Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 34

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 34
4 Hugsaðu þér hvað við eyðum mikl- um tíma á hverjum degi í að hugsa um of stóran maga, hrukkur eða bólur, í stað þess að nota skapandi hugsun til þess að finna upp nýja hluti eða nýjar leiðir til að yfirstíga hindranir. En við erum þær einu sem getum stoppað þetta. Þarna verðum við hver og ein að byrja í eigin ranni. Við verðum að sýna börnunum okkar að útlitið skiptir okkur ekki höfuðmáli og við verð- um líka að athuga hvernig við töl- um um aðra. Erum við að tala illa um aðra vegna þess að það er eitt- hvað að útliti þeirra? Krakkarnir pikka þetta allt upp. Eitt af verkefnum Geðræktarinn- ar var „Sleppum fordómum”. Þá vildum við fá inn í umræðuna, á vinnustöðum og víðar, hvernig staðalímyndir eru. Geðsjúkir t.d., er það einhver skítugur, með hárið út um allt, talandi við sjálfan sig á Laugaveginum? Ókei. Þekkjunt við ekki einhvern sem er geðsjúkur? Lítur hann svona út? Hann Palli frændi er þunglyndur en hann er bara ósköp venjulegur maður... Við viljum nota skynsemina til að breyta öllum gerðum staðalímynda: „Ljóskur eru heimskar”. Ókei, hvað þekkjum við margar ljóshærðar konur sem eru gáfaðar? Þær eru fjölmargar. Vigdís forseti til dæmis. „Gamalt fólk er einskis nýtt”. Hvað þekkjum við marga eldri borgara sem virkilega hafa eitthvað að gefa? „Útlendingar eru bara fyrir okkur Islendingum.” Hvað með alla mat- sölustaðina, tónlistina, o.s.frv.? Hvar hafa útlendingar auðgað menningarlíf okkar? Hvar værum við án þeirra? Slík umræða hefur áhrif og við vildum að fólk ræddi þetta við börnin sín, á vinnustöðum og í heitu pottunum.” Geðsjúkir þóttu ekki marktækir „Iðjuþjálfun er alls ekki kvennafag, þó að við séum flestar konur sem störfum í því hér á landi,” segir Elín Ebba þegar hún er spurð um kynja- hlutföll í starfsgrein sinni. „Starfið snýst um aðstoð við þátttöku í sam- félaginu og karlmenn verða veikir, alveg eins og konur. Þess vegna verða karlmenn að vera kynbræðr- um sínum fyrirmyndir. En þetta er launaspursmál. Karlar fara í vörn þegar ég segi að hér sé ekki raun- verulegt jafnrétti. Ég hef staðið í ströggli vegna þess að ég er kona og á t.d. að sætta mig við lægri laun. Það eru sérhæfðar konur á miðjum aldri sem vinna flest störf á Land- spítala - Háskólasjúkrahúsi og því miður er hægt að misnota þá að- stöðu sem er í dag - bara eitt stórt sjúkrahús hér í borginni og hvorki sjúklingar né starfsfólk geta leitað annað.” Félagsskapurinn Hugarafl er hópur einstaklinga sem á við geð- ræn vandamál að stríða en eru nú í bata og vilja deila reynslu sinni. Þau vilja hafa áhrif á þá þjónustu sem þau fá og að sjálfsögðu er Elín Ebba virk í starfsemi Hugarafls. „Hugarafl ætar sér að hafa áhrif á geðheil- brigðisþjónustuna. Geðsjúkir eru að mynda tengsl til þess að styðja hvert annað og virka ekki ósvipað AA- samtökunum fyrir alkóhólista. Þau sem náð hafa tökum á lífi sínu vilja miðla reynslu sinni til annarra, vera fyrirmyndir og aðstoða þau sem eru styttra komin í bataferlinu. Áður voru þau sjálf fordómafull hvert í sínu horni og ef þau náðu heilsu létu þau enga vita af því, þá voru veikindin bara gleymt tímabil. Það er ekki fyrr en núna sem fólk er að komast yfir eigin fordóma og skammast sín minna fyrir að vera með sjúkdóm. Það sem við höfum verið að gera í Hugarafli er að finna verkefni sem geðsjúkum finnst verðmæt og hafa gildi. Og hvað hefur meira gildi en þjónustan við þau? Það var ekki fyrr en uppúr 1980 sem geðsjúkt fólk var haft með í rannsóknum og reynsla þeirra tekin gild. Áður þóttu þau ekki marktækur hópur. I Bandaríkjunum og víðar fóru geð- sjúkir að starfa saman sem hópur til að hafa áhirf á þjónustuna þar sem þau væru kúnnarnir og þjónustan ætti að snúast um þeirra þarfir en ekki um fagstéttina. Markmið fag- stéttanna er oftast að fólk geti verið einkennalaust en það var ekki markmið þeirra geðsjúku. Fyrir þau var mikilvægast að ná tökum á líf- inu og fá að taka þátt í lífinu þrátt fyrir einkennin. Þau voru búin að gera sér grein fyrir því mörg að þau yrðu aldrei alveg einkennalaus en vildu læra að lifa með veikindun- um, líkt og t.d. sykursjúkir og bak- veikir þurfa að gera. Það fólk þarf að læra hverju þarf að passa sig á og hvað þarf að gera til þess að líða sem best.” Elín Ebba segir að heilbrigðis- kerfið hafi lengst af byggst upp á meðallausnum fyrir meðalmann- eskjur en nú sé það sem betur fer meira einstaklingsmiðað. Nýjustu stefnur og straumar í endurhæfmgu snúast um að hver og einn sé sér- fræðingur í eigin heilsu. Þar koma svokallaðar notendarannsóknir til sögunnar. „Notendarannsóknir snúast um reynslu og viðhorf notenda og upp úr þeim er framleidd svokölluð not- endaþekking. Það er t.d. hægt að kenna fólki að þekkja sín byrjunar- 34 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.