Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 9
og eru stressaðir og óöruggir með
börnunum sínum, hugsandi hvort
konan sé ekki að fara að koma heim
og hvað þeir eigi til bragðs að taka ef
barnið vaknar. Málið er bara að vera
afslappaður og njóta þess að vera
með barninu. Ef karlar eru óöruggir
þá þarf ekki endilega að vera neitt að
pabbanum, þetta er oft bara spurn-
ing um að læra á hlutina og afla sér
upplýsinga. Þetta er auðvitað frekar
nýtt, að pabbar séu að koma svona
inn á heimilin og mér finnst það al-
veg frábært. Ég held að þetta sé stór
liður í jafnréttisbaráttunni. Það mun
eflaust hafa áhrif á launamun kynj-
anna ef karlar þurfa að vera jafn mik-
ið frá og konur vegna barna sinna."
Töffarar og bleyjuskipti
Sverrir er ekki frá því að með fæðing-
arorlofinu muni karlar fara að taka
meiri ábyrgð á börnum sínum, líka
eftir að orlofinu lýkur. „Eins og ég segi
oft í gríni „ég er að passa". Ég held að
þetta orðatiltæki hafi komið vegna
þess að körlum hafi fundist þeir vera
að passa fyrir konurnar sínar og að
þeir væru að gera konum sínum ægi-
legan greiða með því að sjá um sín
eigin börn. En það að karlarnir komi
meira inn á heimilin held ég að sé
gott fyrir börnin og í raun alla aðila.
Þetta er snilldarbreyting. Ég heyri í
kringum mig að karlar eru mjög
ánægðir með þetta og finnst þetta
skemmtilegt."
Svo skemmtilega vildi til að góð-
vinur Sverris var í orlofi á svipuðum
tíma en dóttir hans fæddist hálfum
mánuði á undan Mána.
„Hann er nýbyrjaður að vinna aft-
ur eftir fæðingarorlof. Á meðan við
vorum báðir heima hittumst við
ÞETTA ER AUÐVITAÐ FREKAR NÝTT, A0
PABBAR SÉU AÐ KOMA SVONA INN Á HEIM-
ILIN OG MÉR FINNST ÞAÐ ALVEG FRÁBÆRT.
ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ STÓR LIÐUR í JAFN-
RÉTTISBARÁTTUNNI. ÞAÐ MUN EFLAUST
HAFA ÁHRIF Á LAUNAMUN KYNJANNA EF
KARLAR ÞURFA AÐ VERA JAFN MIKIÐ FRÁ
OG KONUR VEGNA BARNA SINNA
stundum og fórum saman með börn-
in niður í bæ ef veðrið var gott að
kaupa ís. Við vorum einmitt að gera
grín að okkur sjálfum fyrir stuttu,
töffararnir frá því áður byrjaðir að tala
um bleyjuskipti og börn," segir Sverr-
ir brosandi. „Hlutirnir hafa snúist svo-
lítið við hjá okkur félögunum."
vera / 3. tbl. / 2004 / 9