Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 48

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 48
fc* DR. ROBERT JENSEN Dr. Robert Jensen er prófessor ífjölmiðlun við ÞÝÐING: BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Texasháskóla í Austin. Hann er höfundur bók- arinnar Citizens ofthe Empire: The Struggle to Claim Our Humanity (Þegnar heimsveldisins, baráttan við að endurheita mennsku okkar) og einn höfunda að Pornography: The Pro- duction and Consumption oflnequality (Klám: Framleiðsla og neysla ójafnréttis). Greinin „A Cruel Edge" birtist í vorhefti Ms. 2004 og er birt hér með leyfi höfundar. Ystu mörk grimmdarinnar Hinn sársaukafulli sannleikur um klámið í sam- tímanum og hvernig karlmenn geta brugðist við »Þriggja tíma erfiðri málstofu um klám er að Ijúka. Konurnar 40 vinna allar í miðstöð sem sinnir konum sem hafa orðið fyrir nauðgun eða heimilisofbeldi. Þetta eru konur sem eru í fremstu víglínu, þær sem svara í neyðarsíma sem opinn er allan sólarhringinn og veita stuðningsviðtöl. Þetta eru konur sem hafa séð allt og heyrt allt. Það er engin leið að toppa sögurnar sem þær kunna um ofbeldi karla. En eftir þrjár klukkustundir af upplýsingum, greiningu, og umræðum um klám sem markaðssett er fyrir gagnkynhneigða, eru margar þessar konur úr- vinda. í herberginu er dapurleiki ríkjandi. Undir lokin tekur ein kona, sem fram að því hafði verið þögul, til máls. Meðan á málstofunni stóð hafði hún vafið handleggjunum utan um sjálfa sig. Núna loksins talar hún. „Þetta er sárt," segir hún. „Þetta er svo sársaukafullt." 'l' Þetta er sárt. Það er sársaukafullt að vita að það skiptir engu hver þú ert, að það er hægt að smækka þig niður í hlut til að stinga í, að karlmenn kaupa myndir um slíkt og að í mörgum þessara mynda er niðurlæging þín meginþemað. Það er sársaukafullt að vita að girnd og grimmd renna saman í eitt í miklu af því klámefni sem karlmenn kaupa. Meira segja þessar konur, sem eiga dagleg samskipti við þolendur allskyns ofbeldis af hálfu karla, eiga erfitt með þessa tilhugsun. Það er eitt að glima við athafnir karla. Annað er að horfast í augu við hugsanirnar, hug- myndirnar og kynórana sem liggja að baki þessum athöfn- um og kynlífi karla. Oft gerir fólk ráð fyrir að klám sé svo erfitt mál og um- deilanlegt vegna þess að það fjalli um kynlíf. Ég held að það sé rangt. Menning okkar á erfitt með klám vegna þess að það snýst líka um grimmd karla gagnvart konum og á- nægjuna sem karlar fá stundum út úr þeirri grimmd. Og það er mun erfiðara fyrir fólk, karla og konur, að horfast í augu við slíkt. Klám sem nýtur almennra vinsælda Til eru nokkrar gerðir klámmynda en rannsóknir mínar síð- astliðin sjö ár á klámmyndum sem fáanlegar eru á mynd- böndum hafa miðað við þær sem eru gerðar fyrir gagn- kynhneigðan markhóp og njóta almennra vinsælda. Þá á ég við myndbönd og DVD sem fást víða í Bandaríkjunum og eru markaðssett sem kynferðislega opinská (almennt kölluð 'hardcore'), leigð eða keypt að mestu leyti af karl- mönnum og sýna kynlíf fyrst og fremst milli karla og kvenna. Kynlífssenurnar eru ekki leiknar: það sem gerist á skjánum fór fram í raun og veru. Þetta klám, sem nýtur al- 48 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.