Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 20
/ JAFNRÉTTI FYRIR ALLA Innflytjendur auðga samfélagið »Tatjana Latinovic er frá fyrrverandi Júgóslavíu, nánar tiltekið Króatíu, en hefur verið búsett á íslandi í tíu ár. Áður vann hún fyrir Alþjóðaráð Rauða' krossins (ICRC) á stríðssvæðunum í fyrrverandi Júgóslavíu og í því starfi kynntist hún íslenskum eiginmanni sínum sem var sendifulltrúi Rauða kross íslands þar. Tatjana er því ein af „tengdadætrum íslands." Hún er með BA próf í ensku og þýsku frá háskólanum í Króatíu en á íslandi settist hún aftur á skólabekk og lauk B.lsl. prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Nú starfar hún hjá Össuri hf. í þróunardeild, auk þess sem hún vinnur sjálfstætt sem túlkur og þýðandi á serbnesku og króatísku. Hún hefur komið að flóttamannaverkefnum Rauða kross íslands, situr í stjórn Alþjóöahússins og Kvennaathvarfsins auk þess sem hún er stofnfélagi og stjórnarkona í W.O.M.E.N., Samtökum kvenna af erlendum uppruna á íslandi. og okkur hefur verið tekið mis vel. Við komum öll hingað af fúsum og frjálsum vilja og af ýmsum ástæðum. Ég lít þannig á að ég standi jafnfætis öðrum og tel mig ekki þurfa neina séraðstoð. Það er staðreynd að sumar innflytj- endakonur verða fórnarlömb ofbeldis, en það kemur einnig fyrir íslenskar konur og þær þurfa aðstoð við hæfi. En ég vil hvetja innflytjendakonur sem hafa gert það gott hér á landi til að tjá sig meira og sýna styrk sinn. Þannig getum við orðið sterkari og haft meiri áhrif á samfélags- lega umræðu. Þótt að ég hafi sagt að við þurfum ekki að líta á innflytjendur sem vandamál, er margt ógert í málefn- um okkar. Innflytjendur, eins og aðrir íbúar landsins, eiga rétt á allri þeirri þjónustu sem þarf til þess að þeir geti not- ið sín að fullu í samfélaginu. Þar er mörgu ábótavant. Ég nefni sérstaklega aðgengi að íslenskukennslunni. Nú er það skylda samkvæmt lögum að fólk utan Evrópusam- bandsins læri íslensku ef það vill dvelja hér til langframa, en það þarf sjálft að borga fyrir kennsluna. Á Norðurlönd- unum og í Kanada er slík kennsla ókeypis og það þarf auð- vitað að komast á hér. Það þarf að auka fræðslu um ís- lenskt samfélag og það er nauðsynlegt að ríkið marki heildarstefnu í málefnum innflytjenda. Hættum að hamra á fórnarlambsímyndinni og setjum ekki alla innflytjendur í sama mótið." Mótmælin gegn útlendingafrumvarpinu Tatjana leggur mikla áherslu á að innflytjendur taki þátt í almennri samfélagsumræðu og í því sambandi nefnir hún útlendingafrumvarpið. „Sum atriði í frumvarpinu voru hrein mannréttindabrot og snertu ekki bara mannréttindi útlendinga. Við fengum aldrei skynsamleg rök fyrir sumu því sem við mótmæltum. Frumvarpið varð að lögum, en ég sé það ekki sem algjöran ósigur. Sumum atriðum sem við gagnrýndum var breytt til að koma til móts við okkar álit. Það jákvæða við þetta mál var að i fyrsta sinn voru „Þegar rætt er um málefni innflytjenda á íslandi er mjög Þorgerður oft gerður samanburður við hin Norðurlöndin. Staða inn- Þorvaldsdóttir flytjenda á íslandi er hins vegar mjög ólík stöðu marga innflytjenda í hinum löndunum. Atvinnuþátttaka innflytj- enda hér er mjög há, þar sem útlendingar sem hyggjast flytja til (slands verða að vera með tryggða vinnu eða framfærslu. Samt heyrist oft sagt að útlendingar „kosti samfélagið" og að þeir séu mjög góðir í því að lifa af vel- ferðakerfinu. Þessu er ég algjörlega ósammála. Þá leiðist mér að það skuli alltaf verið talað um „innflytjendavanda- mál". Vissulega er gott að horfa til annarra Norðurlanda og læra af reynslu þeirra, en við höfum enga ástæðu til að ótt- ast að hlutirnir muni fara á versta veg með auknum fjölda fólks sem velur (sland sem heimili sitt. í umræðunni er inn- flytjendakonum oftast lýst sem fórnarlömbum, annað- hvort þeirra samfélaga sem þær koma frá eða vegna stöðu þeirra í nýju landi. Áherslurnar í jafnréttisstarfi hafa iðu- lega beinst að því að hjálpa þeim sem minna mega sín og sýna samstöðu. Með því að horfa eingöngu á innflytjenda- konur sem fornarlömb heimilisofbeldis, kerfisins eða al- þjóðavæðingar er horft framhjá stærstum hópi innflytj- endakvenna sem eru það alls ekki. í þeim býr mikill auður sem horft er framhjá. Auðvitað er innflytjendahópurinn stór og fjölbreyttur, við komum frá mismunandi löndum ÉG NEFNI SÉRSTAKLEGA AÐGENGI AÐ ÍSLENSKUKENNSL- UNNI. NÚ ER ÞAÐ SKYLDA SAMKVÆMT LÖGUM AÐ FÓLK UTAN EVRÓPUSAMBANDSINS LÆRI ÍSLENSKU EF ÞAÐ VILL DVELJA HÉR TIL LANGFRAMA, EN ÞAÐ ÞARF SJÁLFT AÐ BORGA FYRIR KENNSLUNA. Á NORÐURLÖNDUNUM OG í KANADA ER SLÍK KENNSLA ÓKEYPIS OG ÞAÐ ÞARF AUÐ- VITAÐ AÐ KOMASTÁHÉR 20 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.