Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 21
hagsmunasamtök innflytjenda aðilar að umræðunni. Samskipti okkar við yfirvöld í kringum frumvarpið voru góð og umræðan málefnaleg. Við áttum fund með alls- herjarnefnd Alþingis og mér fannst nefndarmenn mjög ánægðir með að hafa heyrt okkar sjónarmið. Reyndar sagði formaður allsherjarnefndar í viðtölum við fjölmiðla að mat okkar á frumvarpinu byggðist á misskilningi. Kannski átti hann við að við höfum ekki skilið íslenskuna nógu vel. Hann talaði ekki um misskilning í sambandi við fjölmiðlafrumvarpið, enda voru íslendingar að mótmæla þá. Við misskildum ekki neitt, það talaði engin fyrir okkar hönd, við gerðum það sjálf og við gerðum það vel. Ekki má heldur gleyma hinni miklu samstöðu sem myndaðist milli ungliðahreyfinga allra stjórnmálaflokka sem studdu mót- mæli okkar. Við héldum einnig fundi með innflytjendum þar sem við lögðum áherslu á að útskýra út á hvað frum- varpið gekk. Því hafði strax verið slegið fram að þetta væri einhverskonar „nasistafrumvarp" en það var alls ekki rétt. Það voru ákveðin atriði sem voru mjög slæm, en alls ekki allt frumvarpið. Þá vildum við einnig segja innflytjendum að frumvarpið endurspeglaði alls ekki viðhorf íslendinga gegn þeim. Ég var mjög ánægð að uppgötva að það var alls ekki sú upplifun sem þau höfðu fengið. Flestir útlend- ingar sem við hittum á þessum fundum voru mjög ánægð hér en höfðu áhuga á að koma og fræðast um frumvarpið. Við þurfum bara að gera meira af þessu, hvetja fólk til að taka þátt í umræðunni - ekki bara því sem snýr að innflytj- endum sérstaklega, heldur almennri þjóðmálaumræðu, svo að við verðum virkir þátttakendur í samfélaginu." Hvað með aðgang? Heldur þú að innflytjendur hafi jafn greiðan aðgang t.d. að fjölmiðlum? Nú er oft talað um að málið sé fyrirstaða og íslendingar kunni illa að hlusta á ís- lensku sem er töluð með hreim. „Já, það er staðreynd. Það var einu sinni sagt við mig að ég væri góð í útvarpsviðtöl af því að íslenskan mín skilst. VIÐ ÞURFUM BARA AÐ GERA MEIRA AF ÞESSU, HVETJA FÓLK TIL AÐ TAKA ÞÁTT í UMRÆÐUNNI - EKKI BARA ÞVÍ SEM SNÝR AD INNFLYTJENDUM SÉRSTAKLEGA, HELDUR ALMENNRI ÞJÓÐMÁLA- UMRÆÐU, SVO AÐ VIÐ VERÐUM VIRKIR ÞÁTTTAK- ENDUR í SAMFÉLAGINU (slendingar verða að fara að venjast því að fólk tali íslensku með hreim. Þá verða fleiri útlendingar að verða virkir og tjá sig. Það gefur ekki rétta mynd af fjölbreytileika innflytj- endahópsins ef það eru alltaf sömu manneskjurnar sem tjá sig um allt sem viðkemur útlendingum. Ég get ekki tek- ið afstöðu fyrir tíu þúsund manns. Á meðan við erum enn- þá með fáar raddir verðum við sérstaklega að passa okkur að vera hafin yfir flokkspólitik, þar sem innflytjendur eru örugglega ekki allir á sömu skoðun í stjórnmálum. Málefni innflytjenda mega ekki verða málefni eins stjórnmála- flokks. Allir flokkar þurfa að opna augun fyrir því að það eru innflytjendur hér á landi og að þeir auðga samfélagið með veru sinni hér. Þá er mikilvægt að tala við innflytjend- ur, ekki bara tala um þá. Það er fullt af nefndum sem eiga að fjalla um málefni innflytjenda en ég veit ekki til þess að fulltrúar þeirra eigi sæti í þessum nefndum. Það skýrist auðvitað að hluta til af því að innflytjendur höfðu enga op- inbera rödd, en það er samt engin afsökun." Menntun innflytjenda ekki metin Eitt af því sem Anh-Dao Tran formaður W.O.M.E.N talaði um í erindi sinu á norrænni ráðstefnu um kvennahreyfing- ar sem haldin var í Reykjavík, var að erlendum konum gengi illa að fá menntun sína metna á fslandi. vera / 3. tbl. / 2004 /21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.