Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 28
Að eiga eða eiga ekki bíl » Óhætt er að fullyrða að flestum þeim sem byggja þetta land, og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu, þyki mun ákjósanlegra að fara ferða sinna á einkabíl heldur en að notfæra sár almenningssamgöngur. Það kostar hins vegar drjúgan skilding að vera á einkabíl, einkum um þess- ar mundir þegar bensínverð er mjög hátt. Þá er að sjálfsögðu ótalinn kostnaður við að fjármagna bílinn en þar er hægt að fara ýmsar leiðir. Fjármögnunarleiðum hefur fjölgað í gegnum árin og er nú að öllu jöfnu um þrjá möguleika að ræða fyrireinstaklinga sem fjárfesta í nýjum bílum: bílalán, bílasamninga og einkaleigu. Þeir aðilar sem lána til bílakaupa eru fjármögn- unarleigur og tryggingafélögin. Það sem hefur helst borið til nýjunga síðustu árin er að farið var að bjóða upp á það sem samsvarar leigu á bílum. Þá er einnig nýmæli að farið er að bjóða upp á lán í erlendum myntum til bílakaupa. Vextir á slíkum lánum eru lægri en þeim sem eru einungis í íslenskum krónum en hins vegar ber lántaki áhættuna af þróun gjaldmiðla. Flægt er að fá lánað allt að 100% af kaupverði bílsins sem veltur meðal annars á því hvort um er að ræða nýjan eða gamlan bíl. Bílalán Þetta er í raun elsta form fjármögnunar til bifreiðakaupa en þá er veitt lán gegn veði í bílnum og er kaupandi skráð- ur eigandi bílsins frá upphafi. Flægt er að fá lánað allt að 75% þó svo að það geti verið lítilsháttar munur á hámarks- lánsfjárhæð á milli fyrirtækja. Bílasamningur Þessi möguleiki er til staðar sé leitað til fjármögnunarleigu en þá er það hún sem kaupir bílinn og leigir hann við- skiptavini sínum á samningstímanum. I lok samningstím- ans verður bíllinn eign viðskiptavinarins. Útborgun nem- ur að lágmarki 20% af kaupverði og er oftast miðað við að lengd samningstíma verði allt að 84 mánuðir. Einkaleiga (tilviki einkaleigu er það fjármögnunarleigan sem kaupir bílinn sem svo leigir viðskiptavini sínum bílinn og eru greiddar ákveðnar leigugreiðslur á samningstímabilinu. í lok leigutímans er hægt að velja um að kaupa eða skila bílnum. Leigutíminn er að öllu jöfnu frá 12 til 36 mánuðir og þarf leigutaki að greiða tryggingafé sem er greitt út í lok leigutímabils. Kjör Fjármögnunarleigufyrirtækin, sem eru öll í eigu banka, bjóða viðskiptavinum þess banka hagstæðari kjör og það sama á við um tryggingafélögin sem bjóða ákveðnum hópi viðskiptavina sinna afslætti af kostnaði við töku lán- anna. í öllum tilvikum eru breytilegir vextir á lánunum og er boðið upp á lán í bæði innlendum og erlendum mynt- um. Þá er einnig misjafnt hvort um er að ræða óverð- tryggð eða verðtryggð lán en sé lánstími undir fimm árum er einungis hægt að fá óverðtryggð lán. Stimpilgjald er einungis greitt af bílaláni sem nemur 1,5% af lántökuupp- hæð. Þá er lántökugjald greitt af bílaláni og -samningi sem getur numið 2,5% til 3,5% af lántökuupphæð. Loks er svo greitt greiðslugjald með hverri greiðslu. Hjólað ívinnuna? Það er náttúrulega ódýrast og hverjum manni hollast, miðað við umræðu um holdafar þjóðarinnar upp á síðkastið, að ganga eða hjóla þangað sem för er heitið svo framarlega sem fjarlægðin erekki þeim mun meiri. Af eig- in reynslu veit ég þó að það er illmögulegt fyrir manneskju sem þarf að koma börnum í leikskóla og til dagmömmu áður en mætt er á réttum tíma í vinnu í grennd við miðbæ- inn úr Grafarvogi. Ég og fjármögnunarleigan verðum því að njóta góðs af hvor annarri meðan þessi staða varir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.