Vera - 01.06.2004, Side 24

Vera - 01.06.2004, Side 24
/ JAFNRÉTTI FYRIR ALLA Elísabet Þorgeirsdóttir Þrefalt ómark aðvera kona, fötluð og lesbía »Þær Jóhanna Björg Pálsdóttir og Lana Kolbrún Eddu- dóttir tilheyra tveimur af þeim minnihlutahópum sem rætt er um að taka meira inn í jafnréttisstarfið. Hvað skyldi brenna heitast á samkynhneigðu pari sem glímir við erfið veikindi og örorku? Búa konur sem tilheyra tveimur minni- hlutahópum við þrefalda kúgun? Eru þær „þrefalt ómark", eins og þær stöllur slógu fram? Þær hafa búið saman í 16 ár og gengu í staðfesta samvist um leið og það var heimilt samkvæmt lögum - 27. júní 1996, þann mikla gleðidag í réttindabaráttu samkynhneigðra á ís- landi. Lana Kolbrún átti reyndar stór- an þátt í því að sá sigur varð að veru- leika en hún átti sæti í opinberri nefnd sem vann m.a. að samningu laganna. Hún sat í stjórn Samtakanna '78 í mörg ár og var fyrsta konan sem varð formaður þeirra, árið 1989. Lana Kolbrún er 39 ára og er dagskrárgerð- armaður á Ríkisútvarpinu, sér um tónlistarþætti og hefur sérhæft sig í umfjöllun um djass. Jóhanna er 43 ára og var mikil íþróttakona á yngri árum, stundaði bæði handbolta og fótbolta og var landsliðsmanneskja í báðum grein- um. Hún varð margfaldur Islands- meistari með Val og Haukum og end- aði íþróttaferilinn úti í Danmörku þar sem hún lék í þrjú ár með dönsku liði. Svo var það árið 1988 að Lana fór á ráðstefnu til Kaupmannahafnar fyrir Samtökin '78 og þær hittust og hafa verið saman síðan. Jóhanna starfaði lengi sem bankagjaldkeri og síðan hjá Olís en síðustu fimm árin áður en hún veiktist af MS sjúkdómnum vann hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég byrjaði að veikjast árið 1998 en það tók langan tíma að greina sjúkdóminn. Ég missti sjón á öðru auga og var þá talið að ég gæti verið með æxli, en 1999 lamaðist ég í fót- um og þá var Ijóst að um MS sjúk- dóminn var að ræða," segir Jóhanna. Hún hefur haldið fullum styrk í hönd- um og talfærum en jafnvægisleysi og máttleysi í fótum hefur verið viðvar- andi og hún fengið slæm köst níu sinnum. Versta kastið kom fyrir tveimur árum og leiddi af sér þver- lömun sem þýðir algjört tilfinninga- og máttleysi fyrir neðan mitti þannig að fólk getur hvorki hreyft fætur né stjórnað þvagi og hægðum. Læknar töldu nánast útilokað að lömun af þessu tagi gæti gengið til baka en Jó- hanna er ótrúlega þrautseig og með markvissri sjúkraþjálfun hefur henni tekist að fá svolítinn mátt í fæturna og getur nú gengið fáein skref með því að styðja sig við. Hjólastóll og nýja „skutlan" eru þó hennar helstu hjálpartæki. Skutlan er fjórhjól sem hefur rofið einangrun hennar og hún kallar stundum 10. lífið sitt. Hún gerir MANNESKJAN ER JAFN LÖMUÐ 0G í HJÓLASTÓL Á BÁÐUM STÖÐUM EN VIÐ- HORFIÐ ER ÓTRÚLEGA ÓLÍKT. ÞAÐ ER EINS 0G ALLTAF SÉ GERT RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK SÉ A0 SVÍKJA ÚT ÚR ALMANNATRYGGINGUNUM henni fært að ferðast um og „fara út að ganga" um hverfið hvenær sem henni dettur í hug. Mikill munurá heilbrigðis- kerfi og tryggingakerfi Það fyrsta sem glíma þarf við þegar alvarleg veikindi herja á er að safna saman þeim réttindum sem fólk á til að fá sjúkradagpeninga og síðan ör- orkubætur. Gefið er út tímabundið örorkumat, t.d. í sex mánuði eða ár, og ef ekki er búið að koma með nýtt læknisvottorð og senda til Trygg- ingastofnunar (TR) og lífeyrissjóð- anna, sem fólk á rétt á að fá greitt úr, detta bæturnar niður. „Flestir eiga nóg með veikindin svo pappírsvinna af þessu tagi leggist ekki ofan á," segja þær og finnst að þjónusta TR gæti verið betri. „Það er fáránlegt að fárveikir sjúklingar skuli þurfa að liggja í símanum dögum saman, eltandi lækna til að fá útgefin ný vottorð svo bæturnarfalli ekki nið- ur og fólk standi uppi peningalaust næstu mánaðamót." Þær velta fyrir sér hvort ekki væri eðlilegt að hver sjúklingur eða öryrki fengi viðskipta- reikning og þjónustufulltrúa hjá TR sem hefði yfirsýn yfir málefni hans og gæti bent honum á réttindi sín. Upp- lýsingar um hvaða þjónustu fólk á rétt á, bæði hjá ríki og sveitarfélagi, liggja nefnilega ekki á lausu. „Þjón- ustufulltrúinn gæti þá til dæmis séð 24/3. tbl. / 2004/ vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.