Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 40

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 40
/ BA RITGERÐ MEÐ FEMÍNÍSKU SJÓNARHORNI EF STARFSFRAMAÞÆTTIR ERU FYRST SKOÐAÐIR KOM í LJÓS AÐ TRÚ KVENNA Á KONUM VAR MINNI EN TRÚ ÞEIRRA Á KÖRLUM. KARLAR HÖFÐU EINNIG MINNI TRÚ Á STARFSFRAMA KVENNA EN STARFSFRAMA KARLA dregið úr neikvæðri gagnrýni í garð annarra. Vingjarnleiki erfrekar kvenlægur eiginleiki en karllægur Kannski kemur það ekki á óvart að konur séu metnar vingjarnlegri en karlar þar sem vingjarnieiki er frekar kvenlægur eiginleiki en karllægur. Og kannski ekki heldur að karlar séu frekar taldir líklegri til árangurs í starfi en konur, mögulega vegna lengri reynslu þeirra á vinnumarkaðinum. En ætli karlar séu sáttir við það, í rauninni, að konur sé taldar líklegri en þeir til að leggja áherslu á fjölskyldu sína? Og að þeir séu jafnvel síst líklegir til að leggja áherslu á fjölskyldu sína af ölll- um þáttum sem spurt var um? Sem var raunin. Eru viðhorf okkar enn heltekin af sterkum staðalmyndum og úreltum hlutverkum kynjanna? Sérstaka athygli vakti að af öllum spurningum rannsóknarinnar höfðu karlar minnsta trú á því að konur myndu fá stöðuhækkun og bæði kynin höfðu minnsta trú á því að karlar myndu leggja áherslu á fjölskyldu sína og væru barngóðir. Að auki höfðu kon- ur meiri trú á að karlar myndu fá stöðuhækkun en konur. Ef þetta er veruleikinn finnst mér ekki skrýtið að það vanti konur í stjórnunarstöður eða karla inn á leikskóla. Einhvern tíma var sagt við mig að ef ég hefði ekki trú á sjálfri þér þá hefði það enginn! Það er merkilegt að konur hafi talið karla helst traustvekjandi og skynsama og konur helst myndar- legar og opnar og að karlar hafi talið kynbræður sína helst traustvekjandi og skynsama en konur helst myndarlegar og vingjarnlegar. Mikilvægt er að muna að kynin sem metin voru gegndu sömu stöðum innan fjölmiðilsins en þrátt fyrir það eru konur helst metnar myndarlegar, vingjarnlegar og opnar! í niðurstöðum þar sem bæði kynin meta konur er ekki hægt að skella skuldinni á karla og kvarta yfir karlrembu því að meirihluti þátttakenda í þessari rannsókn voru konur, eða 63%! Það virðist því sem staðalmyndir kynjanna séu enn sterkar í hugum beggja kynja, ekki síður kvenna en karla. Viðhorf virð- ast því ekki jafn langt á veg komin og breytingar á stöðu karla og kvenna í þjóðfélagi okkar. Það er því ráð fyrir konur og karla að líta sér nær og hefja við- horfsbreytingar hjá sjálfum sér. Efþú vilt nánari uppiýsingar um rannsóknina og nið- bræður sína. Þá höfðu konur meiri trú á kynsystrum sínum en karlar höfðu til að reyna stöðugt að bæta sig, ná langt í starfi, fá stöðuhækkun og vanda vinnu- brögð sín. Þá mátu konur kynsystur sínar einnig meira traustvekjandi, frekari, ábyrgari og skynsamari en karlar töldu þær vera. (Þessar niðurstöður þarf þó að skoða í Ijósi þess að konur voru almennt jákvæðari í garð kynjanna en karlar voru.) Þrátt fyrir þessa já- kvæðni til beggja kynja höfðu konur meiri trú á að karlar myndu fá stöðuhækkun en konur og þá höfðu karlar minnstu trú á því að konur myndu fá stöðu- hækkun, af öllum þáttum sem spurt var um. Þá trúðu bæði kynin síst, af öllum þáttum sem spurt var um, að karlar myndu leggja áherslu á fjölskyldu sína og vera barngóðir. Almennt voru karlar taldir líklegri til að fá stöðu- hækkun, heldur en að líta alltaf vel út, en konur lík- legri til að líta alltaf vel út. Þegar persónuleikakvarð- inn er skoðaður sérstaklega töldu konur karla helst traustvekjandi og skynsama en konur myndarlegar og opnar. Karlar töldu kynbræður sína einnig helst traustvekjandi og skynsama en konur myndarlegar og vingjarnlegar. Karlar og konur virðast því vera nokkuð sammála um áherslur og eftirtekt persónu- einkenna kynjanna. Mat á konum og körlum virðist þvi enn byggjast á sterkum staðalmyndum og Ijóst að kyn eitt og sér hefur mikil áhrif á viðhorf. Konur og karlar voru þó bæði talin líklegri til að ná langt í starfi en að leggja áherslu á fjölskyldu sína. Þar gæti verið að eðli starfsins hafi haft áhrif. Eldri þátttakendurnir höfðu almennt jákvæðara viðhorf til ýmissa hegðunar- og persónuleikaþátta karla og kvenna. Möguleg skýring á þessum niður- stöðum er að umburðarlyndi, reynsla og þroski, sem oft einkennir eldra fólk frekar en það yngra, getur 40 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.