Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 56

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 56
/AÐ UTAN Gengið að Hvíta húsinu » Föstudaginn 23. apríl síðastliðinn reyndi greinarhöfundur árangurslaust að hringja í helstu almenningssamgöngur og kvenréttindafélög New York borgar. Ætlunin var að bóka far til Washington borgar. Ekki fylgdi árangur erfiði en löngu var uppselt til höfuðborgar Bandaríkjanna þá helgi. Sunnudaginn 25. apríl gengu nefnilega 1.150.000 manns fylktu liði í átt að Hvíta húsinu og kröfðust þess að rík- isstjórn Bandaríkjanna gerði bragarbót á stefnu sinni í kvenréttindamálum. Þessi ganga, ein stærsta kröfuganga í sögu Washington, var skipulögð af yfir 1400 hóp- um sem staðsettir eru vítt og breitt um Bandaríkin. Kröfugangan var aðallega haldin til að styðja rétt kvenna til frjálsra fóstureyðinga, en einnig til að berjast fyrir bættum aðgangi að getnaðarvörnum, meiri kynfræðslu í skólakerfinu og fyrir betri heilsugæslu fyrir konur um víða veröld. Meira en ár tók að skipuleggja þessa göngu. Skipuleggj- endur lögðu frá upphafi mikla áherslu á að ná til sem flestra hópa sem berjast fyrir mann- og kvenréttindum. Sérstaklega var lögð áhersla á að ná til minnihlutahópa innan Bandaríkjanna, en það eru einmitt konur sem til- heyra minnihlutahópum sem verða oftast fyrir barðinu á þeim lagasetningum sem reyna að hamla gegn fóstureyð- ingum. Gangan var ekki haldin undir formerkjum einstaks stjórnmálaflokks en greinilegt var að hún beindist einkum gegn forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, og stjórn hans. Síðan Bush tók við völdum fyrir þremur árum hefur stjórn hans beitt sér fyrir lagabreytingum sem skerða rétt kvenna til fóstureyðinga. Á meðan á göngunni stóð gengu sjálfboðaliðar um og skráðu niður göngumenn sem vilja öðlast kosningarétt í forsetakosningunum í nóv- ember og stuðningsfólk Johns Kerrys, frambjóðanda Demókrataflokksins, dreifðu upplýsingabæklingum um stefnumál hans. Ræðumenn hvöttu alla til að vera virkir kjósendur, ekki bara með því að kjósa heldur með því að MANNRÉTTINDAHÓPAR HAFA HAFT MIKLAR ÁHYGGJUR SÍÐUSTU ÁRIN, EN ÞEIM TELST SVO TIL AÐ AÐEINS EITT ATKVÆÐI í ÞESSUM NÍU MANNA RÉTTI STANDI NÚ í VEGI FYRIR ÞVÍ AÐ RÉTTURINN TIL FÓSTUREYÐINGA VERÐI FELLDUR ÚR GILDI fylgjast með stjórnmálum í heimabyggð sinni og með því að mæta á fundi hjá skólanefndum og bæjarstjórnum. Roe vs Wadedómurinn Mikillar alvöru gætti meðal göngumanna og skipuleggj- enda göngunnar, en flestir þeirra telja að réttur banda- rískra kvenna til fóstureyðinga sé í alvarlegri hættu. í Bandaríkjunum byggist réttur til fóstureyðinga á hæsta- réttardómi sem féll árið 1973 og er í daglegu tali nefndur Roe vs. Wade. ( þeim dómi var úrskurðað að fylkislög sem skerða réttinn til fóstureyðinga væru andstæð bandari'sku stjórnarskránni. Dómurinn felldi þar með úr gildi öll lög einstakra fylkja sem bönnuðu fóstureyðingar. Þessi dómur hefur síður en svo verið talinn endanlegur og síðustu þrjá- tíu árin hafa einstakir hópar reynt á hann á hinum ýmsu dómsstigum landsins. Bæði fylgismenn og andstæðingar dómsins fylgjast grannt með stöðu hæstaréttar Bandaríkj- anna og reyna að telja hvaða dómarar myndu staðfesta dóminn, ef hann væri lagður fram aftur, og hverjir myndu fella hann. Mannréttindahópar hafa haft miklar áhyggjur síðustu árin, en þeim telst svo til að aðeins eitt atkvæði f þessum níu manna rétti standi nú í vegi fyrir því að réttur- inn til fóstureyðinga verði felldur úr gildi. Þessar áhyggjur hafa aukist síðustu árin eftir að Bush tók við völdum því að ef einhver hæstaréttardómarinn fer á eftirlaun meðan Bush er forseti er talið Ifklegt að val hans á nýjum dómara muni að einhverju leyti byggjast á skoðunum dómarans á réttinum til fóstureyðinga. Sem stendur er sú staða í stjórnarkerfi Bandaríkjanna að 56/3. tbl. / 2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.