Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 54

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 54
/ FEMÍNÍSKT UPPELDI Þórður Kristinsson og Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir Foreldrar í fyrsta skipti... »VIÐ NÝBÖKUÐU FORELDRARNIR VILDUM BÆÐI FRESTA ÞVÍ í LENGSTU LÖG AÐ SKIPA NÝJA FJÖLSKYLDUMEÐLIMINUM í FYRIRFRAMGEFNA KYNJABÁSA MEÐ ÖLLUM ÞEIM HUGMYNDUM UM GEÐSLAG OG GETU SEM ÞEIM FYLGJA. BÆÐI ERUM VIÐ SKÓLUÐ í FRÆÐUM SEM HAFA BENT Á HVERNIG FÉLAGSMÓTUN Á SÉR STAÐ ÞAR SEM EINSTAKLINGAR ERU STRAX FRÁ FÆÐ- INGU FLOKKAÐIR í ANNAÐ HVORT STELPUHÓPINN EÐA STRÁKAHÓPINN. UM LEIÐ OG SÚ FLOKKUN ER HAFIN FYLGJA MERKIMIÐUNUM ÞÆR HUGMYNDIR AÐ STRÁKAR SÉU STÓRIR, STERKIR, DUGLEGIR OG SVO FRAMVEGIS Á MEÐAN STELPUR ERU ÁLITNAR SÆTAR OG VIÐ- KVÆMAR, LITLU PRINSESSURNAR Á HEIMILINU. * Foreldrarnir voru ekki alveg sammála um hvort þau vildu vita hvort kynið væri í bumbunni. Pabbinn vildi ekki vita það heldur hafði háleitar hugmyndir um að hann vildi eignast barn, en ekki strák eða stelpu. Hann var viss um að kynjunin myndi byrja nógu snemma án þess að hún hæf- ist áður en barnið kæmi í heiminn. Mamman var öllu praktískari í sinni rökfærslu fyrir því að vita kynið. Ef kynið væri á kláru þá væri hægt að undirbúa framhaldið. Fór það svo á endanum að pabbinn fékk að halda sinni hugmynd til streitu en svona eftir á að hyggja er hann nokkuð viss um að mamman hafi haft réttara fyrir sér. Kynjuninni frestað í lengstu lög Einn af þessum litlu hlutum sem foreldrarnir gerðu til þess að minnka eða fresta kynjuninni á blessuðu barninu var að biðja um kynhlutlausan klæðnað á fæðingarstofunni. For- eldrunum þótti nefnilega nóg um að það fyrsta sem væri tilkynnt eftir fæðingu væri kyn barnsins. Þeim fannst ó- þarft að tengja kynið við ákveðinn lit í sömu andrá. Hvað ef honum eða henni finnst bleikt eða blátt barasta ekkert vera sinn litur? Starfsfólkið brást vel við þessu og greini- legt að það eru fleiri svona foreldrar með sérþarfir hvað þetta varðar. VIÐ HÖFUM ÞÓ FENGIÐ FRÁ FEMINÍSKT ÞENKJANDI VINUM OKKAR FAGURRAUÐAR SAMFELLUR OG FLEIRA AÐ GJÖF SEM PILTURINN HEFUR KLÆÐST, í VIÐLEITNI FORELDRA SINNA TIL AÐ HAFA HANN EKKI í FÁNALIT KYNS SÍNS ÖLLUM STUNDUM Frá því að barnið kom í heiminn hafa foreldrarnir þurft að horfast í augu við það að strákar ganga í bláu og stelp- ur í bleiku. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að til dæm- is grænn og gulur væru ákjósanlegir litir á litla bumbubú- ann þá virðist fataskápurinn vera að miklu leyti í „réttum" lit. Jafnvel áður en barnið var komið í heiminn var önnur amman búin að prjóna tvö fatasett í sitthvorum litnum, svona „bara til öryggis". Foreldrarnir umluðu eitthvað um það að þrátt fyrir að barnið yrði strákur gæti hann alveg gengið í bleiku og öfugt. Við höfum þó fengið frá fem- inískt þenkjandi vinum okkar fagurrauðar samfellur og fleira að gjöf sem pilturinn hefur klæðst, í viðleitni foreldra sinna til að hafa hann ekki í fánalit kyns síns öllum stund- um. Félagsmótun eða eðli kynjanna Margir hafa undrast yfir þessari sérvisku okkar að vilja síð- ur setja strákinn í hefðbundin strákaföt en þar sem við skötuhjúin teljum að helsta ástæðan fyrir mun á milli kynj- anna stafi fyrst og fremst af félagsmótun og höfnum því að kynin séu ólík í eðli sínu þá finnst okkur litlu hlutirnir líka skipta máli. Við höfum marg oft lent í samræðum um félagsmótun og eðli kynjanna og oftar en ekki hafa rök okkar ekki verið tekin gild á þeim forsendum að við eigum ekki börn sjálf. Okkur hefur alltaf þótt þau rök frekar slöpp þar sem við horfum á hvernig þetta tiltekna fólk kemur fram við börnin sín á mjög svo kynjaðan hátt. Þessa gryfju ætluðum við svo sannarlega ekki að detta (. Þegar kunningi okkar, sem alltaf hefur verið höll undir félagsmótun, trúði okkur fyrir því eftir að hafa eignast son að hún teldi nú að það væri innbyggður munur á milli kynjanna leist okkur ekki á blikuna. Einn helsti munurinn sem hún hafði fundið var til að mynda sá að strákar væru mun órólegri og færi meira fyrir þeim en stelpum. Hvað áttum við að gera ef allt sem við höfum gengið út frá og erum búin að predika áfram er rangtl?! Þetta er í eitt af fáum skiptum sem við höfum efast um kenningar um fé- lagsmótun. En það stóð ekki lengi yfir og nú þegar sonur okkar er tveggja mánaða höfum við styrkst í trú okkar, ef eitthvað er. Við höfum fylgst með framkomu okkar og annarra við soninn. Við stöndum sjálf okkur mjög oft að því að nota kynjaða orðræðu og framkomu við soninn og reynum þá eins og við getum að snúa henni við og jafna hana út. Þegar foreldrarnir eiga það til að missa út úr sér á góðri stundu að sonurinn sé: duglegur strákur, sterkur strákur, stór strákur og svo framvegis þá bregður þeim við. Ekki það að okkur þyki slæmt að hann sé duglegur, sterkur og stór, en við bætum við að hann sé sætur og Ijúfur og prinsinn á heimilinu. 54 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.