum í lengri eða skemmri tíma eftir að hún veiktist. Það er frekar hvað varðar þjónustu og upplýsingastreymi eftir að hún út- skrifaðist. Það er nefnilega eins og velferðarkerfið á íslandi treysti því að allir eigi vísa aðstoð heima fyrir og þar taka konur venjulega á sig mesta ábyrgð. „Þegar Jóhanna var útskrifuð af Grensásdeildinni eftir þriggja mán- aða legu, lömuð og með bleyju, var hún bara send heim sisona. Mér var ekki boðin aðstoð, ég átti bara að sjá um hana og gerði það. Hún var í lyfja- meðferð og ég tók að mér að blanda lyfin og sprauta hana. Ég velti því fyr- ir mér ef eiginmaður væri að fá svona veika konu heim, hvort honum hefði ekki strax verið boðin heimahjúkrun," segir Lana og bætir við að þær hafi ekki haft hugmynd um að þær hefðu getað fengið heimahjúkrun sem rek- in er af sveitarfélaginu. Þær hafa fengið heimilishjálþ i gegnum Fé- lagsþjónustuna hálfsmánaðarlega sem sér um þrif á gólfum og baðher- bergi. Þærfóru reyndarfram á að hún þrifi líka sameignina einu sinni í mán- uði en það var ekki hægt samkvæmt reglunum. Og Jóhanna segir: „Við kærum okkur ekkert um að heimilis- hjálpin geri meira en að þrífa. Þegar ég er hress vil ég sinna þeim heimilis- störfum sem ég er fær um. Þá finnst mér ég vera lifandi. Ég vil ekki bara sitja í hjólastólnum úti í horni og láta þjóna mér. Núna get ég t.d. sett í þvottavél og sinnt léttum eldhús- verkum og hef ánægju af." Hvað varðar hugsanlega fordóma gagnvart samkynhneigð segjast þær löngu vera hættar að spá í það að þær séu öðruvísi en telja hugsanlegt að fólk geti verið hrætt við þær ef það þekkir ekki til samkynhneigðar og það hafi komið fram í verri þjónustu. „Við þurfum að eiga samskipti við alls konar fólk - sjúkraþjálfara, iðju- þjálfa, félagsráðgjafa, fólk í heildsöl- um fyrir hjálpartæki o.fl. og við finn- um að fólk þarf að venjast þeirri stað- reynd að við séum par, tvær konur. Reyndar er það svo að okkur finnst ekki vera sama viðmótið hjá körlum og konum, við finnum frekar fyrir hræðslu eða óöryggi hjá konunum og einstaka kona hefur sýnt okkur lít- ilsvirðingu. Afstaða karlanna er allt önnur. Bílstjórarnir hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, læknar, heildsalar og karl- arnir á verkstæðinu sem gera við hjólastóla eru upp til hópa ekkert nema elskulegheitin við okkur sem konur og virðast lítið spá í það hvort við séum par. Getur verið að konum finnist erfiðara að þjónusta aðrar kon- ur, hvað þá þegar þær eru par? Það eru enn fordómar í samfélaginu og okkur finnst ekki útilokað að við fáum stundum lélegri þjónustu hjá konum en karlmaður með jeppa á stæðinu myndi fá." Aðstandandi getur líka veikst Það er mikið álag á fullhrausta mann- eskju að standa í öllu sem því fylgir að veikjast, hvað þá fyrir sjúkling sem ofan á veikindin er að takast á við á- fallið, berjast við að halda sönsum, halda fjölskyldunni saman og takast á við breytingarnar á lífi sínu. Lana hef- ur staðið eins og klettur við hlið konu sinnar allan tímann en gætti kannski ekki að eigin velferð. í vetur, tveimur árum eftir að Jóhanna var sem veik- ust, brotnaði Lana sjálf og var frá vinnu í nokkra mánuði. „Það gleymdist að huga að Lönu," segir Jóhanna. „Hún var svo sterk og tók á sig alla ábyrgðina með fullri vinnu. Við tökum það þó fram að þar hefur hún notið mikils velvilja og get- að tekið frí þegar á hefur þurft að halda." „Það má segja að ég hafi fengið taugaáfall, það munaði engu að ég væri lögð inn á geðdeild," segir Lana. „Það var ekki mólekúl eftir á tanknum hjá mér, ég bara sat og starði út í loft- ið dögum saman og gat ekki meir. Þegar var orðið matarlaust í húsinu 26 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.