Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 37

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 37
 / BÆKUR Hinn sanni íslendingur »Nýlega varði Sigríður Matthíasdóttir doktorsritgerð sína í sagnfræði við Háskóla íslands. Ritgerðin, sem gefin hefur verið út á bók, kallast Hinn sanni íslendingur og fjallar um kvenréttindi, kvennaskóla, kjörgengi og andlega heilsu kvenna frá 1900-1930. * Það þarf ekki að taka það fram að hinn borgaralegi karl- maður er sá sem valdið hefur í þjóðlífi þessa tíma en þeir urðu tákngervingar nútíma og framfara meðan konur urðu einskonar lifandi tengiliðir við fortíðina og þjóðlegar hefðir, sem birtist m.a. í því að þær skyldu nota þjóðbún- inga, sjá til þess að fólksflóttanum á mölina linnti, endur- reisa forna frægð sveitanna ásamt því að ala nógu mörg börn til að viðhalda kynstofninum - og tala við þau kjarn- yrta íslensku. Þessu áttu konur að einbeita sér að, en ekki pólitík eða umræðu um stöðu sína í þjóðfélaginu. Hugmyndir voru uppi um að hússtjórn og matreiðsla yrði þegnskyldumál fyrir konur en ekki einhvers konar val- kostur sem ungum stúlkum væri boðið upp á í bland við aðrar menntunarleiðir. Viðhorf þjóðernislegrar húsmæðrastefnu blómstruðu og breiddust út í þjóðfélagslegri orðræðu. Á sama tíma nutu tilraunir kvenna til að marka sér stöðu sem pólitískir einstaklingar sífellt minni vinsælda. Konur lentu því í mik- illi togreitu um hvert stefna skyldi, rétt eins og samfélagið allt. En þeirra val stóð milli húsmæðraskóla eða mennta- skóla, kvennapólitíkur eða kvenfélaga sem sinntu líknar- og góðgerðamálum. Sigríður rekur hvernig umræðan og átökin leiddu til þess að allur botn datt úr réttindabaráttu kvenna og hennar varð ekki aftur vart fyrr en á sjöunda áratugnum. Hér er um tímamótaverk að ræða, læsilegt og skemmti- legt og ekki skemmir fyrir að Sigríði tekst listilega að leiða fram atburðarás og persónur sem ýmist hljóta að vekja að- dáun eða aðhlátur lesenda. Stofnaðir 1939 PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - STARFSNÁM Félagsliðanám - Sjúkraliðanám öldungadeild á grunn - og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám. Handverk-Hönnun-Myndlist. Námsaðstoð fyrir skólafólk. Sérkennsla í lestri og skrift. Fjarnám. a) í íslensku f. útlendinga b) í prófadeildum Upplýsingar í síma 551 2992. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Mjódd Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR vera / 3. tbl. / 2004 / 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.