Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 6
/ SKYNDIMYND Arnar Gíslason Pabbi í orlofi »Feðgarnir Sverrir Tryggvason og Máni Sverrisson eru flest- um stundum saman þessa dagana. Máni er tæplega tíu mán- aða og virðist kunna því vel að hafa pabba sinn hjá sér í fæð- ingarorlofi eftir að mamma hans fór aftur út á vinnumarkað- inn. VERA fékk að kíkja í heimsókn hjá þeim feðgum og hafði gaman af að fylgjast með pabbanum sem sér um bæði barn og heimili, „allan pakkann" ef svo má að orði komast. Sverrir er búinn með tvo mánuði af sínu orlofi og á því einn mánuð eftir, en fyrsta mánuðinn voru bæði Sverrir og kona hans, Rósa Mjöll Ragnars- dóttir, saman í orlofi. „Ég tók þrjár vikur strax eftir fæð- ingu og svo eina rétt fyrir jólin. Þá vorum við bæði saman með hann pínulítinn og það veitti ekki af þar sem Máni var með magakveisu. En nú er ég búinn að vera einn heima með hann í mánuð og kann mjög vel við það. Mér finnst enginn stór munur á að vera einn og þegar við vorum bæði, nema hvað Máni er allt annað barn núna en fyrst þegar ég tók orlof. Hann skríður núna um allt og hefur meiri skoðanir á lífinu og tilverunni, en áður hélt maður bara á honum all- an daginn nema þegar hann var sof- andi. Það er helsti munurinn. Svo er hann líka búinn að taka svo margar tennur, kominn með sjö stykki og er að fá þá áttundu." Sverrir vonar að orlofið hans muni styrkja samband þeirra feðga í fram- tíðinni og telur að þó hann fari aftur að vinna eftir mánuð muni áhrifin ekki þverra í bráð. „Já, ég held að það hafi áhrif, þó ég geti ekki fullyrt það. Ég er búinn að tengjast honum svo vel, og hann mér, þess vegna langar mig til að eyða tíma með honum í framtíðinni. Þegar maður hefur lært að þekkja og umgangast barnið sitt vill maður eyða meiri tíma með því. Þetta er því mjög gott fyrir framtíð- ina. ( augnablikinu er hann hændari að mér en mömmu sinni, sem er bara vegna þess að ég er svo mikið með hann núna. Ef hann meiðir sig eða eitthvað slíkt þá réttir hann yfirleitt hendurnar til mín. Stundum segir hann þó „mamma" um leið þó hann 6 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.